Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Side 7

Skessuhorn - 29.03.2017, Side 7
Saga Borgarness í 150 ár Í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness þann 22. mars 2017 réðst sveitarstjórn Borgar- byggðar í það verkefni að láta rita sögu Borgarness. Egill Ólafsson blaðamaður og sagnfræðingur hóf ritun verksins í ársbyrjun 2014. Við andlát hans í ársbyrjun árið 2015 var Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur ráðinn til að taka við af Agli og ljúka verkinu. Saga Borgarness er nú að koma út. Hún er veg- legt verk í tveimur bindum sem bera heitin „Byggðin við Brákarpoll“ og „Bærinn við brúna“. Sagan telur um 900 blaðsíður með á sjötta hundrað mynda. Sagan er rituð í læsilegum og léttum frásagnarstíl þar sem komið er inn á flest það sem hæst hefur borið í 150 ára sögu samfélagsins; atvinnumál, sveitarstjórnarmál, menningarmál, verslun og viðskipti, skólamál, íþróttir, samgöngur, vaxtarskeið og varnarbaráttu og þannig mætti áfram telja. Sagan verður formlega gefin út á 150 ára afmælishátíð Borgarness í Hjálmakletti laugardaginn 29. apríl n.k. Fram að þeim tíma verður hún seld í forsölu. Umf. Skallagrímur annast forsöluna og mun meðal annars ganga í hvert hús í Borgarnesi. Verð ritverksins í forsölu verður 12.900 krónur en almennt verð að henni lokinni verður 15.500 krónur. Þeir sem áhuga hafa á að panta Sögu Borgar- ness í forsölu geta haft samband í síma 844-8639 eða á tölvupóstfanginu sagaborgarness@gmail.com. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum síðuna Saga Borgarness á facebook, en þar er einnig hægt að kynnast verkinu nánar. Það er Borgarbyggð sem gefur verkið út en Bókaútgáfan Opna bjó það til prentunar. SK ES SU H O R N 2 01 7

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.