Skessuhorn - 04.10.2017, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 20. árg. 4. október 2017 - kr. 750 í lausasölu
Loratadin
LYFIS
- fæst án lyfseðils
Yfir ��� tilboð
Allir viðskiptavinir Arion banka
eru í Einkaklúbbnum
Náðu í appið og nýttu þér tilboðin
Til alþingismanna
Tökum upp
US Dollar
Pétur Geirsson
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
14. október kl. 20:00
frumsýning uppselt
15. október kl. 16:00
20. október kl. 20:00
Fleiri dagsetningar má finna á landnam.is
Miðapantanir:
landnam@landnam.is
sími 437-1600
Minnum á hádegishlaðborðið
okkar alla daga vikunnar.
Auður djúpúðga
sagan öll
á Sögulofti Landnámsseturs í
flutningi Vilborgar Davíðsdóttur
Hin formfagra brú yfir Hvítá við Ferjukot í Borgarfirði er 90 ára á þessu ári. Hún þótti á sínum tíma mikil samgöngubót á þjóðleiðinni milli landshluta. Gegndi stóru
hlutverki í samgöngukerfinu einkum þar til Borgarfjarðarbrúin var opnuð í september fyrir 36 árum. Brúin er ein örfárra bogabrúa sem enn eru í notkun hér á landi og
hefur verið prýðilega við haldið af Vegagerðinni. Meðfylgjandi mynd var tekin um liðna helgi. Þarna hefur Kristján Gauti Karlsson, blaðamaður á Skessuhorni, sest á
undirstöðubogann og horfir niður strauminn á grænblátt vatn Hvítár. Ljósm. Hrefna Svanborgar Karlsdóttir.
Líkt og undanfarin tíu ár tileink-
ar Krabbameinsfélag Íslands októ-
bermánuð baráttunni gegn krabba-
meini hjá konum. Bleika slaufan
er komin í sölu en söfnunarfé sem
aflast mun að þessu sinni renna til
Ráðgjafarþjónustu Krabbameins-
félags Íslands með það að mark-
miði að efla stuðning, fræðslu og
ráðgjöf um allt land til einstaklinga
sem greinast með krabbamein og
aðstandendur þeirra. Þriðji hver
einstaklingur greinist með krabba-
mein einhvern tímann á lífsleiðinni
og afar mikilvægt er að þeir og að-
standendur þeirra geti gengið að
áreiðanlegri ráðgjöf og stuðningi í
veikindunum.
Í tilefni þessa átaks er í Skessu-
horni í dag rætt við eina af þeim
hvunndagshetjum sem árlega heyja
baráttuna við krabbamein. Anna
Dröfn Sigurjónsdóttir er ein þeirra.
Hún veikist fyrir tæplega tveimur
árum og var heppin að því leyti að
greinast tímanlega. Í viðtalinu lýs-
ir þessi unga og atorkusama kona
og móðir þriggja barna á opinská-
an hátt því hvernig allt tekur dýfu
eftir að greining krabbameins ligg-
ur fyrir. Rætt er um sjúkdómssög-
una, batann og ómetanlegt bakland
fjölskyldu og vina. Meðal annars
kemur fram hjá henni að hlutir sem
áður höfðu þýðingu skipta engu
máli í dag, en önnur gildi öðlist
hins vegar nýja merkingu. Marg-
ir sem gengið hafi í gegnum lífs-
hættulega sjúkdóma upplifa svipað.
Sjá bls. 16-18
Bleika slaufan komin í sölu
Spá formanna, þjálfara og fyrir-
liða fyrir Domino‘s deild karla og
kvenna í körfuknattleik og 1. deild
karla og kvenna var kynnt í gær á
fundi í Laugardalshöllinni í Reykja-
vík.
Skallagrími er spáð 4. sæti Dom-
ino‘s deildar kvenna en Snæfelli 5.
sæti. Ríkjandi Íslands- og bikar-
meisturum Keflavíkur er spáð efsta
sætinu. KR-ingum er spáð efsta
sætinu í Domino‘s deild karla, en
þeir unnu einnig tvöfalt á síðasta
ári.
Í 1. deild karla er Skallagrími
spáð toppsætinu og þar með beint
upp í efstu deild á nýjan leik. Snæ-
felli er spáð 6. sætinu en ÍA því 7.-8.
ásamt Vestra, sem fékk jafn mörg
stig í spánni. KR er síðan spáð efsta
sætinu í 1. deild kvenna. Spána má
sjá í heild sinni á heimasíðu Körfu-
knattleikssambands Íslands, www.
kki.is.
Í Skessuhorni í dag er rætt við
forsvarsmenn vestlensku liðanna
um leiktíðina framundan.
kgk
Skallagrími og Snæfelli er spáð 4. og 5. sætið í Domino‘s deild kvenna. Ljósm. úr safni.
Vesturlandsliðum spáð misjöfnu gengi