Skessuhorn - 04.10.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 20172
Haustið er gengið í garð með sína fögru
liti og fallega blæ. Vert er að staldra við
eitt augnablik í amstri dagsins og njóta
töfranna, þó ekki væri nema bara stund-
arkorn.
Vestlæg átt, 3-8 m/s á morgun og léttskýj-
að að mestu um landið austanvert, annars
skýjað en þurrt. Hiti 5 til 12 stig að degin-
um, hlýjast suðaustanlands. Suðaustlæg
átt með hlýnandi veðri á föstudag. Fer að
rigna á suðvesturhorni landsins um kvöld-
ið, annars víða bjartviðri. Suðaustlæg átt
á laugardag og sunnudag með rigningu
eða skúrum, en bjarviðri að mestu norð-
an heiða. Hiti 6 til 11 stig. Útlit fyrir suð-
austanátt með talsverðri vætu sunnantil
á landinu á mánudag, en þurrt að mestu
fyrir norðan og fremur milt í veðri.
„Hvað áttu mörg pör af vettlingum,“ var
spurningin sem lesendum gafst kostur á
að svara á vef Skessuhorns í liðinni viku.
„3-5“ sögðu flestir, eða 39%. Næstflest-
ir, 35%, sögðu „1-2“ og 14% sögðu „5-10“.
„Fleiri en 10 pör“ sögðu 7% og 5% kváð-
ust ekki eiga vettlinga. Könnunin náði ekki
til þeirra sem eiga einn stakan vettling.
Í næstu viku er spurt: Ætlar þú að fylgj-
ast með körfuboltanum í vetur?
Anna Dröfn Sigurjónsdóttir segir í Skessu-
horni í dag frá erfiðri hálfs annars árs
krabbameinsmeðferð sem hún hef-
ur nýlega lokið. Hún er hvunndagshetja
Krabbameinsfélags Borgarfjarðar og var
í þeim hópi sem fékk fyrstu bleiku slauf-
urnar nældar í boðunginn síðastliðinn
föstudag. Anna Dröfn er Vestlendingur
vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Haustþing
SSV næsta
miðvikudag
AKRANES: Haustþing
Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi verður hald-
ið miðvikudaginn 11. októ-
ber næstkomandi. Fer það
fram á Gamla Kaupfélag-
inu á Akranesi og húsnæð-
ismál verða þema þingsins.
Dagskrá þess er með hefð-
bundnu sniði. Lagðar verða
fram tillögur að fjárhags-
og starfsáætlunum, auk þess
sem ályktað verður um hin
ýmsu hagsmunamál lands-
hlutans. Fyrir hádegishlé
flytur Vífill Karlsson, hag-
fræðingur SSV, erindi um
fasteignamarkaðinn á lands-
byggðinni. Gestir þingsins
verða Jón Gunnarsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, Haraldur Bene-
diktsson, fyrsti þingmaður
NV-kjördæmis og Halldór
Halldórsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfé-
laga. Munu þeir flytja ávörp
á þinginu. Að þeim loknum
verða pallborðsumræður um
húsnæðismál. Þátttakendur
í pallborði eru Sigrún Ásta
Magnúsdóttir, ráðgjafi Íbú-
ðalánasjóðs, Vífill Karlsson,
Óli Jón Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri og Rakel Ósk-
arsdóttir, formaður SSV.
-kgk
Kolefnisspor
okkar stórt
LANDIÐ: Neysludrifið
kolefnisspor íslenskra heim-
ila er áþekkt því sem ger-
ist meðal þjóða Evrópu-
sambandsins þrátt fyrir sér-
stöðu Íslands í orkumálum.
„Um 71% útblásturs heim-
ila kemur til vegna innfluttra
vara og er útblástursbyrð-
in að mestu í þróunarríkj-
um. Þetta sýna niðurstöður
nýrrar rannsóknar sem Jukka
Heinonen, prófessor við um-
hverfis- og byggingarverk-
fræðideild Háskóla Íslands
og samstarfsfólk hafa unnið
en þetta er í fyrsta sinn sem
neysludrifið kolefnisspor Ís-
lands er kannað.
-mm
Um þessar mundir er unnið að því að
útbúa aðstöðu til matvælaframleiðslu
í eldhúsi í Tjarnarlundi í Saurbæ í
Dölum. Þar verður vottað eldhús
sem smáframleiðendur geta nýtt sér.
Er það sveitarfélagið Dalabyggð sem
stendur að baki verkefninu. „Dalirnir
eru þekktir sem matvælaframleiðslu-
hérað. Við eigum rosalega flotta frum-
kvöðla í matarhandverki og smáfram-
leiðslu á svæðinu. Þá er ótalin sér-
ostagerð Mjólkursamsölunnar í Búð-
ardal, sem er líka hluti af okkar mat-
arbúri, þó sú framleiðsla snerti þetta
verkefni kannski ekki með beinum
hætti,“ segir Bjarnheiður Jóhanns-
dóttir, ferðamálafulltrúi Dalabyggð-
ar, í samtali við Skessuhorn. Því má
við það bæta að mikið frumkvöðla-
starf í matvælavinnslu hefur einnig
verið unnið að Erpsstöðum í Dölum
á liðnum áratug. Bjarnheiður er ein
þeirra sem koma að verkefninu. Verk-
efnið hefur verið auglýst sem Matar-
búrið Dalabyggð og stærsti þáttur
þess er að koma á fót matarsmiðju í
Tjarnarlundi. „Verkefnið snýst fyrst
og fremst um að skapa vettvang fyrir
fólk til að útbúa matvæli í vottaðri að-
stöðu,“ segir hún.
Gluggi inn í verslanir
Að útbúa vottaða aðstöðu til matvæla-
framleiðslu segir Bjarnheiður vera al-
gjört lykilatriði. „Hingað til hafa
bændur og aðrir heimaframleiðend-
ur nær eingöngu getað selt vörur sín-
ar á bænda- og sveitamörkuðum. Um
leið og hægt er að framleiða í vottaðri
aðstöðu geta framleiðendur farið að
selja afurðirnar í sælkeraverslanir og
veitingahús. Þá opnast allt annar og
stærri markaður, gluggi inn í verslan-
ir og veitingahús með auknum tæki-
færum fyrir framleiðendurna,“ segir
Bjarnheiður.
Um þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á aðstöðuna. „Það
þurfti sáralítið að breyta húsnæðinu
til að það gangi sem vottað eldhús.
Vonandi verður þetta tilbúið innan
tíðar fyrir Dalamenn að gera tilraun-
ir og skapa spennandi afurðir,“ seg-
ir hún og bætir því við að henni þyki
ánægjulegt að Tjarnarlundur hafi
fengið nýtt hlutverk. „Það er gott
fyrir sveitarfélagið að geta nýtt hús-
næði sem það á fyrir til svona verk-
efnis. Tjarnarlundur er eitt af fjórum
félagsheimilum í Dalabyggð. Þau eru
ekki í mikilli notkun og gaman að
geta fundið allavega einu þeirra meiri
tilgang,“ segir hún.
Vill sjá vörur komast á
markað
Aðspurð segir hún ekkert hafa ver-
ið ákveðið varðandi verkefnið þegar
fram í sækir. „Það hefur ekkert ver-
ið ákveðið um framhaldið í sjálfu sér,
nema að við munum reyna að stofna
til fræðslu um matvælaframleiðslu
fyrir áhugasama. Fyrst og fremst
snýst verkefnið um að útbúa aðstöð-
una, síðan er það undir Dalamönnum
komið að nýta sér hana til að útbúa
vörur og framleiða mat,“ segir Bjarn-
heiður. Hún vonast til að svo verði og
nýjar vörutegundir muni líta dags-
ins ljós í Tjarnarlundi á næstu miss-
erum. „Það væri ofboðslega gaman
ef til yrðu tvær til þrjár flottar vörur
sem komast á markað, það væri frá-
bært. Ég hef séð mjög áhugavert
matarhandverk hér í Dölum, sem
verið er að útbúa í heimahúsum og
hefur verið selt beint til neytenda.
Mér þætti gaman að sjá einhverjar af
þeim vörum verða lyft á hærri stall og
gerðar að vöru sem er gjaldgengar
eru á alla markaði,“ segir Bjarnheiður
að endingu. kgk
Dalamenn útbúa matarsmiðju í Tjarnarlundi
Fólk geti útbúið matvæli í vottaðri aðstöðu
Tjarnarlundur í Saurbæ í Dölum. Ljósm. sm.
BÚIÐ AÐ REDDA MATNU
M
FYRIR NÆSTU VIKU
1 2 3
GSM: 865-2580
SMIÐJUVÖLLUM 17
300 AKRANES
SÍMI: 431-2580
Matarskammtar allt frá einum til sex einstaklinga.
Hvernig sem matarlistinn eða matarlystin er, Sansa reddar hvoru
tveggja, og meira til. - Þú veist, við sönsum og þú eldar.
Akranes, Borgarnes og nærsveitungar.
Kíktu inná SANSA.IS
Hágæða hráefni úr vottuðu eldhúsi.
Félagar í björgunarsveitinni Lífs-
björgu í Snæfellsbæ notuðu veður-
blíðuna um helgina til að halda æf-
ingu með fluglínu. Var til þess not-
Fluglínuæfing Lífsbjargar
í Snæfellsbæ
Björgunarsveitarmaður kemur um borð í bátinn til þess að aðstoða skipverja.
Landmenn gera sig klára. Skipsverji hífður í land.
aður báturinn Sæljós sem dreginn
var fyrr á þessu ári upp í fjöruborðið
skammt frá Rifshöfn.
Hafþór Svansson starfandi for-
maður Lífsbjargar sagði í samtali við
Skessuhorn að það hefði verið kom-
inn tími á að æfa björgun með flug-
línu og rifja upp hvernig staðið væri
að slíkri æfingu. Aldrei sé hægt að
vita fyrirfram hvenær fluglínu þurfi
næst að nota við björgun. Sagði Haf-
þór að margt mætti læra af æfingu
sem þessari. „En þetta gekk eins og
í sögu,“ sagði hann. af