Skessuhorn - 04.10.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 13
Rau
ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 155.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 60m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Sunnudaginn 1. október voru 25
ár liðin frá því að Félag eldri borg-
ara í Grundarfirði var stofnað. Var
þessara tímamóta minnst á aðal-
fundi félagsins sem haldinn var
á afmælisdaginn í Samkomuhúsi
Grundarfjarðar. Aðalhvatamaður-
inn og fyrsti formaður félagsins var
Guðmundur Runólfsson og með
honum í stjórn voru Ólafur Gísla-
son gjaldkeri og Vigdís Gunnars-
dóttir ritari. Meðstjórnendur voru
Páll Torfason og Kristín Friðfinns-
dóttir og endurskoðandi Elís Guð-
jónsson.
Frá stofnun hefur félagið látið
muna um sig í félagsstarfi eldri
borgara í Grundarfirði sem og
látið sig varða hagsmuni þeirra.
Ýmsar skemmtanir og uppákomur
hafa verið fastir liðir í starfi
félagsins þessi 25 ár. Má þar
nefna þorrablót, spilakvöld og
ýmis ferðalög lengri og skemmri.
Þá hefur verið starfandi kór eldri
borgara svo eitthvað sé nefnt.
Allir þeir sem orðnir eru 60 ára
geta gerst félagar og var lögð
áhersla á það á aðalfundinum að
hvetja þyrfti til aukinnar þátttöku
þeirra sem orðnir eru gjaldgengir í
félagið til þess að styrkja starfið.
Meðal verkefna félagsins er
að annast um svokallað Nesball
á þriggja ára fresti en það er
sameiginlegur fagnaður félaga
eldri borgara á Snæfellsnesi en
Nesballið verður einmitt haldið
í Samkomuhúsinu Grundarfirði
laugardaginn 7. október nk. Á
Nesballi er boðið upp á glæsilegan
kvöldverð og síðan endað á
dansleik.
Á aðalfundinum félagsins urðu
nokkrar breytingar á stjórn og
varastjórn og er ný stjórn þannig
skipuð. Formaður er Gunnar
Kristjánsson, ritari Steinunn
Hansdóttir og gjaldkeri Kristján
Guðmundsson. Meðstjórnendur
eru Ragnheiður Sigurðardóttir,
Sverrir Karlsson og Fríða
Tómasdóttir.
gk
Út er komin áfangaskýrsla um
heilsueflingu í Borgarbyggð en
gengið var frá samningi við emb-
ætti landlæknis síðastliðið vor um
þátttöku Borgarbyggðar í verk-
efninu Heilsueflandi samfélag.
Verkefninu er skipt upp í fjóra
áhersluþætti, þ.e. næringu og mat-
aræði, hreyfingu og útivist, líðan og
geðrækt og lífsgæði. Að mati þátt-
takenda á íbúaþinginu í vor liggja
tækifærin og lausnirnar í sveitarfé-
laginu í að efla heilsu íbúa með því
að leggja göngu- og hjólastíga víða
í sveitarfélaginu, að setja niður úti-
hreystibrautir, bjóða hollari nær-
ingu sem víðast og að eiga jákvæðar
fyrirmyndir sem hvetja íbúa áfram.
„Íbúar gætu sett sér hreyfingaráætl-
un, nýta morgunleikfimi og snyrta
til í kringum sig. Einnig geta þeir
breytt viðhorfi með jákvæðu tali
og verið hvetjandi. Þeir geta geng-
ið í vinnuna og sópað í kringum
heimilin sín,“ segir meðal annars í
áfangaskýrslu starfshóps sem skip-
aður var í vor til að vinna að fram-
gangi verkefnisins.
Heilsueflandi samfélag setur
heilsu og heilsueflingu í forgrunn
í allri stefnumótun og þjónustu og
býr þar með til aðgengi og umgjörð
sem gerir öllum íbúum kleift að taka
heilsusamlegar ákvarðanir. Horft
er til allra þátta heilsu, þ.e. líkam-
legrar, andlegrar og félagslegrar
heilsu og vellíðunar. Unnið verður
að þeim þáttum sem fram komu á
þinginu í vor á næstu þremur árum
og tillit tekið til þeirra við gerð fjár-
hagsáætlunar Borgarbyggðar.
mm
Næstu skref til heilsu-
eflingar í Borgarbyggð
Félag eldri borgara í
Grundarfirði er 25 ára
Ný stjórn í Félagi eldri borgara í Grundarfirði.
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
1261. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. október
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir
til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að
hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn •
7. október kl. 10.30.
Björt framtíð að Smáraflöt 1, sunnudaginn 8. október •
kl. 20.00.
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, •
laugardaginn 7. október kl. 11.00.
Frjálsir með Framsókn í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, •
mánudaginn 9. október kl. 20.00.
Bæjarstjórnarfundur
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is