Skessuhorn - 04.10.2017, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201716
„Þetta byrjaði rétt fyrir jólin
2015. Þá var ég að lesa í bók eitt
kvöldið og fann einhvern hnút í
öðru brjóstinu. Ég hringdi fljót-
lega, pantaði tíma á Leitarstöð-
inni, og fékk eftir áramótin.
Hnútar sem eru eymslalausir
eru gjarnan þeir verstu, lúmskur
fjandi. Þannig reyndist það vera
í mínu tilfelli. Nú, þetta sem var
eins og lítið bláber fyrir jólin
var orðið að jarðarberi að stærð
í lok janúar. Þá er þetta greint
sem þriðja stigs illkynja krabba-
meinsæxli og var auk þess búið
að dreifa sér með blóðrásinni í
flesta eitla hægra megin í hol-
höndinni og handlegg. Lækn-
arnir sögðu mér að ef ég hefði
ekki verið svona „heppin“ að ná
að greina þetta sjálf á byrjunar-
stigi, hefði ég líklega ekki lif-
að af árið.“ Þannig lýsir Anna
Dröfn Sigurjónsdóttir því þegar
hún fyrir tæpum tveimur árum
var greind með krabbamein,
ung þriggja barna móðir sem
stóð fyrir rekstri á búi og stóru
fyrirtæki í ferðaþjónustu. Anna
Dröfn fékk síðastliðinn föstu-
dag bleika slaufu hengda í boð-
unginn frá Krabbameinsfélagi
Borgarfjarðar sem virðingarvott
og þakklæti fyrir baráttuvilja og
þrek í gegnum erfið veikindi.
Blaðamaður fékk að setjast nið-
ur með Önnu Dröfn í síðustu
viku og heyra sögu ungrar og
atorkusamrar konu sem á einu
augabragði var kippt út úr öllu
sem kalla mætti daglegt líf. Við
fáum að heyra frásögn af barátt-
unni við þennan illvíga sjúkdóm
og þátt fjölskyldu og vina með-
an á meðferð og bata stóð. Í dag
segir Anna Dröfn að hlutir sem
áður höfðu þýðingu skipti jafn-
vel engu máli í dag, en önnur
gildi hafi öðlast nýja merkingu.
Margir sem gengið hafi í gegn-
um lífshættulega sjúkdóma fari
í gegnum endurmat þeirra gilda
í lífinu sem raunverulega skipta
máli.
„Ég er svona
1 -2 - 3 pakki“
Brjóstakrabbamein er algeng gerð
krabbameins, þótt það geti hag-
að sér á misjafna vegu. „Því vita
læknarnir yfirleitt hvernig eigi að
bregðast við og ungar konur eins
og ég eru teknar strax inn til með-
ferðar. Viku eftir að búið er að
greina mig var ég komin á lyfja-
gjöf. Fæ einfaldlega sterkustu
meðferð sem beitt er við sjúkdómi
sem þessum. Hrikaleg lyf sem hafa
það hlutverk að drepa allar frumur
sem skipta sér í líkamanum. Þeg-
ar ég var svo búin með hálfa þessa
meðferð kom í ljós að hún var ekki
að virka, frumurnar í æxlinu voru
enn sprelllifandi! Það þótti mjög
óvenjulegt að eftir svona sterka
lyfjameðferð höfðu þær ekki lát-
ið undan. Fyrir tilstuðlan míns
krabbameinslæknis var ég þá skor-
in upp og æxlið sent til rannsókn-
ar í Svíþjóð. Í ljós kom að þetta or-
sakaði að æxlisfrumurnar voru ekki
eins að innan og utan, verulega
lúmskur fjandi. Móttakarar fyrir
litarefni sem greina á tegund æxlis
voru allir inni í frumunni en ekki
utaná. Því greindist ekki rétt teg-
und æxlis fyrr en frumurnar voru
rannsakaðar í Svíþjóð. Í júlí 2016
eftir fimm mánaða sterka meðferð
er ég því sett á 52 vikna krabba-
meinsmeðferð samhliða geisla-
meðferð, eftir að ég var upphaflega
greind með allt annars konar æxli.
Ég gengst því undir lyfjameðferð
með líftæknilyfi sem hjálpar lík-
amanum að blokka allar aðferðir til
að mynda æxli. Mun vægari með-
ferð en áður. Þeirri meðferð lauk
ég svo í júlí í sumar, hálfu öðru ári
eftir að þetta greindist fyrst. Ég
viðurkenni alveg að þetta er bú-
inn að vera svakalegur pakki. Ég
kalla mína meðferð svona í gríni:
„1 - 2 - 3.“ Á þessu hálfa öðru ári
fór ég nefnilega í eina aðgerð, 22
lyfjameðferðir og 33 geislameð-
ferðir. Meðal annars voru flest-
ir eitlar teknir hægra megin úr
holhöndinni og handlegg en þeir
eru jafnframt öryggiskerfið fyr-
ir höndina. Nú er það þannig að
ef ég reyni of mikið á höndina þá
getur hún bólgnað upp og tvöfald-
ast að stærð. Ég þarf því að vera
mjög meðvituð um að hlífa henni
og láta t.d. hjálpa mér að bera inn-
kaupapokana og almennt að forð-
ast að reyna of mikið á hana. Fyrir
ágætlega framtakssama mannesku
eins og mig getur fólk örugglega
ímyndað sér að erfitt er að hafa
hægri höndina svona vanbúna og
það tekur tíma að venjast því. Oft-
ast er ég bara búin að gera það sem
mig vantaði að gera áður en ég
hugsa um að biðja um aðstoð.“
Heilsusamlegt líferni
og tveggja ára bið
Anna Dröfn segir að nú sé hún á
þeim stað í lífinu að meðferðun-
um við krabbameininu er lokið og
nú tekur við tveggja ára tími sem
einkennast mun af bata og bið. „Á
þessum tveimur árum getur komið
í ljós að æxlið sé einfaldlega horf-
ið og áhrifa þess muni ekki gæta
meir. En það getur á þessum tíma
mögulega farið að dreifa sér að
nýju. Auðvitað er maður jákvæður
en eftir þessi tvö ár verð ég þann-
ig séð í sama áhættuflokki og ann-
að fólk varðandi hættuna á að fá
krabbamein. Maður verður í sjálfu
sér aldrei neitt öruggur og nægir
að benda á að samkvæmt tölfræð-
inni getur þriðji hver Íslendingur
átt von á að veikjast af krabbameini
einhvern tímann á lífsleiðinni.
Þetta er náttúrlega hátt hlutfall, en
tölurnar tala sínu máli. Ég mun því
einbeita mér að því að fara vel með
mig og lifa hollu og heilsusamlegu
lífi. Ég reyki ekki og neyti áfeng-
is í hófi. Reyni að fara vel með
frumurnar mínar. Ég lít þannig á
að ég sé búin að fara í gegnum allt
þetta ömurlega varðandi krabba-
meinið og nú getur það góða tekið
við. Með hjálp vina, fjölskyldu og
ómetanlegs baklands mun ég ein-
beita mér að því dásamlega í líf-
inu og því sem það hefur upp á að
bjóða.“
Þakklát
Krabbameinsfélaginu
Auk baklandsins sem Anna Dröfn
nefnir segir hún það ómetanlegt
fyrir fólk sem veikist af krabba-
meini að geta sótt til Ráðgjafa-
miðstöðvar Krabbameinsfélags-
ins og kveðst þakklát fyrir að fé-
lagið muni njóta þess sem safnast
fyrir sölu á bleiku slaufunni nú í
október. „Það er ekkert sjálfgefið
að geta hringt eða komið og feng-
ið aðstoð, allskonar hjálp, hjá góðu
fagfólki, sér að endurgjaldslausu.
Til dæmis ráðgjöf um réttindi sem
sjúklingar eiga samkvæmt kerfinu
að geta gengið að. Félagsráðgjafi
er einnig á staðnum og allskonar
námskeið í boði. Lífið náttúrlega
heldur áfram hjá þeim sem veikj-
ast og að takast á við sjúkdóminn
er eitt og sér meira en nóg fyrir
hvern sem er, án þess að auki að
þurfa að kljást við erfiða óvissu um
ýmsa praktíska hluti.“
Börnum er slíkt
alltaf erfitt
Anna Dröfn var 33 ára þegar hún
greindist, móðir tveggja ára stúlku
og átta og tíu ára gamalla drengja.
Hún er í hjónabandi með Hjör-
leifi Stefánssyni og saman búa þau
í húsi sínu að Kvíaholti skammt frá
Langá á Mýrum. Þau reka ferða-
þjónustu í Ensku húsunum og
rækta sauðfé en afurðir þess selja
þau á eigin veitingastað.
Aðspurð segir hún að þetta hafi
vissulega verið áfall fyrir alla fjöl-
skylduna þegar ungri móður var
kippt svona fyrirvaralaust út af
heimilinu. „Ég þurfti oft að fara
í einangrun á þessum tíma meðan
á lyfjameðferðinni stóð og geisla-
meðferðin að auki drap hreinlega
öll hvítu blóðkornin og mátti ég
því ekki um tíma umgangast börn-
in mín. Dóttir mín var svo lítil
að hún gerði sér ekki grein fyrir
hvað gekk á eða hversu alvarlegt
„Eiginlega var maður við það að
týnast inni í kjarna vanlíðunar“
Rætt við Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur sem gengið hefur í gegnum
erfiða krabbameinsmeðferð á tæpum tveimur árum
Anna Dröfn Sigurjónsdóttir. Ljósm. mm.
Hér er Anna Dröfn á fyrsta degi í lyfjagjöfinni. Með henni er Hjördís hjúkrunar-
fræðingur sem fylgdi henni eftir alla þá 18 mánuði sem lyfjagjöfin stóð yfir.
Svarthvít selfie tekin á degi 28 í lyfjagjöf. „Ég kalla þessa mynd fimmtudagsbug-
un. Þarna var ég búin að fara í lyfjagjöf 2 af 6, sterameðferð og frumudrepandi í
fullri virkni.