Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Side 24

Skessuhorn - 04.10.2017, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201724 Gamalt smíðaverkstæði í hjarta Ólafsvíkur gengur í gegnum end- urnýjun lífdaga um þessar mundir. Húsið, sem stendur við Ennisbraut 1, hefur í gegnum tíðina gegnt ólíku hlutverki. Þar hefur meðal annars verið símstöð, félagsmið- stöð, kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins og Sparisjóður, en nú á að breyta því í íbúðahús. Jóhann Már Þórisson og Þórir Jónsson fað- ir hans, sem reka Sheepa ehf smíða- fyrirtæki, eiga húsið ásamt Ásgeiri Björnssyni, fyrrum grásleppukarli, og vinna sjálfir að framkvæmdun- um. „Húsið var bara ein hæð en við erum búnir að byggja ofan á það. Á neðri hæð verða tvær tveggja her- bergja íbúðir og á efri hæð verð- ur ein þriggja herberga íbúð með stórum svölum,“ segir Ásgeir þegar blaðamaður tók þá félaga tali í lið- inni viku. „Við byrjuðum á verkinu í mars á þessu ári og stefnum við á að klára um næstu páska. Þetta er nú algjör aukavinna hjá okkur svo við verðum bara að sjá hvort það gangi eftir,“ bætir Jóhann við. Aðspurðir hvað þeir hafi í huga að gera við íbúðirnar þegar verkinu er lokið segja þeir það alveg óákveðið. „Okkur langaði bara að gera þetta fína hús upp og ég vissi að upphafle- ga var það teiknað á tveimur hæðum og að það væri því auðvelt að fá að byggja ofan á það. Mig hefur líka alltaf langað til að gera svona þak og þetta var tilvalið hús í það, svo ég stóðst bara ekki mátið að kaupa þetta hús,“ segir Jóhann og hlær. „Ætli við leigjum þetta ekki út eða seljum. Það er alveg óákveðið. En íbúðirnar eru teiknaðar með það í huga að þar geti fólk hugsað sér að búa í lengri tíma en það er samt ekkert útilokað að þær verði líka leigðar út í styttri tíma. Fyrst ætlum við að ljúka verkinu og sjá hver eft- irspurnin verður og svo tökum við ákvörðun,“ segir Jóhann að lokum. arg Breyta gömlu smíða- verkstæði í íbúðahús Jóhann Már Þórisson og Ásgeir Björnsson vinna að endurbótum að húsi við Ennisbraut 1 í Ólafsvík. Á myndina vantar Þóri Jónsson húsasmíðameistara. Húsið var áður á einni hæð en nú hefur verið byggt ofan á það. Ljósm. af. „Mig hafði dreymt um þetta lengi,“ segir Justyna Ondycz um veitinga- staðinn Matarlist sem hún opn- aði ásamt Mikolaj Ondycz, eigin- manni sínum, í Ólafsvík í vor. Þau hjónin fluttu með börnin sín til Ís- lands fyrir áratug og segja land- ið hafa heillað þau til sín. „Ég var búinn að fara víða um heiminn að vinna sem kokkur, á meðan Justyna var heima í Póllandi með börnin okkar, en í Póllandi er ekki auð- velt fyrir báða foreldra að vinna úti því maður getur ekki skilið börn- in mikið eftir ein,“ segir Mikolaj. „Ég gerði ekki endilega ráð fyrir að stoppa lengi á Íslandi en þegar ég var kominn hingað og kynntist landinu og fólkinu þá var ég heill- aður. Ég hafði samband við Justyna og sagði henni að pakka niður og koma með börnin,“ segir Mikoa- laj. Upplifa öryggi og frelsi „Okkur þykir mjög gott að vera á Íslandi og aðstæðurnar til að ala upp börn svo mikið betri en í Pól- landi. Hér getum við bæði verið í vinnu og það er ekkert mál þótt börnin þurfi kannski stundum að vera ein heima í smá stund, t.d. eft- ir skóla. Hér finnum við mikið ör- yggi og frelsi,“ segir Mikolaj. Að- spurð hvað þeim þykir um veður- farið og kuldann á Íslandi segja þau að þeim þyki það ekki slæmt. „Ís- land er bara svo frábært land og hér er svo gott að vera. Veðrið trufl- ar okkur ekkert, okkur finnst það bara skemmtilegt,“ segir Justyna. „Áður en við komum til Íslands vann ég í Kýpur í nokkurn tíma, en þangað kom Justyna með mér og börnin voru hjá ömmu sinni í Pól- landi. Þar var heitt, hvítar strend- ur og pálmatré um allt og það var frábært, í svona tvær vikur,“ segir Mikolaj og hlær. „Ég fékk fljótt leið á því veðurfari og umhverfi. Hér fæ ég aldrei leið. Ísland er þannig land að veðrið breytist mjög ört og þú getur farið nánast hvert sem er og smellt af mynd sem gæti þess vegna verið póstkort, svo fallegt er land- ið. Við sjáum ekki fyrir okkur að geta fengið leið á Íslandi,“ bætir Mikolaj við. Unnið víða á Snæfellsnesi Mikolaj og Justyna hafa mikið unn- ið saman en hann er kokkur og hún er þjónn. Upphaflega þegar þau komu til Íslands var það til að vinna á Arnastapa en síðan þá hafa þau unnið víða á Snæfellsnesinu. „Við erum búin að vinna á Hótel Stykk- ishólmi, Hótel Ólafsvík, Hellnum og svo núna Hótel Búðum, þar sem við höfum verið lengst. Við unnum bæði á Hótel Búðum þar til núna nýlega þegar ég hætti þar sem yfir- þjónn til að sinna Matarlist betur,“ segir Justyna. Mikolaj vinnur enn á Hótel Búðum, þar sem hann er yfirkokkur. „Eins og ég hef sagt er Matarlist minn draumur svo ég hef að mestu séð um þennan stað en Mikolaj gerir allan matseðilinn og kennir svo kokkunum okkar hvern- ig á að matreiða það sem við bjóð- um uppá,“ bætir Justyna við. Áhersla á ferska matvöru úr héraði Á Matarlist er lögð mikil áhersla á íslenskan og ferskan mat úr héraði. „Við reynum eins og við getum að vera með mat úr héraði en það er samt eitthvað smá sem við þurfum að sækja lengra,“ segir Justyna. „Á matseðli erum við með eitthvað fyrir alla og leggjum mikla áherslu á ferskan íslenskan mat. Við ger- um allt sem við getum frá grunni hér á staðnum og erum með frosna matvöru í algjöru lágmarki. Það er bara ef varan fæst ekki fersk sem við kaupum hana frosna,“ bæt- ir Mikolaj við. Veitingastaðurinn hefur fengið mjög góðar móttökur bæði hjá ferðamönnum og heima- mönnum. „Við erum mjög þakk- lát fyrir hversu vel fólk hefur tek- ið á móti okkur og verið duglegt að koma. Í sumar var alltaf alveg nóg að gera og bæði heimamenn og ferðamenn sem komu við, þó skiljanlega var meira um ferða- menn. Við erum líka mjög stolt af því að á vefsíðunni Tripadvisor erum við í fyrsta sæti yfir veitinga- staði á þessu svæði,“ segir Justyna og brosir. Næstu skref ekki ákveðin Aðspurð um hvernig staðurinn Matarlist verði í vetur segja þau það ekki alveg ákveðið. „Núna þegar tímabil ferðamanna er að líða undir lok er erfitt að sjá hversu vel reksturinn getur geng- ið utan ferðamannatímans í svona litlu bæjarfélagi. Við erum opin fyrir flestu og erum bara að skoða hver er besti kosturinn fyrir okkur og veitingastaðinn,“ segir Mikolaj. „Stærsti hluti okkar viðskiptavina í sumar voru ferðamenn því skilj- anlega fara heimamenn ekki jafn mikið út að borða. En við gerðum alveg ráð fyrir þessu í upphafi, að kannski væri ekki gerlegt að halda svona stað opnum yfir veturinn á svona fámennum stað. Núna er bara framundan að skoða stöðuna og meta hana og það getur vel far- ið svo að þetta gangi allt upp en svo gæti vel verið að við tökum bara allt aðra stefnu,“ segir Justyna að endingu um leið og hún býður blaðmanni upp á bragðgott salat og nýbakað brauð með smjöri sem bakað var á staðnum. arg Opnuðu Matarlist í Ólafsvík í vor Veitingastaðurinn Matarlist í Ólafsvík leggur mikið upp úr því að bjóða upp á mat úr héraði. Hjónin Justyna Ondycz og Mikolaj Ondycz opnuðu í vor veitingastaðinn Matarlist í Ólafsvík. Á milli þeirra á myndinni er Weronika Ondycz, dóttir þeirra.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.