Skessuhorn - 23.05.2018, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 20188
Helmingur
andvígur
vegtollum
LANDIÐ: Töluverð and-
astaða er gegn innheimtu
veggjalda til að standa
straum af rekstri þjóðvega
á Íslandi, samkvæmt nýrri
könnun MMR. Alls kváð-
ust 50% svarenda andvíg-
ir innheimtu slíkra gjalda
en 31,4% hlynntir. Samtals
svöruðu 910 manns könn-
uninni. Stuðningur við inn-
heimtu af þessu tagi hefur
aukist lítillega á milli ára,
eða um sex prósentustig frá
því í könnun MMR frá því
á síðasta ári. Hlutfall and-
vígra hefur að sama skapi
lækkað um sex prósentu-
stig. Lítill munur var á af-
stöðu til vegtolla eftir kyni
og búsetu svarenda.
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 12. - 18. maí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 22 bátar.
Heildarlöndun: 48.090 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF:
10.282 kg í tveimur róðr-
um.
Arnarstapi: 23 bátar.
Heildarlöndun: 119.330 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
66.178 kg í fimm löndunum.
Grundarfjörður: 29 bátar.
Heildarlöndun: 325.475 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
66.047 í einni löndun.
Ólafsvík: 50 bátar.
Heildarlöndun: 551.437 kg.
Mestur afli: Guðmundur
Jensson SH: 80.858 í þrem-
ur róðrum.
Rif: 32 bátar.
Heildarlöndun: 774.391 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
134.750 kg í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur: 8 bátar.
Heildarlöndun: 49.156 kg.
Mestur afli: Gullhólmi SH:
39.507 kg í tveimur löndun-
um.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Tjaldur SH - RIF:
75.270 kg. 12. maí.
2. Hringur SH - GRU:
66.047 kg. 15. maí.
3. Tjaldur SH - RIF:
59.480 kg. 17. maí.
4. Rifsnes SH - RIF:
52.451 kg. 17. maí.
5. Grundfirðingur SH -
GRU: 52.207 kg. 12. maí.
-kgk
Gunnlaugur A Júlíusson sveitar-
stjóri Borgarbyggðar vill koma á
framfæri athugasemdum vegna
efnisatriði sem komu fram í viðtali
við hjónin Trausta og Ásu í Lækjar-
koti, sem birtist í síðasta tölublaði
Skessuhorns. Í viðtalinu fara þau ít-
arlega yfir viðhorf sín varðandi fyr-
irhugaðar skipulagsbreytingar sem
varða hugsanlegt skotæfingasvæði
í Hamarslandi ofan við Borgarnes.
Í viðtalinu kemur m.a. fram hörð
gagnrýni þeirra hjóna á stjórnsýslu
Borgarbyggðar. Af þeim sökum
vill Gunnlaugur sveitarstjóri koma
nokkrum ábendingum á framfæri
sem varðar gagnrýni á stjórnsýslu
Borgarbyggðar og eru þær raktar
hér að neðan.
Fundur sannanlega
auglýstur
„Í fyrsta lagi er því haldið fram í
viðtalinu að kynningarfundur um
lýsingu á fyrirhuguðum breyting-
um á aðalskipulagi í landi Ham-
ars, sem halda átti mánudaginn 30.
apríl síðastliðinn hafi einungis ver-
ið auglýstur föstudaginn 27. apríl,
eða þremur dögum áður en hann
fór fram. Hið rétta er að fundurinn
var auglýstur í Íbúanum og Skessu-
horni 18. apríl og í Morgunblaðinu
20. apríl auk þess sem sagt var frá
honum á vef Borgarbyggðar 27.
apríl,“ segir Gunnlaugur. „Þetta var
ég búinn að segja Trausta í tölvu-
pósti. Það er því ekki rétt með far-
ið að fyrrgreindur fundur hafi ein-
ungis verið auglýstur föstudaginn
27. apríl á vef Borgarbyggðar eða
þremur dögum áður en hann var
haldinn.“
Málsmeðferð skýr
samkvæmt lögum
Þá gagnrýnir Gunnlaugur val blaðs-
ins á fyrirsögn að viðtalinu, en hún
hljóðar svo: „Okkur líður eins og
ætlunin sé að þvinga þetta í gegn
fyrir kosningar.“ „Í þessu sambandi
er rétt að benda á ákvæði skipu-
lagslaga nr. 123/2010 þar sem m.a.
kveðið er á um tímafresti við aug-
lýsingu á breytingu á aðalskipulagi
sem lesa má um í 31. og 32. grein
laganna. Hægt er að draga tímalín-
una í þessu sambandi saman á eftir-
farandi hátt:
1) Í auglýsingu á breytingu á að-
alskipulagi skal eigi gefa skemmri
frest en sex vikur til að gera athuga-
semdir við auglýsta breytingu á að-
alskipulagi.
2) Sveitarstjórn fjallar um tillöguna
á nýjan leik að athugasemdarfresti
loknum svo og innkomnar athuga-
semdir.
3) Innkomnum athugasemdum skal
svarað með rökstuðningi.
4) Sveitarstjórn skal senda Skipu-
lagsstofnun tillöguna ásamt inn-
komnum athugasemdum og rök-
studdum viðbrögðum sveitarstjórn-
ar innan tólf vikna frá því frestur til
að gera athugasemdir rann út.
5) Skipulagsstofnun skal innan fjög-
urra vikna frá því tillaga að breyt-
ingu að aðalskipulagi barst henni
staðfesta skipulagstillöguna ef ekki
eru gerðar athugasemdir við hana.
6) Telji Skipulagsstofnun að synja
beri tillögunni skal stofnunin senda
ráðherra erindi þess efnis innan
fjögurra vikna frá því henni barst
tillaga að aðalskipulagi.
7) Ráðherra skal taka ákvörðun
innan þriggja mánaða eftir að til-
laga Skipulagsstofnunar barst ráðu-
neytinu.“
8) Á það skal bent að umrædd
skipulagsbreyting hefur ekki enn
verið auglýst.
Gildishlaðin og röng
fyrirsögn
Eins og fram hefur komið í frétt-
um Skessuhorns samþykkti sveit-
arstjórn Borgarbyggðar á fundi
sínum þann 14. maí síðastlið-
inn að auglýsa fyrrgreinda tillögu
um breytingu á aðalskipulagi sem
varðar skotæfingasvæðið. „Fyrr-
greint viðtal birtist í Skessuhorni
miðvikudaginn 16. maí. Kosið
verður til sveitarstjórna á Íslandi
tíu dögum eftir að það birtist, eða
26. maí. Það segir sig sjálft hversu
fráleit sú fullyrðing eða tilfinning
er að þvinga eigi niðurstöðu í fyrr-
greindu máli í gegn á þeim 12 dög-
um sem voru fram til kosninga frá
samþykkt sveitarstjórnar frá 14.
maí. Samkvæmt framangreindu yf-
irliti um tímasetningar skipulags-
laga, getur tekið allt að sex mánuði
að vinna þennan feril. Reyndin t.d.
varðandi skipulagsbreytingar varð-
andi Borgarbraut 57-59 í Borgar-
nesi var að þessi ferill, sem er lýst
hér að framan, tók hátt í sex mán-
uði. Því vekur það nokkra eftirtekt
hvernig aðalfyrirsögn viðtalsins er
valin,“ segir Gunnlaugur.
Fyrst nú í auglýsingu
Gunnlaugur segir að í viðtalinu
sé því haldið fram og gagnrýnt
að sveitarstjórn hafi aldrei svarað
innsendum athugasemdum vegna
þessa máls. „Við vinnu að breyt-
ingum á skipulagi sveitarfélags er
unnið eftir ákvæðum skipulags-
laga í einu og öllu eins og gefur
að skilja. Ef það er ekki gert fær
sveitarstjórn verkefnið allt í fang-
ið aftur. Fyrirhuguð breyting á
aðalskipulagi á Hamarslandi hef-
ur aldrei komist svo langt fyrr en
nú að ákveðið sé að auglýsa form-
lega fyrirhugaða breytingu á aðal-
skipulagi vegna skotæfingasvæðis-
ins. Sveitarstjórn er ekki skylt skv.
skipulagslögum að svara form-
lega ábendingum sem berast þeg-
ar lýsing á breytingunni er kynnt.
Ábendingar um þessi ákvæði
skipulagslaga hafa verið sendar til
Trausta í Lækjarkoti með tölvu-
póstum. Það er ekki fyrr en fyr-
irhuguð breyting á aðalskipulagi
hefur verið formlega auglýst af
sveitarstjórn með samþykki Skipu-
lagsstofnunar að skylt er að svara
formlega þeim athugasemdum
sem kunna að berast í kjölfar aug-
lýsingarinnar. Sá hluti þessa ferils
er nú að hefjast í fyrsta sinn í þessu
máli í kjölfar samþykktar sveitar-
stjórnar Borgarbyggðar þann 14.
maí sl. eins og áður segir. Því er
ekki rétt með farið að sveitarstjór-
nin hafi brugðist skyldum sínum
hvað það varðar að svara innsend-
um athugasemdum vegna skotæf-
ingasvæðisins. Það verður gert
þegar frestur til að skila athuga-
semdum vegna auglýsingar um
fyrirhugaða breytingu er liðinn ef
athugasemdir berast. Eins og kem-
ur fram í 32. grein skipulagslaga
þá þarf að senda Skipulagsstofn-
un allar innkomnar athugasemd-
ir við auglýstri skipulagsbreytingu
og rökstudd svör sveitarstjórnar
við þeim. Ef það er ekki gert verð-
ur skipulagsbreytingunni hafn-
að. Vitaskuld verður það gert þeg-
ar / ef sú stund rennur upp,“ segir
Gunnlaugur.
Að endingu tekur Gunnlaug-
ur tekur skýrt fram að hann virði
fullkomlega sjónarmið Trausta
og Ásu í Lækjarkoti hvað varðar
staðsetningu skotæfingasvæðisins.
„Það er allt annar hlutur og kem-
ur efni þessa máls ekki við. Það
sem ég er að gera athugasemdir
við er að ofangreindar fullyrðingar
um óvandaða stjórnsýslu Borgar-
byggðar komi fram í fyrrgreindu
viðtali í Skessuhorni þegar þær
eiga hvergi við rök að styðjast.“
mm
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð-
herra kynnti í síðustu viku ákvörðun
sína um að auka til muna fjármuni
til að efla og þróa heilsugæsluþjón-
ustu á landinu: „Markmiðið er ekki
síst að jafna aðgengi landsmanna að
þessari mikilvægu grunnþjónustu
hvar sem fólk býr, efla gæði þjón-
ustunnar og stuðla að nýjungum,“
segir heilbrigðisráðherra. Þróunar-
miðstöð sem sett verður á laggirn-
ar mun hafa 13 starfsmenn. Árlegur
rekstrarkostnaður er áætlaður tæp-
ar 230 milljónir króna og mun þró-
unarmiðstöðin verða til húsa inn-
an Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins. „Þróunarmiðstöð heilsugæsl-
unnar á landsvísu mun byggja á
grunni hennar, en fær aukið sjálf-
stæði, víðtækara hlutverk og mun
sem fyrr segir leiða faglega þróun
allrar heilsugæsluþjónustu í landinu,
hvort sem hún er veitt af hinu opin-
bera eða einkarekin.“
Þá er horft til þess að með Þró-
unarmiðstöð heilsugæslunnar skap-
ist stóraukin tækifæri fyrir fagfólk
heilsugæslunnar um allt land, til
virkrar þátttöku í gæða- og þróunar-
verkefnum sem torvelt hefur verið
að sinna á minni stöðum. Þetta muni
styrkja faglegt starf innan heilsu-
gæslu á landsbyggðinni og einn-
ig skapa aukin tækifæri til að miðla
þekkingu og reynslu milli stofnana
og rekstrareininga. Heilbrigðisráð-
herra hefur staðfest reglugerð sem
kveður á um starfsemi Þróunarmið-
stöðvar heilsugæslunnar og verður
hún birt í Stjórnartíðindum á næstu
dögum.“ mm
Ný stofnun á að bæta gæði heilsugæslu um allt land
Svandís Svavarsdóttir kynnir væntanlega þróunarmiðstöð
heilsugæslu.
Svipmynd af fundi þar sem ráðherra kynnti hugmyndir sínar
og væntanlega reglugerð.
Athugasemdir vegna fullyrðinga
í viðtali við Lækjarkotshjón