Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 13

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 13
og vera vel kynntur í flokksstarfinu. Geir Haarde hefur aunn- ið sér traust innan þingflokksins og verið virkur en hann er að mati eins úr forystunni, „faglegasti þingmaður flokksins1'. Óvissa ríkir um styrk Eyjólfs Konráðs, Ragnhildar Helga- dóttur og Guðmundar H. Garðarssonar en þau gjalda þess líka að „endurnýjunarkrafan beinist að eldri þingmönnunum", eins og einn forkólfanna orðar það. „Guðmundur H. Garðar- son hefur ekki sömu tengsl við verkalýðshreyfinguna og áður og Ragnhildur hefur verið mikið erlendis síðasta kjörtímabil. Sólveig Pétursdóttir gæti ögrað Ragnhildi. Hún hefur verið virk á síðasta kjörtímabili, oft komið inn sem varamaður og hefur sótt sín mál fast á þinginu. Þuríður Pálsdóttir, sem flaug inn í miðstjórn flokksins á síðasta landsfundi, er einnig talin eiga góða möguleika „í eitt skipti", eins og einn forkólfanna orðaði það. Þótt nafn Ólafs B. Thors hafi verið nefnt hér virðist það frekar bera keim af ákveðinni óskhyggju vissra afla í flokknum sem langar til að koma honum að. Hann hefur oft verið nefnd- ur sem arftaki Davíðs í borgarstjórastöðunni og nú síðast er talað um að hann ætli í prófkjör. Að sögn eins sem þekkir persónulega vel til Ólafs er ólíklegt að hann fari fram, „þótt það kitli hann að vera í umræðunni". Um Björn Bjarnason og hugsanlegt framboð hans eru skipt- ar skoðanir. Að sögn eins er Björn orðinn leiður á starfi sínu sem aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Færi hann í prófkjör í Reykjavík nyti hann gífurlegrar velvildar sem sonur Bjarna Benediktssonar. „Menn treysta honum. Hann er ekki með glamuryrði. Fari hann í prófkjör ruglar það algerlega núver- andi lista. Hann flýgur inn og verður utanríkisráðherraefni flokksins sökum þekkingar sinnar á alþjóðamálum," segir aðili úr forystusveit flokksins. Annar úr innsta kjarna segist telja að Björn Bjarnason eigi ekki mikla möguleika í almennu próf- kjöri. „Hann nýtur ættartengslanna í upphafi en á ekki gott með að umgangast fólk," segir einn þingmanna flokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn gæti flaggað mjög reyndum mönnum ef vilji væri til staðar þótt það verði að viðurkennast að þessi nöfn beri keim af ákveðinni valda- og ættarhyggju," segir einn forkólfanna. Um Ellert B. Schram er það vitað að pólitíkin togar alltaf í hann en ýmsir benda á að stuðningsmenn hans í næstsíðustu kosningum hafi orðið mjög hvekktir á honum og að auki sæki hann inn á sömu mið og Ingi Björn Albertsson. Um eitt eru þó flestir sammála að það er áberandi karla- veldi í flokknum, mikil áhersla á ættarveldið, skortur á fleiri konum og ákveðnu nýjabrumi, sem kemur vel í ljós þegar litið er yfir landsbyggðina. Á Vesturlandi er líklegt að Friðjón Þórðarson, sem var fyrst kjörinn á þing 1956, verði í efsta sæti og Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, í öðru sæti. Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson verða líklega í efstu sætunum á Vestfjörðum. Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson hagfræð- ingur verða á listanum í Norðurlandskjördæmi vestra. Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich verða í efstu sætunum í Norður- landskjördæmi eystra. Egill Jónsson og Hrafnkell A. Jónsson skipa efstu sætin á Austfjörðum. Formaðurinn, Þorsteinn Páls- son, og Eggert Haukdal verða í efstu sætum á Suðurlandi, nema Árni Johnsen nái að ýta Eggert út sem honum hefur ekki tekist hingað til. í Reykjaneskjördæmi eru svo Matthías Á. Mathiesen, Ólafur G. Einarsson og Salóme Þorkelsdóttir í efstu sætunum. Af framansögðu má ljóst vera að áhyggjur ýmissa frammá- manna innan Sjálfstæðisflokksins eru ekki út í hött. „Þessi uppstilling dugir flokknum ekki til sigurs," segir einn þeirra og því allsendis óvíst að Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.D Evuklæði og Astor-augnskuggar ... er allt sem þarf! Þú velur úr haust- og vetrartískulitunum 1990-91: Varalitir og naglalökk nr. 78, 79, 80, 81, 82, 83. Tvöfaldir augnskuggar nr. 47 & 48. Nýr automatic Kajal nr. 96 & 97. -/fíorgoret fs/or
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.