Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 14

Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 14
UPP A LIF OG DAUÐA? að er óvenjulegt logn í stjórnmálunum á Þþessum haustdögum, kannski er það aðeins lognið á undan storminum. Forsætisráð- herra segir í viðtali við Morgunblaðið að þetta sé samstilltasta og að mörgu leyti ánægjulegasta ríkisstjórn sem hann hafi set- ið í og hafi hann þó setið í þeim æðimörg- um. Daginn eftir leitar samgönguráðherra aðstoðar forsætisráðherra til að ýta á eftir því að utanríkisráðuneytið afgreiði drög að loftferðasamningi við Sovétríkin, sem hann hafi lagt fyrir það fyrir mörgum mánuðum. Utanríkisráðherra svarar í sjónvarpi, minnir á að utanríkisráðuneytið fari með alla milli- ríkjasamninga, samgönguráðuneytið hafi í rauninni tekið að sér sendilsstörf fyrir sovéska sendiráðið og með því blandað sér í mál sem því komi ekki við. Sama dag lýsir hann því yfir að Alþýðuflokkurinn muni enga aðild eiga að búvörusamningi sem landbúnaðarráðherra er að leggja fyrir ríkisstjórn og hagsmunasamtök bænda. Nú- verandi samningur gildi fram á árið 1992 og Alþýðuflokkurinn muni engan þátt eiga í því siðleysi að binda hendur næstu rík- isstjórnar í þessum efnum. Gárur á yfirborðinu? Stormhviður í tebolla? Traustabrestir? Eða er límefnið í stjórnarsamstarfinu að leysast upp? Greinilegur kosningatitringur er kominn í flokkana. Hver þeirra fyrir sig hugar að sinni stöðu og það getur reynt á þetta „samstillta“ stjórnarsamstarf. Yfirgnæfandi líkur eru samt á því að það haldi til vors. Og einn atkvæðamikill forystumaður Sjálfstæðisflokksins utan þings taldi 60 prósent líkur á að nú- verandi stjórnarsamstarf héldist eftir kosningar. Hann rök- studdi það með því að gengi flokksins í skoðanakönnunum slægi forystumenn hans þeirri blindu að þeir gætu unnið stór- kostlegan kosningasigur og jafnvel hreinan meirihluta með óbreyttu liði. Ekkert yrði því gert til gagngerrar endurnýjunar í þingliði flokksins. Þingflokkurinn yrði fyrirsjáanlega að mestu sá sami og eftir síðustu kosningar, aðeins fjórum árum eldri. Þetta mundu kjósendur ekki sætta sig við. Önnur rök- Spurningin er hvort flokkur og formaður hafi þróast í sömu átt - og eigi ennþá samleið? semd hans var sú að næstu kjarasamningar 1991 yrðu einhverj- ir þeir erfiðustu á þessum aldarhelmingi. Þótt kjósendur séu orðnir leiðir á ósamstæðum samsteypustjórnum mundu þeir ekki telja réttan tíma nú til að fela Sjálfstæðisflokknum hrein- an meirihluta, því að hann mundi ekki ráða við lausn þess verkefnis einn. Og ef svo færi væri óvíst að hann yrði yfirleitt kvaddur til lausnar þeirra mála. En það eru þó ýmsir óvissuþættir í þessari kyrralífsmynd. Einn aðildarflokka núverandi stjórnarsamstarfs - Borgara- flokkurinn - er nokkuð viss með að hverfa út af þingi í næstu kosningum og annar - Alþýðubandalagið - gæti klofnað. Miklar heitstrengingar voru uppi eftir síðustu borgarstjórnarkosningar um að kalla saman flokksþing strax í haust og setja formanninn af vegna afstöðu hans eða afstöðuleysis til Nýs vettvangs. Síðan hafa menn sleg- ið þessu á frest þar til eftir áramót, þar eð fundur í haust i hefði ekki löglegt umboð til að skipta um stjórn. Spurn- ingin er hvort bræði manna hefur þá sjatnað og hjaðnað svo að þessar ráðagerðir renni út í sandinn, eða hvort þessi andstöð- uöfl með ekki minni menn innanborðs en samráðherrana Svavar Gestsson og Steingrím Sigfússon láti til skarar skríða svo skömmu fyrir kosningar, skipti um formann og hætti þannig á klofning flokksins. Jafnvíst er að þótt menn guggn- uðu á slíku stóruppgjöri, þá verður víða hatröm barátta milli þessara fylkinga um skipan framboðslista flokksins. Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi minnir á að Guðrún Helgadóttir hafi tekið afstöðu með Birtingu og Nýjum vettvangi í borgarstjórn- arkosningunum og muni látin gjalda þeirrar afstöðu í prófkjöri eða forvali fyrir skipan lista flokksins fyrir alþingiskosningar. Sjálfur er formaðurinn ekki inni á þingi og óvíst hvort Geir Gunnarsson, þingmaður Reyknesinga, væri fús til að láta hon- um eftir efsta sæti á lista þar baráttulaust - og jafnvel hvort hann fengi það fyrir stuðningsmönnum sínum þótt hann vildi. Sjálfur er Geir ófáanlegur til að ræða þau mál, en segist þess fullviss að þau verði leyst í sátt og samlyndi eins og síðast! Lín- urnar í framtíðarsýn íslenskra stjórnmála geta því á næstu mánuðum krossast í pólitískum örlögum formanns Alþýðu- bandalagsins og fjármálaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar: klofnar Alþýðubandalagið á landsfundi skömmu eftir áramót, verða átök um sæti á framboðslistum eða munu hinar stríð- andi fylkingar slíðra sverðin og tryggja formanninum „öruggt sæti“ með því að einhver núverandi þingmanna standi upp og eftirláti honum sæti sitt? Hvaða líkur eru á innanflokksuppgjöri fyrir kosningar? Sig- urjón Pétursson segist sama sinnis og áður, að Ólafur hafi brugðist þeirri frumskyldu formanns að styðja framboðslista síns flokks, og hann sé því óhæfur til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hins vegar eru flestir á því að minnkandi líkur séu á að landsfundur verði kallaður saman fljótlega upp úr ára- mótum, nánast til þess eins að koma formanninum frá. Slíkt mundi gereyðileggja vígstöðu flokksins í kosningunum. Óánægja áhrifamikilla flokksmanna, sem hingað til hafa eink- um stutt Ólaf Ragnar, er þó slík að erfitt er að sjá flokkinn ganga til kosninga án uppgjörs og eiga síðan eftir að fara í mögulegar stjórnarmyndunarviðræður og halda landsfund haustið 1991 þar sem uppgjörið færi fram. Um það vitna orð forystumanna BHMR í blaðagreinum nýlega. Páll Halldórs- son, formaður BHMR, minnir á að samtökin hafi frá upphafi lagt áherslu á að fara að lögum í öllum málum og mörgum fé- lagsmönnum hafi þótt nóg um þessa löghlýðni. Síðan segir hann: „En það eru ekki aðeins óþreyjufullir félagsmenn sem hafa átt erfitt með að skilja þessa löghlýðni. Vorið 1988 réðst ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar gegn frjálsum samningsrétti með bráðabirgðalögum. Þessi lög voru ítrekuð og hert um haustið af sömu ríkisstjórn. Núverandi fjármálaráðherra hvatti þá ákáft forystumenn BHMR til að æsa til pólitískra verkfalla gegn ríkisstjórninni og ekki vantaði frýjunarorðin þegar menn vildu ekki fara að ráðum hans. Pólitísk verkföll eru ólögleg þó 14 HEIMSMYND eftir ÓLAF HANNIBALSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.