Heimsmynd - 01.09.1990, Qupperneq 15

Heimsmynd - 01.09.1990, Qupperneq 15
I að honum hafi ekki fundist það þá þungbær röksemd." Páll klykkir svo út með því að lýsa yfir: „Loks ber okkur að nota þau lýðræðislegu réttindi sem við höfum þannig að þeir sem eru reiðubúnir að fórna grundvallarmannréttindum til að leysa stundarvanda komist aldrei aftur í valdastöðu." Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR, segir: „Helsta verk- efni samninganefnda og félagsmanna BHMR er nú að finna nýjan viðsemjanda í fjármálaráðuneytinu, sem hægt er að treysta, og endurheimta almenn lýðréttindi.“ Og Össur Skarp- héðinsson sagði nýlega í viðtali: „Tilhugsunin um að starfa áfram í stjórnmálaflokki sem lifir í fortíðinni er að verða næst- um óbærileg.“ En hann vill „leggja niður Kvennalistann, Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkinn. í staðinn vil ég stofna nýjan jafnaðarmannaflokk, sem væri þó nógu víðsýnn til að i soga til sín slatta af Sjálfstæðismönnum.“ Óg spurningu um hvort hann trúi á líf eftir dauðann, svarar Össur: „Eg hlýt að gera það. Ég er í Alþýðubandalaginu." Einn náinn vopnafé- lagi Ólafs Ragnars í gegnum pólitískar sviptingar síðustu ára sagði nýlega að stjórnarþátttakan væri nú það eina sem héldi flokknum saman. Ráðherrarnir þrír vissu að uppgjör í flokkn- um nú væri það sama og að slíta stjórnarsamstarfinu og það vildi enginn þeirra fyrir nokkurn mun. En þegar að því upp- gjöri kæmi væri Ólafur viss með að tapa því uppgjöri „því að hann hefur enga handlangara lengur. Allir eru gersamlega búnir að glata trú á Alþýðubandalaginu og hafa ekki nokkurn minnsta áhuga á hver þar fer með forystu.“ Það má því segja að Alþýðubandalagið hangi nú eingöngu saman á gagnkvæm- um fjandskap, sem enginn nenni að leiða til lykta. itt er þá jafnvíst að ólgan sem kraumar undir niðri mun brjótast út í vali á fram- boðslista flokksins. Eftir að ráðherrageng- ið sameinaðist um að standa að bráða- birgðalögum gegn BHMR hefur gengi Svavars Gestssonar líka fallið í Reykjavík, en fyrir þann tíma höfðu sumir flokks- menn gælt við þá hugmynd að uppgjör milli Svavars og Ólafs Ragnars færi fram í prófkjöri um sæti á listanum í Reykjavík. Uppistaða flokksfólks í Reykjavík er hins vegar menntafólk sem þykist illa svikið af þeim báðum. Því hafa sögur komist á kreik um að reynt verði að fá mann með óflekkaðar hendur, eins og Össur Skarp- héðinsson, til að fara fram í Reykjavík en Svavar muni leita annað, til dæmis á Vesturland, þar sem hann eigi frændgarð og sé raunar kjördæmi sem henti honum betur sem „þjóð- garðssósíalista'* sem kunni að meta stemmninguna í réttunum. Skúli Alexandersson segist óneitanlega hafa heyrt sögur í þessa átt, en sín skilaboð væru skýr: „Skúli muni halda fast í sitt kjördæmi." Þá kemur þáttur Ragnars Arnalds. Mjög hefur verið talað um að Ragnari hafi verið boðin staða þjóðleikhússstjóra, sem Svavar Gestsson veitir. Þar gæti verið komið það „örugga“ kjördæmi sem vantar undir formanninn. Þegar vika var eftir af umsóknarfresti kvaðst Ragnar engan veginn vera búinn að taka ákvörðun. Um pólitíska leikfléttu í því sambandi sagði hann að á þeirri kenningu væri sá galli að Ólaf Ragnar hefði aldrei borið á góma í sambandi við þetta kjördæmi. Einn þingmanna Alþýðubandalagsins taldi það hins vegar athyglisvert að þarna hefðu Ólafur Ragnar og Svavar samein- ast um að ryðja úr vegi þeim eina manni sem gæti borið klæði á vopnin og stríðandi öfl sameinast um sem formann. Það hefði þó verið Ragnar sem hefði bjargað málunum eftir að miðstjórn flokksins var í raun búin að hafna aðild að núver- andi ríkisstjórn og fundið leikfléttu til að fresta málinu og leysa það. I staðinn hefði honum ekki verið boðin ráðherra- staða, né nokkur önnur virðing, sem formaður þingflokks eða forseti sameinaðs þings. Því væri svo komið að hann hlyti að hugleiða alvarlega hvort hann hefði nokkru hlutverki að gegna í þessum flokki og ekki væri vænlegri kostur að taka stöðu sem samrýmdist hugðarefnum hans. Tvöfaldur raki ACO FUKTLOTION gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann. ACO Fuktlotion! Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.