Heimsmynd - 01.09.1990, Page 67

Heimsmynd - 01.09.1990, Page 67
honum. Hann vill greinilega ekkert við hann tala og þaðan af síður sinna erindi hans. Reyndar hef ég ein- hvers staðar séð samantekt á því hvað óhætt sé að koma nálægt fólki af ýmsum þjóðernum. Maður á að standa svo og svo marga þumlunga eða sentímetra frá Þjóðverja, Itala, Spánverja, Frakka, Englendingi og Bandaríkjamanni (og minnir mig að þorandi sé að koma nær Banda- ríkjamanni af vesturströndinni en austurströndinni). Flestir þola illa að ókunnugir gerist of kumpánlegir, geri sér einum of dælt við þá. Þetta er líka mismunandi eftir þjóðum (og eft- ir aldri hjá okkur Islendingum?). Þá er ég farinn að tala um and- lega nálægð. Bæði þola sumir illa að framandi maður fari fljótlega eftir fyrstu kynni að tala um einkamál sín og jafnvel spyrja hinn um persónulega hagi hans, og eins hitt að hinn ókunnugi fari að tala eins og viðmæl- andinn sé aldavinur og kannski klappa honum á öxlina eða slá á herðar hans. Ég man eftir því að hafa séð íslending slá hlæjandi með flötum lófa á milli herðablaða á útlendingi. Mennirnir sátu að sumbli og virtist fara hið besta á með þeim, þangað til íslend- ingurinn gerðist svona hressilega vin- gjarnlegur. Útlendingurinn fældist svo við þetta kumpánlega klapp að við bar- smíðum lá. Fullorðið fólk á elliheimilum og sjúkrahúsum kann því sumt afar illa þegar ungar starfsstúlkur ávarpa það með „elskan mín“ og „væna mín“. Gamla fólkið hefur fyrir löngu aflagt þéringar, sem það var alið upp við, en það sættir sig ekki við svona ávörp sem því finnst bera vott um lítilsvirðingu, vera nedladende eins og Danir segja. Er verið að minna það á að það sé orðið aft- ur að ósjálfbjarga börnum eða krakka- kjánum? Auðvitað er það ekki þannig meint. Líklega er það hið fræga kyn- slóðabil sem veldur þessum óþægindum. Annars hefur gamalt fólk sagt mér að það hafi verið dásamlegt þegar það var þérað í fyrsta skipti. Um aldamótin og talsvert fram yfir þau voru börn í Reykjavík börn fram að fermingu. Þau léku sér í barnaleikjum og voru þúuð af öllum. Fermingin breytti öllu. Þau hættu að vera börn og fólk varð að gjöra svo vel og þéra þau. Nú var ekki lengur hægt að kalla út um glugga: „Þú þarna stelpa, stökktu fyrir mig út í búð!“ Nei, hús- freyjan varð að koma út á þröskuld og segja kurteislega: „Fröken Sigríður, ekki vilduð þér nú vera svo vænar að taka af mér ómakið og fara fyrir mig út í búð, af því það stendur svo illa á hjá mér?“ Drengirnir urðu að piltum við fermingu, gáfu yngri bróður síðustu stuttbuxurnar og íklæddust nú síðbuxum. Táningar voru ekki til, aðeins börn fram að ferm- ingu og síðan yngispiltar og yngismeyjar fram til tuttugu og eins árs aldurs.D Sumir hafa orð á því að al- mennri kurteisi hafi hrakað á síðari árum. Það mál hefur þó ýmsar hliðar. Orðið var upphaflega haft um umgengnisvenjur hirð- fólks. Það er tökuorð úr frönsku, courtoise, dregið af court, hirð. Sams konar orð var til í norrænu, dróttlæti, en drótt gat þýtt hirð. Hjá Dön- um og Þjóðverjum eru orð um kurteisi einnig miðuð við framkomu hirðmanna (samanber höflig). Hirðmenn hafa því þótt til fyrirmyndar í umgengni við aðra og menn, sem erindi áttu við konung, urðu fyrst að læra hvernig þeir áttu að koma fram svo þeir spilltu ekki máli sínu með hegðun sem álitist gat gróf og ruddaleg. Sjálfsagt hafa alltaf verið til á hverjum stað og hverjum tíma einhverjar reglur um kurteisi, oft óskráðar, eins konar þegjandi samkomulag um það hvernig beri að umgangast annað fólk. Þær breytast oft að formi frá einum tíma til annars og þess vegna finnst rosknu fólki stundum að ungt fólk sé ókurteist. Það áttar sig ekki á því að ávarpsorð og fram- koma geta breyst frá einni kynslóð til annarrar. Gömlu fólki nú á dögum, sem var vant að láta þéra sig, bregður nú við ávarpið hce, kveðjuorðið bœ og setningar eins og þú þarna og vœna mín. Kurteisisreglur verða vitanlega ekki til að ástæðulausu. Það er mjög þægilegt þegar fólk í sama þjóðfélagi hefur náð samkomulagi (meira eða minna óafvit- andi) um það hvernig það eigi að um- gangast hvað annað. Hæfileg ávarpsorð og hóflega mörg og rétt valin inngang- sorð á undan erindi manns við ókunnugt (eða kunnugt) fólk gerir allt samtalið auðveldara og léttara. Helsta inntak kurteisi er að sýna náunganum virðingu. Þá er einnig vonast til þess að kurteisi sé auðsýnd á móti. Allir munu þekkja það hve umgengni við aðra er í alla staði þægilegri og árangursríkari þegar báðir halda sér við sömu eða mjög svipaðar kurteisisreglur. Óþægindi milli manna stafa oft af því að þeir hafa mismunandi skilning á kurt- eisi, hafa vanist ólíkum ramma utan um mannleg samskipti. Mjög er það til dæm- is mismunandi hvað menn vilja fá aðra menn nálægt sér í samtali og á ég þá við líkamlega nálægð. Hjá sumum þjóðum þykir það í lagi að fara alveg upp að við- mælanda sínum, jafnvel þótt hann sé málshefjanda áður ókunnugur. Meðal annarra þjóða þykir þetta mesti dóna- skapur, svo að kvartað er undan því að „mannskrattinn kunni enga mannasiði; hann ætlaði alveg ofan í mig.“ Málshefja- ndinn, sem vanur er því að ganga fast upp að viðmælanda sínum, botnar svo ekkert í því af hverju styggð kom að MANNASIÐIR n eftir MAGNÚS ÞÓRÐARSON HEIMSMYND 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.