Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 97

Heimsmynd - 01.09.1990, Síða 97
Yohanna. . . framhald af bls. 42 og Alexis (Joan Collins) í Dynasty, hinn ómissandi óþokki eða flagð sem gerir hverja sápuóperu spennandi. Hún segist fá afar litla tilsögn og viðbrögð frá leik- stjóranum. „Mér var aðeins sagt að í hlutverki Stevie ætti ég að vera mein- hæðin, grunsamleg og kynþokkafull. í fyrstu vissi ég ekki hvernig ég átti að túlka þetta. En svo fullvissaði leikstjór- inn mig um það að ég fengi svo sannar- lega orð í eyra ef ég væri þeim ekki að skapi. Það er einnig athyglisvert að fá viðbrögð frá mótleikurum og öðru starfs- fólki. Ameríkanar eru svo ósparir á hrós og koma oft til manns að lokinni upp- töku og segja: Þú stóðst þig vel. Þá hef ég á tilfinningunni að þeir meini ekkert sérstakt með því. Hins vegar hefur kom- ið fyrir að einhver segir: Þú varst alveg frábær og þá er það sagt í allt annarri tóntegund. Þó geri ég mér alveg grein fyrir því að ég á alveg eftir að fá tækifæri til að tjá tilfinningalega dýpt í þessu hlut- verki.“ I kringum svona starf skapast oft mikil spenna þar sem atvinnuöryggi leikara er ekki mikið. Margir hafa leikið í þessari sömu sápuóperu árum saman. Tilhugsun sem Hönnu finnst ekki spennandi. „Ég lít á þetta sem stökkpall yfir í eitthvað annað. A sama tíma er ég afskaplega þakklát að fá þetta tækifæri til að læra um leið og ég nýt þessa starfs út í ystu æsar. Hver þáttur sýgur úr manni allan kraft. En ég veit að ég get leikið og þótt inntak þessara þátta sé ekki merkilegt er þetta samt ákveðið listform. Ég get leik- ið en ég legg líka hart að mér að vinna vel. Ég man hvar ég á að standa, hvað ég á að gera og veit hvað ég á að segja. Leikstjórinn getur farið með mig að vild. Það þýðir ekkert að vera með einhverja prímadonnustæla. Þarna leggjast allir á eitt, leikarar og tæknilið, og ég sýni öll- um virðingu. Hins vegar hef ég engan áhuga á þvf að umgangast þessa leikara utan vinnunnar. Mér finnst best að vera út af fyrir mig.“ Það kemur ekki á óvart því ósjálfrátt læðist að mér sá grunur að samkeppni milli leikara móti andrúmsloftið. Stevie og Ava keppa um hylli Paul en Ava sendir Hönnu augngotur utan sviðsins. Og rauðhærð leikkona á fertugsaldri brosir stirðlega til hennar. Sjálf segir Hanna að það sé ekki laust við að þær séu svolítið á varðbergi eftir því sem hlutverk Stevie stækkar í þáttunum. „I fyrstu hafði Stevie ekki einu sinni eftir- nafn. Síðan kom nafnið Lindström og hún leggur meira til málanna nú en hún gerði í upphafi.“ I einu atriði er Stevie í senu á móti miðaldra, dökkhærðum og dularfullum karlmanni. Svipurinn á andliti hennar er tvíræður og augun skjóta gneistum þegar hún snýr við honum baki. Ég spyr hana um þennan leikara. „Hann var alltaf að tala við mig þegar ég var að byrja í þátt- unum. Ég hafði á tilfinningunni að fyrir honum væri ég bara hávaxin, langt að komin ljóska. Þegar hann sá að ég hafði mikinn áhuga á hlutverki mínu en minni áhuga á honum sem persónu breyttist framkoman. Sá sem leikur Paul, aðal- mótleikari minn, er hins vegar mjög fag- mannlegur og það gladdi mig um daginn þegar hann sagði við mig að honum þætti fínt að vinna með mér. En sumar senur sem ég hef leikið á móti honum hafa ver- ið erfiðar. Illugi, maðurinn minn, horfði þrisvar á upptöku þar sem við Paul vor- um að kyssast,“ segir hún og hlær. „í einu atriðinu átti ég að vera í baði og Paul að koma inn í herbergið. Þá átti ég að standa upp og tæla hann til mín. Ég þurfti ekki að vera nakin heldur var límdur á mig húðlitur brjóstahaldari og eins buxur. Mér fannst þetta pínlegt og kveið mjög fyrir því að þurfa að standa upp úr baðkerinu holdvot og hálfnakin. En ég mannaði mig upp í það og þar sem ég stóð þarna með tælandi augnaráð heyrðist dropahljóð því það lak vatn úr buxunum, eins og ég væri að pissa í bað- ið. I smástund fraus ég en svo fóru allir að skellihlæja. Mér var klappað á kollinn og sagt að svona senur kæmust upp í vana.“ Hallgrímur Thorsteinsson blaðamaður sem er við framhaldsnám í New York hafði orð á því hve samkeppnisandinn í stórborginni ætti vel við Jóhönnu. „Mér finnst það svolítið sérstakt viðhorf hjá svona ungri konu. Maður hefði frekar búist við að henni stæði stuggur af lög- málum frumskógarins." Ásetningur Hönnu er að ná langt í leiklistinni og til þess er hún tilbúin að leggja hart að sér. Hún bragðar vart áfengi, reykir ekki og vaknar klukkan sex á morgnana. Hún og Illugi fara í morgungöngu um stórborgina og ganga rösklega til að hleypa í sig krafti fyrir nýjan dag. Þótt hæpið sé að tala um að anda að sér fersku lofti inni á miðri Man- hattan. „Ég var alin upp á heimili þar sem mikil áhersla var lögð á hollt mataræði og heilbrigt líferni. Auðvitað var maður ungur og í andstöðu við margar hug- myndir foreldra sinna en þessi áhersla á heilsurækt fylgir mér út í lífið. Þá var mér ungri bent á mikilvægi þess að ég sætti mig ekkert við aðrar kröfur en karl- menn. Mamma er kvenskörungur og þótt ég sé ekki alltaf sammála henni þá er hún alveg dásamlegt energíbúnt. Hún ól mig upp í mjög sterkri sjálfsvitund og báðir foreldrar mínir lögðu áherslu á að maður hefði trú á sjálfum sér. Ég hef aldrei staðið í þeirri meiningu að ég væri falleg enda var ég alltaf þybbin og þarf enn að losa mig við nokkur kíló. En ég er ekki upptekin af útliti mínu og fyrir vikið er ég heilsteyptari.“ En hún gerir sér líka grein fyrir því að í Bandaríkjunum er erfitt fyrir unga leik- konu að ná árangri ef hún er ekki í topp- formi. „Það er til aragrúi af fögrum kon- um en þær ná ekki allar langt í leiklist. Ég held að ég hafi eitthvað sérstakt til að bera sem geri það að verkum að ég fæ hlutverk en auðvitað stefni ég líka að því að vera eins glæsileg og ég get orðið. Síðasta veturinn minn í skólanum í Bost- on lagði ég hart að mér í líkamsrækt og undirbjó mig í þeim tilgangi að fara á markaðinn. Skólasystkinum mínum fannst sumum að ég talaði um mig eins og markaðsvöru. Þau líktu þessu við að selja sig. Maður verður að lifa fyrir list- ina, sögðu sum, en það er nú erfitt ef maður hefur ekki vinnu. Það var eins og þau byggjust við því að leikstjórarnir kæmu í röðum og byðu þeim hlutverk. Ég æfði mig og æfði. Þá lagði ég hart að mér að komast í gott form. í fimm til sex vikur vó ég allt sem ég lét ofan í mig. Ég hef stundað eróbikk af krafti í rúmt ár. Ég hef unnið markvisst að því takmarki að fá vinnu að loknu námi. En auðvitað var ég líka mjög heppin.“ Hún litaði hárið á sér ljóst. „Ég var brúnhærð og fannst ég ekki nógu afger- andi. Svo breytti ég líka nafninu mínu og það var auðvitað stærri ákvörðun. Mér fannst að framleiðendur hlytu að hika frammi fyrir eins útlendu nafni og Jó- hanna Jónasdóttir sem er mjög erfitt í framburði. Þá er Jóhanna borið fram Djóanna en með því að nota Yohanna er framburðurinn næstum eins og sá ís- lenski. Yohanna Yonas finnst mér bara nokkuð gott. Fólk tekur eftir þessu nafni því það er öðruvísi. Það var sársaukafullt að breyta nafninu en jafnframt varð það hluti af breyttri sjálfsmynd. Hanna, litla bollan úr Hafnarfirði, er history,“ segir hún og pírir augun í stóru brosi. Yohanna Yonas var sú eina af nem- endunum sem útskrifuðust frá Bostonhá- skóla í vor sem fékk strax hlutverk. Næst fékk hún sér umboðsmann. „Það getur tekið töluverðan tíma að finna góðan umboðsmann, einhvern sem maður treystir og getur átt gott samstarf við. Umboðsmennirnir fá reglulega upplýs- ingar í hendurnar um stöðuna á mark- aðinum og hvað er í boði.“ Hún hefur ekki enn komist á fastan samning hjá ABC en greiðir félagsgjöld til félags leikara sem hún er skráð í og sjónvarpsstöðin ábyrgist atvinnuleyfi fyr- ir hana þar til hún kemst á samning. „Ef ég fengi tækifæri til að leika í þessari sápuóperu næstu tvö árin yrði ég mjög ánægð. Það er þegar áfangi að geta sýnt fram á það við framleiðendur að hafa leikið reglulega í sjónvarpsþætti.“ Hún fær vel greitt fyrir hvern þátt sem hún gerir en þeir eru á bilinu þrír til fjór- ir í viku. Komist hún á samning hefur það í för með sér aukatekjur og hún gæti gert sér vonir um mánaðarlaun íslensks stórforstjóra. Dagana sem upptökur fara fram mætir hún snemma á morgnana og kemur heim síðdegis. Hún horfir margsinnis á hvern þátt og pælir í hverri hreyfingu og öllum svipbrigðum. Hún segir augun vera mik- ilvægasta tæki leikarans í túlkun á skján- um. „Til að byrja með hallaði ég undir flatt og pírði augun þegar ég brosti. Það gengur ekki. Nú æfi ég mig að brosa HEIMSMYND 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.