Heimsmynd - 01.10.1991, Page 10

Heimsmynd - 01.10.1991, Page 10
FRA RITSTJORA Vangaveltur um völd og ábyrgð ó hljótt fari er ekki laust við að greina megi örvæntingartón í rödd íslenskra stjórnvalda. Falskan tón eins fjarri nokkurri sinfóníu og hugsast getur enda engir sem semja óð til þessara manna eins og Beethoven til Napóleons forðum. Prátt fyrir þóttafullt fasið er reisn íslenskra stjórnmálamanna ekki meiri en svo að landslýð má ljóst vera að þessir erind- rekar valdsins ráða ekki við hinn risavaxna vanda í efnahagslífinu í kjölfar áratuga óráðs- íu. Enda er fjármálaráðherrann á hverri fréttamyndinni eftir annarri í áberandi axla- böndum eins og til að undirstrika þá óþægi- legu staðreynd að ráðamenn eru í raun með allt niður um sig. Erlend skuldasöfnun til að fjármagna alls konar vitleysu er komin úr öllum böndum, fjárlagahallinn er óviðunandi sem og óskynsamlegur og ranglátur fjáraustur úr opinberum sjóðum. I nýlegum umræðum um skólagjöld sem eiga að fylla upp í enn eitt gatið, en upphæðin sem vantar er aðeins um þriðjung- ur þeirrar upphæðar sem fór í risnu- og ferðakostnað ráða- manna árið 1989, sagði Jón Baldvin Hannibalsson að á íslandi væri ókeypis skólaganga frá vöggu til grafar. Ráðamenn þjóð- arinnar virðast alla vega vera í stöðugu námi á kostnað lands- manna og komandi kynslóða. Þolinmæði þjóðarinnar gagn- vart mistökum og óráðsíu á toppnum virðast engin takmörk sett. Enda vísar hver á annan þegar eitthvað fer úrskeiðis, sem er æði oft. Þá er enginn sökudólgur, aðeins fórnarlömb. Er ekki eitthvað að þegar 250 þúsund manna þjóð sem býr í landi mikilla gæða fær ekki að njóta þess? Ólafur Jóhann Ól- afsson, einn frambærilegasti fulltrúi sinnar kynslóðar, spyr í viðtali hér í blaðinu hvort menn á íslandi séu ekki orðnir of værukærir. Ólafur Jóhann, sem er forstjóri hjá Sony, fyrirtæki sem veltir á ársgrundvelli margfalt hærri upphæð en nemur fjárlögum íslenska ríkisins, segir að stjórnendum, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum, beri að ala á ákveðnum hugs- unarhætti. Hann segir það eðlilegt að menn standi og falli með eigin ákvörðunum og bendir á hversu óeðlilegt það sé að mönnum líðist að nota almannafé óskynsamlega án þess að vera dregnir fyrir dómstóla. íslenskir stjórnmálamenn vísa oft á þann dómstól sem er kjósendur en á móti kemur að í um- boði örfárra kjósenda hafa sumir þeirra komist í slíka aðstöðu að þeir geta gert afkomendur okkar í þriðja lið gjaldþrota. Hver heilvita maður hlýtur að sjá að eitthvað er bogið við þetta kerfi. Ólafur Jóhann bendir einnig á hversu stutt er úr reglu yfir í óreiðu þegar menn víkja frá prinsippum. En það er kannski kjarni málsins hér að prinsippin eru ekki til staðar. Um leið og menn komast til valda fara þeir að haga sér eins og svínin í hinni frægu bók Georges Orwell, Animal Farm. Þeir tútna út, setja á sig þverslaufu, hatt eða axlabönd, þverbrjóta reglur til að hygla vinum og vandamönnum, hika vart við að brjóta lög- in sumir hverjir og láta enga siðferðisþröskulda vera sér til trafala. Að tala um prinsipp við slíkt fólk er eins og að kvarta undan veðrinu. Þessi orð má ekki leggja út á þann veg að viðleitni sé ekki til staðar hjá einhverjum valdhafa til að gera vel. Svínin hjá Orwell tóku af skarið þegar drykkja og skepnuskapur hús- bónda þeirra keyrði um þverbak. En íslenska þjóðin er ákaf- lega varnarlaus gagnvart ýmiskonar sukki og svínaríi. Við höfum ekki húmor sumra suð- rænna þjóða sem kunna að skopast að fárán- leikanum eins og argentísku blaðamennirnir sem gefa út blað til háðungar stjórnvöldum. Það er margt líkt með íslandi og Argentínu þar sem oftar en einu sinni hefur legið við þjóðargjaldþroti. Sú þjóð situr uppi með ein- hvern skrýtnasta og spilltasta leiðtoga álfunn- ar, Carlos Menem - hneykslin í kringum hann eru farsa líkust - það er nefnilega oft skammt á milli gráts og hláturs, gríns og alvöru, draums og veruleika. Beethoven samdi sína þriðju sinfóníu til heiðurs Napóleon Bonaparte, þegar hann hélt að draumarnir um frelsi væru að verða veru- leiki. Svo bárust þau tíðindi til Vínarborgar að boðberi lýðveldishugsjónanna hefði krýnt sig til keisara. Beethoven varð æfur og hafa margir tryllst af minna tilefni. Valdahrokinn er samur við sig en kemur fólki alltaf jafn- mikið úr jafnvægi. Púlhesturinn í sögu Orwells, sem hjálpaði svínunum að gera byltingu, átti ekki von á því að hans biðu verri dagar og honum yrði loks lógað af nýju harðstjórunum. A meðan menn klífa valdastigann tekst þeim oft að blekkja umbjóðendur sína og flestir reyna að halda því áfram svo þeir missi ekki völdin aftur. Æði margir falla þó í freistni eins og sagan sýnir - trylltir harðstjórar hafa sett svip sinn á söguna frá upphafi vega og eru enn til. Þegar tilvist þeirra er réttlætt eða útskýrð er bent á pólitíska hefð, ríkjandi stjórnarhætti, trú, menningu og fleira. Enginn dró vald Elísabetar I í efa því að á miðöldum var hún álitin fulltrúi Guðs á jörðu niðri. Þó voru til menn á þeim tímum, meira segja við hirðina, sem settu spurningarmerki við þessa tilhögun. Einn þeirra var William Shakespeare. Nýlega var Hamlet, eitt hans frægustu verka, sýnt hér í kvikmyndahúsi. í Hamlet tekur Shakespeare á mannlegu eðli og hinu „spillta“ ríki - sem hlýtur að endur- spegla þær efasemdir sem hinn mikli gáfumaður og fleiri hafa haft um eigin samtíma, eigið kerfi. Þrátt fyrir breytta stjórnarhætti frá tímum Elísabetar I og Napóleons Bonaparte er þörfin á aðhaldi í þingræðisríkjum nútímans brýn. Það gleymist svo oft að frelsinu fylgir ábyrgð, líka því frelsi fólks að velja sér menn til forystu á fjögurra ára fresti. Einn núverandi ráðherra sagði eitt sinn aðspurður í kjölfar hneykslis sem upp kom að það ætti að gera meiri sið- ferðiskröfur til stjórnmálamanna en annarra. Þau orð hans eru álíka í takt við tímann og veruleikann og bartarnir hans Carlosar Menem. 10 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.