Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 14
HEIMSMYND B UPPLJÓSTRANIR Sannieikanum hagrætt... Heimsmethafi... Madonna prýddi for- síðu tímaritsins Vogue í maí árið 1989. Eins og sjá má af myndinni lengst til vinstri er ýmislegt hægt að gera. Brjóst og læri söngkonunnar voru sniðin af, skipt var um sundbol, lit hárs og húðar breytt og tennur og augu hvíttuð auk þess sem nefið hefur verið smækkað lítið eitt. EKKERT AÐ MARKA MYNDIRNAR Söngkonan þekkta Ma- donna hefur prýtt forsíður fjölmargra tímarita og af ár- angrinum er ekki annað að sjá en að hún gæti allt eins haft af því lifibrauð að sitja fyrir á myndum eins og að syngja. En ekki er allt sem sýnist. Eftir að tölvutæknin hélt innreið sína fyrir alvöru í prentiðnaðinn hafa ljós- myndarar og setjarar tekið að hagræða „sannleikanum“. Ljósmyndir eru skannaðar inn í tölvuna og síðan getur leikurinn hafist. Lit húðar og hárs er breytt, svitaholur og hrukkur eru þurrkaðar út þannig að áferð húðarinnar verður óaðfinnanleg. Þá má laga kjálkalínuna, breikka bil milli augnanna, laga nefið og ekki sakar að gefa vörunum örlitla fyllingu í leiðinni. Smá falsanir eins og að hvítta tennur og augu þykja sjálf- sagðar og sömuleiðis stækk- un brjósta og eyðing keppa á óæskilegum stöðum. Utkom- an er tilbúin fegurð, andlit sem ekki eru til í raunveru- leikanum. Benda má á að þetta getur orðið æði ójafn leikur, því fjölmargar konur eyða háum fjárhæðum í hvers kyns andlitskrem til að líta út eins og þær fyrirsætur sem auglýsa varninginn en vita ekki að fyrirsæturnar hafa tölvutæknina sér til fulltingis. Það eru ekki aðeins tísku- blöðin sem tekið hafa þessa tækni í þjónustu sína. Þegar Persaflóastríðið var í þann mund að brjótast út mátti sjá andlit bandarísks hermanns upplýst af hita og glæringum frá sprengingu á forsíðu fréttatímaritsins Time. Að sjálfsögðu var hér aðeins um tilbúna mynd að ræða því þegar myndin birtist, 10. des- ember 1990, hafði stríðið ekki enn brotist út auk þess sem aldrei kom til þess að kjarnavopnum væri beitt. Mörgum hefur ofboðið hversu langt er gengið í að hagræða sannleikanum og vilja kalla þetta hreina sögu- fölsun. Sennilega er þó ekk- ert eitt atvik sem farið hefur fyrir brjóst jafn margra og þegar hið virta tímarit Nat- ional Geographic hagræddi mynd af píramíðunum í Giza þannig að bil milli þeirra var minnkað til þess að þeir kæmust báðir fyrir á forsíð- unni. Það er vissara að taka myndum með fyrirvara því máltækið „myndir ljúga ekki“ á ekki lengur við rök að styðjast. Nær væri að segja „taktu myndirnar ekki of hátíðlega, þær gætu verið að ljúga“. 122 HEIÐURSGRÁÐUR Fróðleiksþyrstir íslendingar eiga þess nú kost að hlýða á séra Theodore M. Hesburgh, heiðursrektor University og Notre Dame. Hann hefur meðal annars unnið það sér til ágætis að hafa hlotið fleiri heiðursdoktorsnafnbætur en nokkur annar maður hér á jörð samkvæmt Heimsmetabók Guinnes. Hesburgh er þekktasti núlifandi menntamála- frömuður Bandaríkjanna. Hann hefur ekki langt upp laup- ana þótt hann sé orðinn sjötíu og fjögurra ára því hann á sæti í rúmlega áttatíu stjórnum og nefndum auk þess sem hann ferðast vítt og breitt til að taka á móti viðurkenning- um og halda tölur. Hingað er Hesburgh kominn sem aðalræðumaður á mál- þingi um háskóla og háskólamenntun í Bandaríkjunum sem haldið verður í Háskóla Islands fyrsta til fimmta þessa mán- aðar. 14 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.