Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 16
UPPLJÓSTRANIR
Prince... Kynorka... Brjóstastækkanir...
T
slenskar konur eru engir eftirbátar erlendra kvenna þegar brjósta-
stækkunaraðgerðir eru annars vegar.
STÆRRI BRJÓST
Brjóstastækkanir eru að
verða jafn sjálfsagðar fegrun-
araðgerðir og tannréttingar,
aðeins örlítið dýrari. Pær eru
ófáar íslensku konurnar sem
þegar hafa látið til skarar
skríða og enn fleiri sem velta
þessum möguleika fyrir sér.
Enn sem komið er eru það
þó aðallega yngri konurnar
sem vilja hressa upp á útlitið
með þessum hætti. Sem
dæmi um hversu sjálfsagðar
slíkar aðgerðir þykja hér á
landi má geta þess að heyrst
hefur að ungar konur víli
ekki fyrir sér að ræða þessi
mál við karlpeninginn á
danshúsum borgarinnar til að
fá þeirra álit.
Það er í tísku að hafa stór-
an barm. Föt eiga að liggja
þétt að líkamanum og háls-
málin eins flegin og kostur er
(svo ekki sé þeirri tískunýj-
ung gleymt að klæðast
brjóstahaldara einum sam-
an). Það dylst engum að
fatnaður sem þessi fer ítur-
vöxnum konum mun betur
en hinum og því er ekki að
furða þótt þær sem ekki hafa
þrýstinn barm frá náttúrunn-
ar hendi flykkist til lækna til
að fá brjóst sín stækkuð. ís-
lenskir læknar hafa ekki látið
sitt eftir liggja frekar en
starfsbræður þeirra úti í
heimi þannig að nú er hægt
að fá brjóstastækkun án mik-
illar fyrirhafnar. Lands-
byggðin hefur ekki farið var-
hluta af þessari þróun því nú
eru slíkar aðgerðir einnig
framkvæmdar á Akureyri og
Húsavík. Eini vankanturinn
er kostnaðarhliðin því með
nýrri reglugerð sem tók gildi
fyrsta mars síðastliðinn hefur
Tryggingastofnun hætt að
greiða fyrir aðgerðir af þessu
tagi. Vilji kona kaupa sér
stækkun brjósta verður hún
að greiða fjörutíu þúsund
krónur fyrir silikonið, efnið
sem notað er til að auka við
það sem fyrir er, og síðan
kostnaðinn við sjálfa skurð-
aðgerðina. Sjái hún eftir öllu
saman að nokkrum árum
liðnum eða ef tískan breytist
er minnsta málið að láta taka
silikonpúðana úr brjóstunum
þannig að þau taki á sig sína
upprunalegu mynd á ný.
HVERS VEGNA ELSKA ALLAR KONUR
PRINCE?
Hann er ekki nema rúmur einn og hálfur metri á hæð,
með óhrjálegan skeggvöxt, þeysist sveittur um sviðið á tíu
sentimetra háum skóm, þröngum buxum, skreyttur pallí-
ettum og pífum. Það verður tæpast sagt um Prince að
hann sé holdgervingur prinsins á hvíta
hestinum sem margar konur láta
dreyma um. Þó er eitthvað í fari
sem lætur fáar konur ósnortnar. Eft-
ir miklar vangaveltur hafa erlendir
„ímyndasmiðir“ komist að þeirri
niðurstöðu að það sem kveikir
neista í hjörtum kvenna sé sú
mikla kynorka sem frá hon-
um stafar. Allar hreyf-
ingar hans að
ógleymdu augnaráð-
inu gefur til kynna
um hvað hugsanir
hans snúast, kyn-
líf, kynlíf og aftur
kynlíf.
Prins er óneit-
anlega mjög
glysgjarn, eig-
inleiki sem
aldrei hefur
þótt merki um
karlmennsku,
en þegar Prins
er annars vegar
virðist það
hrífa. Hann er
umvafinn
kvenfólki.
Skemmst er að
minnast þess
þegar leikkon-
an og kyntákn-
ið Kim Basinger
elti hann á rönd-
um og gaf yfirlýsingar
í blöðum jsess efnis að
loks hefði hún fundið jafn-
oka sinn í rúminu. Hins vegar
vara þessir sömu sérfræðingar
við því að aðrir menn fari í
smiðju hjá Prince til að kynda
undir kvenhylli sinni. Þótt konur
hrífist af Prince og kynlegheitum
hans er það „Malborómaðurinn“
sem enn hefur vinninginn.
Hálfur maður, hálfur geithafur. Prince kveikir
eld í hjarta kvenna þrátt fyrir öll kynlegheitin.
16 HEIMSMYND