Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 22

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 22
22 HEIMSMYND Megináherslan í vetur er á fjölbreytileg efni. Ein helsta nýjungin eru galla- og tweedefni sem skotið hafa upp koll- inum í haust- og vetrarlínu hátískuhúsanna. Hönnuðir eru djarfari en nokkru sinni fyrr í samsetningu ólíkra efna. Köflóttur tweedjakki og svartur silkikjóll er dæmi um kokteilklæðnað frá hönnuðinum Christian Lacroix og Ralph Lauren setur saman gallabuxnaskyrtu bundna í mittið og sítt svart pils úr sléttflaueli. Hins vegar eru sniðin einföld og heldur látlaus. Þegar á heildina er litið eru breytingar þó ekki miklar. Það eru helst pilsin sem hafa tekið stakkaskiptum. Þau eru gjarnan plíseruð, sitja á mjöðmunum og sveiflast með göngulaginu. Þá hafa bjöllu- laga pils verið áberandi hjá hönnuðum eins og Valentino og Karli Lagerfeld. Þessi pils eru mjög þröng í mittið, eru úr stífum efnum og víkka út. Við þau eru notaðir jakkar, gjarnan þröngir í mittið. Tweedefnin hafa verið endurbætt þannig að þau eru þynnri og þegar þau eru notuð að kvöldlagi eru glitrandi þræðir gjarnan ofnir í efnið. Með þessu móti hefur verið komið til móts við þær konur sem ekki eru í laginu eins og sýningarstúlkur en vilja fylgjast með straumum í hátísk- unni. Bandaríski tískuhönnuðurinn Ralph Lauren hefur komið með skemmtilega útfærslu á tweedtísku vetrarins sem ætti að geta hentað mörgum konum. Hann setur sam- an aðskorna tweedjakka með dálitlum axlapúðum og þröngar svartar buxur úr sléttflaueli. Þannig er dregið úr áhrifum kaflanna í tweedefninu. Fjólublái jakkinn og pilsið eru frá ítalanum Giorgio Armani. Útfærsla hans er að vanda sígild og glæsileg. Flegið hálsmálið, breiðar axlirnar og þröngt mittið undirstrika grannar línur líkamans. Yves Saint Laurent snýr dæminu við. Hann notar svartan jakka með köflóttu pilsi. Oscar De La Renta setur hins vegar svartan topp með rauðköflóttu pilsi. Plíseraða röndin neðst gefur létta og leikandi áferð. Vel sniðinn tweedjakki í skærum lit er ágæt fjárfesting fyrir veturinn. Hann má nota hvort sem er að degi til með einlitum buxum eða kvöldi og þá með litlum svörtum silki- kjól, helst með plís- eruðu pilsi. Nýstárlegur kvöldklæðnað- ur frá Oscar De La Renta. TÍSKfl: HAUSTTÍSKAN í HNOTSKURN H
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.