Heimsmynd - 01.10.1991, Side 27

Heimsmynd - 01.10.1991, Side 27
BRYNJÖLFUR JÓNSSON Það sem Philippe rak sig fljótlega á eftir að hann flutti til landsins var hversu flókin samskipti í fjölbýlishúsum geta verið. „Það er mjög erfitt að búa með íslendingum í fjölbýli. Ýmist ríkja reglur samkvæmt þýskum aga, þar sem haldnir eru endalausir kaffifundir til að ræða hvort mála eigi ruslatunnurnar rauðar eða hvítar, eða þá að ekkert húsfélag er til staðar og allt fer í vitleysu vegna þess að engum dettur í hug að hirða neitt nema eigin íbúð. Börnin henda rusli á gólfin í göngunum og enginn nennir að beygja sig eftir pósti sem dottið hefur á gólfið. Fólk virðist hafa litla tilfinningu fyrir tilvist annarra. Það held- ur villt partí fram á rauðanæt- ur og skeytir engu þótt ná- grannarnir geti ekki sofið.“ Það þarf í raun ekki að koma á óvart þótt við Islendingar séum ekki búnir að læra að lifa í borg því enn er svo stutt síðan fólk tók að flytjast úr sveit í bæ. Frakkar eiga hins vegar margra alda borgarmenningu og hafa löngu lært að umgangast samborgarana í nálægð eins og fólk í stórborgum þarf að gera sér að góðu. „Skipulagið má samt ekki verða of stíft eins og í Svíþjóð þar sem allt er í föstum skorðum og enginn fer nokkurn tímann yfir markið. Fólk má vera frjálst en það verður að vera kurteist og sýna tillitssemi og sveigjanleika." Það hefur löngum viljað loða við íslendinga að þeir séu hálf ókurteisir í síma. Sem dæmi nefnir Philippe þann leiða vana fólks að spyrja, án þess svo mikið sem kynna sig eða afsaka ónæðið, hvar þetta sé. Vilji sá sem svarar símanum fá að vita við hvern hann sé að tala skellir fólk iðulega á. „Ég er farinn að segja þeim sem spyrja svona að það hafi hringt í sovéska sendiráðið. Um leið og fólk heyrir það verður það afskaplega kurteist og biður afsökunar á ónæðinu. Það er svo einkenni- legt að íslendingar eru mun kurteisari og umburð- arlyndari gagnvart útlendingum en samlöndum sínum. Ef til dæmis útlendingur stoppar umferð- ina þegar hann er að ganga yfir götu bíða allir ró- legir meðan hann er að komast yfir en ef íslend- ingur gerir sama hlutinn verður fólk mjög óþolin- mótt og byrja að flauta á hann löngu áður en hann er kominn yfir götuna." Philippe kynnist fjölmörgum ferðamönnum á hverju ári í starfi sínu. Hann segir þá almennt bera Islendingum góða söguna. „Islendingar eru alls ekki kuldalegir og oft mjög hjálplegir. Séu þeir til dæmis spurðir til vegar láta þeir sig ekki muna um að ganga þrjátíu metra með fólki til að vísa veginn. Margir ferðamenn kvarta yfir því að erfitt sé að kynn- ast íslendinum og yfirleitt er fólk í verslunum og á veit- ingastöðum þeir einu sem ferðamenn hafa samskipti við. Það vantar hins vegar heilmikið á að íslendingar sýni þá til- litssemi sem flestir myndu flokka undir almenna kurteisi. Sem dæmi tekur Philippe það þegar gengið er gegnum raf- magnshurðir sem opnast sjálfkrafa. Flestir hugsa ekkert um næsta mann heldur strunsa bara í gegn og hurðin skellur beint á þann sem á eftir kemur. Islendingar eru ruddalegir í síma. Skella á ef þeir eru spurðir til nafns. Raunverulegir heimsborgarar eru ekki bara fínir fram að þrítugu eða eftir tvö á daginn, þeir eru alltaf óaðfinnanlegir. íslendingar tala mikið um peninga og kunna ekki að fela grœðgina. Það er erfitt að búa með Islendingum í fjölbýli, því þeir kunna ekki að taka tillit til nágranna. Ungir íslenskir menn kunna sig ekki, gala á eftir ferðamönnum og senda þeim dónaleg merki. íslensk umferðarmenning er ekki upp á marga fiska að mati Philippes. Réttast telur hann að byrja á því að kenna íslend- ingum að aka, ef ætlunin sé að fækka umferðarslysum, í stað þess að leggja áherslu á að lækka hámarkshraða og leyfi- legt magn áfengis í blóði. Sem dæmi nefnir hann það að fáir noti stefnuljós þegar farið er fram úr bílum, ekki einu sinni lögreglan. Philippe bendir einnig á að menn aki hver á eftir öðrum án þess að hafa nokkurt bil milli bílanna. „Þegar út í umferðina er kom- ið er hver kóngur í sínu ríki. Bílstjórar aka eins og þeir væru einir í heiminum og virð- ast ekkert hugsa um aðra. Það er mjög algengt að sjá fólk sitja inn í bílum sínum og stara á þá sem ganga fram hjá rétt eins og þeir væru að horfa á sjónvarp inni í stofu. Þetta þætti mjög dónalegt alls staðar annars staðar.“ Islendingar eru duglegir að fylgjast með straumum í tískuheiminum og stoltir af heims- borgaralegu yfirbragði sínu. En það eru hins vegar smáatriðin sem glögg augu Frakkans sjá sem við förum flatt á. „Islend- ingar nenna ekki að vakna hálftíma fyrr til að líta vel út. Þeg- ar maður mætir þeim í bítið á morgnana eru þeir með stírurn- ar í augunum, úfnir og ótilhafðir.“ Philippe tekur jogginggall- ann fræga sem dæmi um sérdeilis ósmekklegan klæðnað. „Falleg ung stúlka sem maður sér á götum Reykjavíkur í dag gæti allt eins verið komin í jogginggalla og hætt að hugsa um útlitið eftir fimmtán ár. Islendinga vantar fyrirmyndir því hér hefur aldrei verið raunveruleg hástétt sem hefur verið öðrum til fyrirmyndar hvað klæðaburð varðar. Raunverulegir heims- borgarar eru ekki bara fínir fram að þrítugu eða eftir tvö á daginn, þeir eru alltaf óaðfinnanlegir.“ Ferðamannastraumur hefur aukist gífurlega síðan Philippe stofnsetti ferðaskrifstofu sína og margt hefur breyst. Hann bendir þó réttilega á að mörgu sé ábótavant hvað skipulagn- ingu varðar og að margt mætti betur fara. Bændagisting er til- tölulega nýtt liyrirbæri hér á landi. I fyrstu voru það einn eða tveir sveitabæir sem tóku á móti ferðamönnum í gistingu og fæði en nú er þetta að verða talsverður atvinnurekstur. „Það er sjálfsagt fyrir bændur að reyna að nýta þennan kost sem tekjumöguleika en það verður að reyna að gera það smekk- lega. íslendingar kunna ekki að fela græðgina. Víða úti á landi hafa bændur tekið upp á því að byggja langa rana við hús sín þar sem ferðamönnum er komið fyrir í herbergjum innréttuð- um með Ikea húsgögnum. Þannig missir sveitagisting smám saman sjarmann og hættir að vera aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Það verður of mikil peningalykt af hlutunum.“ Phil- ippe bendir á að Islendingar tali rnikið um peninga, fólk sé sí- fellt að spyrja hann hvernig gangi og vilji vita hvort hann þéni nóg. „Þessar spurningar fara mjög í taugarnar á mér. Maður gerir ekki allt bara til að græða á því. Það er sveitamennska að þurfa að vita allt um næsta mann, hvað hann sé að gera og hversu mikla peninga hann eigi.“ Það er alltaf gott að fá ábendingar um það sem betur má fara og það er ljóst að Islendingar eiga enn talsvert eftir ólært áður en þeir geta talist fullgildir meðlimir í samfélagi heims- borgara. Hins vegar bendir Philippe á að sveitamennskan hafi sinn sjarma, sérstaklega ef samhliða henni fer tillitssemi og kurteisi í umgengni við meðborgarana.D HEIMSMYND 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.