Heimsmynd - 01.10.1991, Side 30

Heimsmynd - 01.10.1991, Side 30
BJÖRG ARNARSDÖTTIR LÍFSSTÍLL: ÍSLENSKT HEIMILI í NEW YORK Ung hjón, Grétar Sigurðsson sendiráðsritari og Dóra Þorvarðardóttir, hafa komið sér fyrir í skemmtilegu húsi við sjávarsíðuna í úthverfi New York borgar ásamt tveim dœtrum sínum, Margréti og Hildi. Ut um stofuglugga þeirra má sjá víðáttu- mikið skógivaxið svœði þar sem er að finna fjölmargar dýra- og fuglategundir. Húsið stendur við enda fáfarinnar götu. Þar sem garðinum sleppir tekur við stórt skógivaxið svæði. New York er stórborg iðandi af mannlífi þar sem fjöl- breytnin er eins mikil og hugsast getur. Hvítir, svartir, gulir og brúnir menn og konur hvert sem litið er. I hugskotum flestra er New York fyrst og fremst stórborg þar sem verðbréfavið- skipti og kauphallarbrask ráða ferðinni, þar sem milljónamær- ingar og auðkýfingar ganga um götur milli flakkara, fátækl- inga og bláklæddra skrifstofumanna. I ys og þys þessarar heimsborgar þar sem um átta milljón manns búa virðist lítið rúm fyrir hefðbundið fjölskyldulíf og barnauppeldi enda fer ekki hjá því að að manni læðist efasemdir um ágæti þess að ala upp börn við slíkar aðstæður. En ekki er allt sem sýnist, stórborgin New York býður upp á margt fleira en iðandi götu- líf, háhýsi og umferðargný. Þegar komið er út fyrir miðborg- ina þar sem skýjakljúfar byrgja útsýnið í allar áttir tekur við nýtt og all ólíkt umhverfi. I úthverfum borgarinnar er að finna bæði róleg og falleg íbúðarhverfi, þar sem ríkir kyrrð og ró sem á ekkert skylt við eril stórborgarinnar. Þessi hverfi eru mörg hver ótrúlega falleg og ljóst að margir hafa komið sér burt úr mannhafinu á Manhattan þangað sem grasið grær og fuglarnir syngja. Það var ævintýri líkast að stíga út úr lestinni á áfangastað fimmtíu mínútum eftir að hún hafði lagt upp frá járnbrautar- stöðinni, Grand Central, í miðri New York borg. Lestarstöðin var aðeins trépallur með dálitlu skýli. Þetta var einna líkast því að koma í lítið sveitaþorp. Erindið var að líta inn hjá ung- um íslenskum hjónum, þeim Grétari Sigurðssyni og Dóru Þor- varðardóttur, til að forvitnast um líf þeirra og hagi á nýjum og framandi slóðum. Niður af brautarpallinum er genginn mjór moldartroðningur að bílastæðunum þar sem Dóra stendur brosandi í gallabuxum og ermalausum bol. Dóra var þarna mætt til að taka á móti Grétari líkt og hún gerir á hverjum degi því í Bandaríkjunum kemur það yfirleitt í hlut húsmóður- innar að aka manni og börnum milli staða. „Börnin kalla bíl- inn „mömmu leigubfl" því maður er á þönum meira og minna allan daginn við að koma heimilisfólkinu þangað sem það á að fara og síðan að sækja það. Þetta getur verið æði snúninga- samt,“ segir Dóra en á röddinni má heyra að hún kann þessu hlutskipti ekki illa. í aftursæti bflsins sat Hildur, yngri dóttir þeirra Dóru og Grétars. Göturnar voru að mestu auðar, aðeins stöku bfll á ferð. Vel hirtir garðar umluktu húsin sem stóðu í röðum hvert öðru glæsilegra. Eftir um það bil fimm mínútna akstur renndum við í hlað. Húsið sem Grétar og Dóra búa í er fallegt þriggja hæða rauðleitt múrsteinshús með garði fullum af blómstrandi trjám og runnum. Húsið sem er í eigu íslenska ríkisins stendur við enda götunnar og að baki þess tekur við víðáttumikið skógi- vaxið svæði. Grétar var ekki seinn á sér að bjóða gestinum í hjólreiðatúr um svæðið og niður í fjöru. Það leynir sér ekki að hann hefur gaman af því að horfa upp á undrunarsvip íslend- ingsins sem hefði aldrei trúað því að óreyndu að fyrir fyndust ósnortin svæði í úthverfum New York borgar. „Ég var nú sjálfur ekki við þessu búinn þegar ég flutti hingað,“ segir Grétar en hann kom á undan Dóru og dótturinni Margréti. „Ég bjóst við hinu versta og var stöðugt á varðbergi, passaði til dæmis alltaf upp á að læsa á eftir mér þegar ég fór út úr húsi sama hversu stutt ég fór,“ segir hann og hlær, finnst þetta 30 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.