Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 32

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 32
32 HEIMSMYND HEIMSM917-30 Fjölskyldan hefur komið sár fyrir í stofunni. Húsgögnin fluttu þau með sér að heiman. greinilega fáranleg hræðsla í dag. „Þegar ömmurnar heima á Islandi eru að hafa áhyggjur af því að stelpurnar séu ekki ör- uggar hérna róa ég þær með því að segja að þetta sé alveg eins og heima, bara ennþá ör- uggara." Eg efast ekki um sannleiksgildi þessara orða því enn höfum við ekki mætt nema einni bifreið í hjólaferðinni. Við stíg- um af hjólunum og leggjum þau upp við tré og Grétar fullyrðir að það sé algjör óþarfi að læsa þeim. „Hér tekur enginn neitt,“ segir hann og hlær að áhyggjusvipnum sem kemur á Islendinginn þegar á að skilja hjól- ið eftir ólæst. í skóglendinu er hægt að ganga langar leiðir eftir moldartroðningum og það vekur athygli að hvergi er neitt rusl að sjá. Greinilegt að hér dettur engum í hug að skilja eftir sælgætisbréf eða áldollur eins og oft má sjá heima á fjölförnum gönguleið- um í nágrenni Reykjavíkur. Einn stígurinn liggur niður að fallegri strönd þar sem tugir seglbáta liggja við festar. Það er farið að kvölda en hlýtt í veðri og gott að setjast á bekk undir hávöxnu eikar- tré og horfa út á hafið og njóta þess að teyga hreina loftið. Þarna andar af sjálfu Atlantshafinu. „Ég held að það ætti að skylda alla íslendinga til að búa erlendis einhvern tíma bara til að skynja hversu ógurlega stór heimurinn er og við lítil,“ segir Grétar. „Maður lærir líka að meta ísland ennþá betur þegar horft er á hlutina úr dálítilli fjarlægð." Ekki er annað hægt en dásama umhverfi þessa litla sælu- reits sem þau hafa fundið sér hér rétt utan við ys og þys heimsborgarinnar. Grétar tekur undir með dálitlum semingi þó og bætir við: „ísland er samt alltaf best. Mér finnst það leiðinlegt þegar íslendingar sem setjast að erlendis fara að hallmæla öllu heima, við höfum svo margt þar sem er mikils virði eins og alla víðáttuna og nálægð við vini og fjölskyldu.“ Grétar og Dóra fluttust vestur um haf fyrir rúmum tveim árum, í maí ’89, þegar Grétari bauðst starf sendiráðsritara í sendiráði íslands í New York eftir nokkurra ára starf í utan- ríkisþjónustunni á íslandi. Eldri dóttir þeirra Margrét var þá átta ára en Dóra að því komin að eiga Hildi. Umskiptin reyndust mikil því þetta sumar geisuðu einhverjir mestu hitar sem mælst hafa í Bandaríkjunum. íslendingar eru af augljós- um ástæðum lítt kunnugir loftkældum húsum og því ekki að undra þótt þau Grétar og Dóra hafi ekki áttað sig á því að loftkælingin í húsinu var biluð þegar þau fluttu inn. „Við héld- um að þetta ætti bara að vera svona. Það var ekki fyrr en ein- hver kom í heimsókn og benti okkur á að láta líta á loftkæl- inguna að við létum gera eitthvað í málunum." „Þvílíkur mun- ur,“ bætir Dóra við. „Ég var komin að því að eiga Hildi og hitinn var alveg að gera út af við mig. I ofanálag voru síðan moskítóflugurnar, reyndar virðast þær vera mun hrifnari af Grétari en mér og stelpunum.“ Grétar brosir að orðum Dóru og segir síðan: „Þetta er farið að hljóma eins og einhver hryll- ingssaga. Auðvitað nutum við þess mjög að flytja hingað og fá tækifæri til að upplifa eitthvað alveg nýtt og spennandi. Mér finnst sérkennilegt ef fólki finnst ekki gaman að upplifa æv- intýri. Þessi dvöl er að vissu leyti ævintýri en hversdagslífið hér er samt alveg jafn hversdagslegt og það var heima þótt það sé að einhverju leyti ólíkt. Við þurfum að fara í vinnu, börnin í skólann, það þarf að elda mat, slá garðinn og þrífa húsið.“ Húsið er rúmgott og bjart. Þegar komið er inn blasir stofan við en úr henni er horft út í bakgarðinn þar sem komið hefur verið fyrir leiktækjum fyrir börnin. Húsgögnin, svart leðursófasett, glerborð og skemmtilega laxbleika hægindastóla, úr versluninni Casa, Mirale, fluttu þau með sér að heiman. A veggjunum er fjöldi málverka eftir íslenska listamenn. „Við höfum gert töluvert af því í gegnum árin að safna málverkum. Það má segja að það sé áhugamál okkar. Af einhverri ástæðu höfða íslensk málverk samt alltaf mest til mín,“ segir Grétar. „Ætli það sé ekki að manni finnst það fallegast sem maður elst upp við. Það er eins og að hafa lítinn hluta af Is- landi með sér hvert sem maður fer.“ I einu horni stofunnar stendur svartur flygill. Hann eignuðust þau á dálítið sérkennilegan hátt. Einhvern daginn fór Grétar út í búð til að Eldri dóttirin, Margrét, spllar á flygilinn en Dóra fylgist með. Veggina prýðir fjöldi mynda eftir íslenska listamenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.