Heimsmynd - 01.10.1991, Page 39
h
Hann er án efa einn yngsti for-
stjóri sinnar tegundar í banda-
rfsku viðskiptalífi - og hugsan-
lega einn sá umtalaðasti um
þessar mundir.
Klukkan er að verða tíu að morgni á miðri Manhatt-
an. Fyrir utan Bergdorf Goodman á horni 58. götu
og Fifth Avenue standa ríkulega klæddar konur í
hælbandaskóm með Chanel töskur og sólþurrkaða
húð. Pær bíða eftir því að ein fínasta stórverslun
heims opni gáttir sínar. Hitinn er þrúgandi og
Plaza hótelið sem Ivana Trump rekur nú stendur
eins og tíguleg drottning með turna sína sem teygja
sig til himins. Sólin brennur, rakinn límir fötin við
mann og lyktin, sem er sambland af þvagi og
mengun, mat, fnyk og ilmi - er táknræn fyrir New
York. Borgin víbrar. Andrúmsloftið er þrungið
spennu, losta, græðgi, örvæntingu, eymd og munaði - öllum
mögulegum þversögnum hins kapítalíska samfélags í lok 20.
aldarinnar.
A horninu á 58. götu er pylsusali. Ég bendi á svarta gler-
byggingu sem reigir sig upp í loftið við hliðina á Bergdorf og
spyr þennan mann hvort Sony sé þarna til húsa. Hann veit
ekkert um það. Ég held á handriti Olafs Jóhanns undir hend-
inni - af nýju bókinni hans: Fyrirgefning syndanna og rölti
milli kaupsýslumanna í dökkum jakkafötum - sem ganga svo
hratt að silkibindin þeirra sveigjast út á hlið - þeir eru inn-
skeifir og klunnalegir - fötin eru amerísk þótt fyrirmyndin sé
bresk - enginn tæki þá fyrir Evrópubúa. Ég sest á bekk í
Central Park og veit ekki að þarna rétt hjá þennan sama
morgun var rúmlega þrítugum lögfræðingi nauðgað af svört-
um nefbrotnum beljaka þegar hún var úti að hlaupa í morg-
unsárið.
Ég er hálfnuð með bókina. Ég las fyrri bækurnar ekki af
sömu athygli. Þessi heldur mér fanginni. Bókin og tilhugsunin
um að loksins sé ég að fara að hitta þennan mann, þennan ís-
lenska gulldreng, þetta sjení - sem þjóðin hefur fylgst með úr
fjarlægð undanfarin ár. Ég hafði séð hann í veislu fyrir nokkr-
um árum. Þá var hann starfandi fyrir Sony í Kaliforníu, bókin
hans, Markaðstorg guðanna, var nýkomin út á Islandi og hann
stóð út við vegg, þögull, fölleitur og prúðmannlegur. Mér
fannst þá eins og það væri ekki mikið líf í honum. Svo horfði
ég á hann eins og hálf þjóðin á skjánum í þætti hjá Hemma
Gunn í fyrravetur - svo suave og siðfágaðan, svo fjarri íslensk-
um veruleika, þar sem hann sat í bókstaflegum skilningi á
toppnum hjá Sony. Hemmi hélt ekki vatni né hálf þjóðin og
daginn eftir hitti ég lífsreyndan markaðsmann sem hafði öðl-
ast nýja heimsmynd eftir þennan þátt. „Hvað erum við að út-
tala okkur um nokkurn skapaðan hlut hér á hjara veraldar
eigandi svona dreng í útlöndum,“ sagði hann eins og hann
hefði uppgötvað nýja formúlu.
Olafur Jóhann sem nú er 29 ára þurfti ekki að fara út fyrir
landsteinana til að sanna sig. Hann er einn örfárra sem strax
varð spámaður í eigin landi. Yfirburðir hans voru svo að hann
var ekki einu sinni öfundaður. Strax í menntaskóla skaraði
hann fram úr og ekki aðeins fyrir það að vera dúx. Honum
virtust þá þegar allir vegir færir. Hæfileikar hans í raunvísind-
um voru augljósir, hann var uppáhald íslenskukennara, hann
naut vinsælda skólafélaga - hann talaði um hugtakið list við
nemendur í yngri bekkjum þegar hann bauð sig fram sem for-
mann listafélagsins - og þeir hlustuðu. Hann átti virðingu
allra og stelpunum fannst þann sætur.
Hann varð stúdent frá raunvísindadeild og dúx Menntaskól-
ans í Reykjavík vorið 1982. Þá þegar var ljóst að hann hafði
afburðagáfu í raunvísindum enda fékk hann styrk til að fara út
og nema við Brandeis í Boston og þaðan lauk hann meistara-
gráðu í eðlisfræði 1984. En fleira lá vel fyrir honum. íslensku-
kennarinn hans í MR sagði yfir heilum bekk: Þessi maður
kann að skrifa. Og Guðni rektor sagði að hér væri afburða-
nemandi á ferð, maður gæddur yfirburðagreind.
Þegar ég tala við Olaf Ragnarsson útgefanda hans áður en
ég fer út er hið sama upp á teningnum. Ólafur talar eins og
hann hafi orðið fyrir vitrun. „Nei,“ segir hann og setur
hendur undir hnakka, hallar sér aftur í stólnum, „ég hef mikið
velt því fyrir mér hváða galla nafni minn hefur en ég kem ekki
HEIMSMYND 39