Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 41

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 41
Michael Jackson er afar feiminn en snjall . auga á þá. Hann er svo einstaklega vel gefinn að hann getur skarað fram úr á mörgum sviðum í einu. Hann hefur þessa ótrúlegu vídd, er vísindamaður, viðskiptajöfur og rithöfundur - hefur óhemju vinnuorku og er á sama tíma gæddur mann- gæsku og hógværð. Hann er ótrúlega framsýnn og merkilegt að sjá svo ungan rithöfund skynja reynsluheim þeirra sem eldri eru.“ Síðustu orðin sitja í huga mér þar sem ég lifi mig inn í hug- arheim Péturs Péturssonar, aðalsöguhetjunnar í nýju bókinni. Ólafur Ragnarsson er þegar búinn að segja mér hver flétta sögunnar er en sú staðreynd eyðileggur ekki spennuna. Og hún eykst við tilhugsunina um að hitta Ólaf Jóhann sem skóp þennan Pétur - þennan morkna, sjötuga og lífsreynda mann, sem er bitur og óuppnæmur, haldinn kynórum, lágkúrulegur, greindur og útlifaður. - Hvað segir þetta hugarfóst- ur um súperstjörnuna hjá Sony? Inni í svörtu spegla- byggingunni sem stendur á heilli lóð milli 57. og 58. götu er mikið fordyri með lyftugöngum. Pinna- hælar pilsklæddra kvenna skella á köldu marmaragólfinu. Ég fer inn göngin, sem merkt eru lyftum sem byrja frá fertugustu hæð. Lyftan þýtur upp á 43. hæð og þegar hurðin opnast blasir við stór forsalur með dúnmjúkum teppum og glugga við endann þar sem sér yfir allan Central Park. Við móttökuborðið situr glaðleg blökkustúlka í stuttu pilsi og svörtum sokkum. Hún hringir inn til ritara Ól- afs sem birtist að vörmu spori. Pað er feitlagin eldri kona með grátt hár. Hún tekur snöggt í höndina á mér og býður mér inn fyrir. Ég heyri óm- inn af rödd Ólafs sem er að tala í símann. Röddin er hressileg og hreimurinn íslenskur. „Hefurðu hitt Ólafsson?“ spyr konan vingjarnlega. „Aðeins stuttlega,“ svara ég, „og hann man áreiðanlega ekki eftir því.“ „Jú, örugglega,“ segir hún og ég velti fyrir mér hvað hún haldi að ég sé að gera þarna. Ólafur segir mér seinna að konan heiti Olive, sé írsk og umhyggju- söm. „í dag minnti hún mig á að borða hádegismat. Og hafi hún illan bifur á fólki lætur hún mig strax vita það. - Ekki treysta þessum - segir hún kannski. Ég er oft grunlaus og segi við hana að henni hljóti að skjátlast. Oftast hefur Olive samt rétt fyrir sér.“ Hann er stærri en mig minnti og hressilegri. Hann hefur mikla útgeislun. Skrifstofan er laus við íburð, þar eru bláir sófar, glerborð og gluggar með útsýni yfir Central Park. Hann er óaðfinnanlega klæddur í dökkbláum jakkafötum, rauð- röndóttri skyrtu með hvítum kraga og sterklitt bindi. Jarpt hárið er hamið aftur með geli. Við byrjum á því að tala um Boston þar sem við vorum bæði við nám. Hann hafði fengið styrk til að nema við Brandeis, sem er þekktur gyðingahá- skóli. Prófessorinn hans hét Stephan Berko. „Hann var einnig einn besti vinur minn. Hann var gyðingur og kom á sínum tíma beint til Brandeis frá Auswitch. Nú er hann nýdáinn. Konan hans vaknaði einn morguninn og þá var hann nár við hliðina á henni.“ „A stundum sem þessum,“ segir hann með tilvísun til dauða Berkos, „spyr maður sjálfan sig hvað skipti máli í lífinu.“ Pað var Berko sem benti Michael Schulhof, forstjóra Sony í Bandaríkjunum, á Ólaf og sagði í viðtali við bandarískt tíma- rit: „This kid was absolutely brilliant“. Berko hvatti Ólaf til að halda áfram á vísindasviðinu en Ólafur sýndi því ekki mikinn áhuga. Gamli prófessorinn hringdi þá í stórforstjórann í New York, gamla nemandann sinn og sagði honum frá Ólafi. „Mickey hafði beðið mig um að hringja í sig ef við hefðum af- burðanemanda sem hefði ekki áhuga á að vinna innan aka- demíunnar. Þar sem ég vissi vel hvaða kröfur Mickey gerði hringdi ég ekki fyrr en Ólafur kom til sögunnar.“ „Berko lagði hart að mér að halda áfram í eðlisfræð- inni og sagðist mundu kynna mig fyrir Schulhof og hann fengi mig ofan af því að yfir- gefa vísindin. En Schulhof bauð mér starf eftir kortér. Ég byrjaði starf mitt hjá So- ny í nýtæknideild árið 1985 og var hægri hönd þess sem stjórnaði". afn japanska stór- fyrirtækisins Sony er annað þekkt- asta vörumerki heims á eftir Coca Cola og í hópi tíu stærstu fyrirtækja, sem starfrækt eru í Bandaríkjunum. Sony var stofnað fyrir 45 árum og veltir nú 27 milljörðum dala á ári. Um 40 þúsund manns starfa hjá Sony í Bandaríkj- unum en yfir 100 þúsund á alþjóðavettvangi. „Þegar ég hóf störf hjá Sony voru þeir frum- kvöðlar á ýmsum sviðum í raftækjaiðnaði. Sony varð fyrst til að koma með CD geislaspilara á markaðinn, Walkman, ví- deótækin, ferðasjónvarpstökuvélarnar og fleira.“ Ólafur Jóhann var aðeins 24 ára þegar hann var ráðinn til Sony í San Jose í Kaliforníu þar sem Sony framleiðir CD- ROM diska og aðra tölvutækni. “Ég kom eins og græningi inn í þetta. Lenti í því að stjórna fyrirtæki sem var að byrja með tíu starfsmönnum. Veltan var þá fimm milljónir dollara en hefur hundraðfaldast frá því.“ Árið 1989 gerðist hann ráðgjafi Schulhofs í sérverkefnum, varð aðstoðarforstjóri og lagði drög að stofnun nýja fyrirtækis- ins sem hann er nú forstjóri fyrir. Hann mun vera einn yngsti forstjóri sinnar tegundar í Bandaríkjunum og í ljósi þess hve Sony er í sviðsljósinu nú, í hópi þeirra mest áberandi. Fyrirtæki Ólafs, Sony Electronic Publishing, var formlega stofnað í febrúar síðastliðnum. „Stofnkostnaður við það var um 100 milljónir dala,“ segir hann. Skömmu áður hafði Sony Software fyrirtækið verið stofnað en Michael Schulhof er for- stjóri þess auk þess sem hann stjórnar Sony USA. Ólafur er síðan einn fimm aðstoðarforstjóra Sony USA. Stofnun þess- ara nýju fyrirtækja er liður í þeirri breytingu sem er að eiga sér stað hjá Sony. Fyrirtækið festi kaup á Columbia kvik- myndafyrirtækinu og CBS Records fyrir nokkrum árum og er HEIMSMYND 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.