Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 42

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 42
hugtakið software tilkomið vegna þess. Þessi sókn Sony inn í vitundariðnaðinn er gerð í þeim tilgangi að ýta undir sölu tækninnar með því að samræma krafta úr kvikmyndum og tónlist allskonar nýtækni. Þessi breyting á Sony hefur orðið fjölmiðlum mikið umfjöll- unarefni. „Nær Sony árangri í Hollywood?“ spyr tímaritið Fortune nýlega. Öllum ber saman um að Sony er að taka áhættu en Fortune bendir á að varast beri að vanmeta lang- tímasjónarmið Japananna, þótt bandarískir viðskiptaspekúl- antar sjái margir hverjir ekki ávinninginn af þeim skrefum sem fyrirtækið er að stíga nú. „Stjórn Sony í Japan tók þessa ákvörðun,“ segir Ólafur. „Gagnrýnina á forystumenn Sony má að hluta rekja til þeirrar streitu sem Bandaríkjamenn upplifa í garð Japana og má kannski aftur rekja til stríðsins. - Þessir píreygu andskotar!" skýtur hann inn í hlæjandi. Sony þykir vestrænasta japanska fyrirtækið að því leytinu til að Akio Morita stjórnarformaður þess og Norio Ohga forstjóri þess skilji betur vestrænan hugs- unarhátt en margir aðrir japanskir stjórnendur. Engu að síður benda bandarísk dagblöð á að hvorki Morita né aðrir jap- anskir forkólfar geti nokkru sinni skilið þann hugsunarhátt sem bandaríski vitundariðnaðurinn og poppmenningin byggj- ast á. Sony er fyrsta japanska fyrirtækið til að fjárfesta í kvik- myndaveri í Hollywood. Ég spyr hann hvort gagnrýnin stafi ekki líka hugsanlega af ótta við þau tök sem Sony nær í vitundariðnaðinum. „Það er ekki einn einasti Japani hjá Columbia og óttinn við að Japanir séu að kaupa allt upp í Bandaríkjunum er líka svolítið hæpinn í ljósi þess að Bretar og aðrir eru duglegri við að fjárfesta hér en þeir.“ Bandarísk blöð benda einnig á að fjárfestingin í kvikmynd- um og tónlist skili Sony ekki tilskildum arði. Arið 1988 keypti Sony CBS hljómplötufyrirtækið fyrir 2 milljarða dala. Ólafur segir að CBS sem nú heitir Sony Music hafi aldrei gengið eins vel og upp á síðkastið. „Frá því að við keyptum CBS hefur verð þess þrefaldast og við höfum grætt 3 til 4 milljarða dala á því. Sá sem stjórnar Sony Music, Tommy Mattola, hefur kom- ið mjög á óvart.“ Fyrir Columbia kvikmyndaverið greiddi Sony 3,4 milljarða dala auk 1,2 milljarða dala sem þeir yfirtóku í skuldum og tæplega 1 milljarð sem það kostaði fyrirtækið að fá Peter Gub- er og Jon Peters til að stjórna því. Árslaun Gubers eru 2,75 milljónir dala. Jon Peters, sem upphaflega haslaði sér völl sem hárgreiðslumaður stjarnanna og kærasti Barböru Streisand, var látinn fara, sakaður um bruðl. Sony ku hafa borgað stór- fúlgur til að losna við hann í friði. Blöðin vestra hafa gert sér mat úr því að hann notaði einkaþotu Columbia til að senda blóm til vinkonu sinnar. Ólafur Jóhann hlær. Hann flýgur stranda á milli oft í viku en segist aldrei nota einkaþotu Sony nema hann sé að fljúga með viðskiptavini fyrirtækisins. Hann segir að helsti keppinautur Columbia, Time Warner, standi frekar höllum fæti. „Columbia var í rusli þegar við keyptum það en er nú stærsti framleiðandinn í ár. Ég nefni sem dæmi kvikmyndina Terminatior 2. Hlutabréfin í Time/Warner hafa hins vegar lækkað - eru nú í 60 til 70 dollurum í stað 160 til 170 eins og búist var við.“ Þrátt fyrir þessa gagnrýni á kaup Sony á Columbia og CBS, sem sumir segja jafn fáránleg og að veitingahúseigandi þurfi einnig að eiga búgarð - er Ólafur Jóhann bjartsýnn. „Áhættan sem Sony Software byggist að taka að mati margra utanað- komandi aðila meira á kappi en forsjá og aðallega felst hún í því hvort nýja strategían borgar sig, að nýtæknin og skemmti- efnið styðji hvort annað." Ólafur segir að tölvuleikir á geisladiskum sem fyrirtæki hans hafi þróað hafi gefið af sér 4 til 5 milljarða dollara í fyrra Reglan er að rœða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.