Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 46

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 46
Hvað um hans eigin laun? „Laun hér eru tengd svo mörgu, gengi á hlutabréfum, arði, veltu og fleiru.“ Hann brosir. „Ég er búinn að undirskrifa samning í bak og fyrir þar sem mér er meinað að gefa launin mín upp.“ Ég spyr hann hvort ekki megi gera ráð fyrir að hann sé í hópi hundrað hæst launuðustu fyrirtækjastjórnenda Bandaríkjanna, miðað við að hann sé einn fimm aðstoðarforstjóra hjá Sony og það sé í hópi stærstu fyrirtækjanna. „Ég get aðeins sagt þér að við erum ekki síður launaðir en aðrir. Ég nota hluta launa minna til að fjárfesta í hluta- bréfum í öðrum fyrirtækjum og það er sérstakur aðili sem sér um það fyrir mig.“ Að mati Schulhofs forstjóra Sony í Bandaríkjunum er Ól- afur Jóhann Ólafsson fulltrúi nýrrar kynslóðar stjórnenda inn- an fyrirtækisins. Hann segir að núverandi stjórnendur Sonys séu annað hvort sérhæfðir í skemmtanabransanum ellegar raf- tækjaiðnaðinum utan topparnir, hann sjálfur og Norio Ohga - því þeir séu vel heima á báðum sviðunum og nú sé hann að þjálfa Ólaf til að verða sá þriðji. En Schulhof sagði um Ólaf nýlega að hann væri engum líkur. „Óli fór til London og náði þar feykigóðum samningi við tónlistarmanninn George Michael, síðan skrapp hann til íslands og skrifaði bók.“ „Ég hitti George Michael nýlega í London og náði samningi við hann um gerð nýrrar tegundar myndefnis - Make your own music video - þar sem notendur geta sett disk í tölvu, kallað fram myndir, hljóð og texta eða búið til sitt eigið myndband. George Michael varð mjög hrifinn af þessari hug- mynd ólíkt því sem lögfræðingar Sonys höfðu talið. Þeir sögðu að tónlistarmenn myndu bara móðgast við svona tilboð en annað kom á daginn. Mér líkar ágætlega við George Michael. Hann kom mér á óvart, mikill hæfileikamaður og skemmtileg- ur náungi." En þótt Ólafur sé augljóslega í uppáhaldi hjá Schulhof og undir hans verndarvæng, er upplag þeirra ólíkt. Schulhof varð strax áhugasamur um tækni sem barn þegar Ólafur skrifaði og lék fótbolta - og sýndi yfirburðahæfni að mati kennara sinna í MR. Pað sem hann á sameiginlegt með Schulhof utan Sony er að báðir stunduðu nám í eðlisfræði. Schulhof lauk doktors- prófi í þeirri grein frá Brandeis. Samstúdent Ólafs sagði mér að hann hefði borið þess merki strax sem unglingur að hafa annan bakgrunn en flestir hinna nemendanna. „Foreldrar hans voru orðin fullorðin þegar þau áttu hann og þegar búin að koma sér vel fyrir, laus við allt stress og hann bar þess merki. í föðurgarði var honum inn- prentuð sú háttvísi sem hann býr yfir. Þetta var kúltúrfólk.“ „Ég ólst upp við öryggi og kyrrð,“ segir hann. „Þegar ég fæddist var Jón bróðir minn orðinn 19 ára og á leið út til náms. Foreldrar mínir voru 44 ára þegar ég fæðist árið 1962. Við vor- um alltaf miklir vinir. Þau reyndu ekki að hafa áhrif á hvað ég tók mér fyrir hendur eða á hvað ég tryði en lífsskoðun þeirra var orðin sterkmótuð. Þau sögðu mér, án þess að hamra á því, að maður mætti aldrei ofmetnast og það hefur setið í mér. Al- menn skynsemi er svo fjarri því að vera almenn,“ bætir hann við hlæjandi. „Almenn heilindi og einhvers konar mannúð var manni innrætt,“ segir hann og styður fingurgómum undir höku. „Ég var um daginn í flugvél. Par voru gyðingar frá Evrópu sem spurðu mig hvort það væri ekki erfitt að halda prinsipp í Ameríku. Ég svaraði því til að slík lögmál væru óháð stað og stund. Ef maður bregður út af þeim, út af þeirri leið sem er sönn og rétt eða slakar á prinsippunum öðru hverju, þá er svo stutt úr reglu yfir í kaos.“ Hann lýsir sjálfum sér sem snarvitlausum krakka. „Ég terr- oriseraði miðbæinn," segir harin hróðugur. „En ég fékk mikla alúð heima hjá mér. Mamma og pabbi bjuggu í sama húsinu í 45 ár. Afi minn var læknir á Kópaskeri og þaðan kom mamma í bæinn til að fara í Verslunarskólann. Hún keypti hús fyrir foreldra sína við Suðurgötu 15 þar sem foreldrar mínir bjuggu eftir að þau giftu sig.“ í nýju bókinni virðist mér Ólafur nota staðinn þar sem hús foreldra hans stóð til að lýsa æskuheimili Péturs og nostalgían leynir sér ekki þegar hann lýsir umhverfi Tjarnarinnar. „Það sitja í manni ýmsir hlutir,“ segir hann með daufu brosi, „en ég er ekki fyrir að sökkva mér ofan í þá. Þó sakna ég þess smá- lega frá Islandi eins og að labba um ákveðna staði.“ Faðir hans, Ólafur Jóhann Sigurðsson, einn virtasti rithöf- undur á íslandi eftirstríðsáranna, lést fyrir þremur árum. „Það var mikið áfall. Við vorum svo miklir vinir. Dauða hans bar að skyndilega. Hann var 69 ára. Dauði ástvinar er nokkuð sem menn eiga við sig á löngum tíma en þetta er lögmálið, eins og pabbi sagði alltaf. Fyrir mér var pabbi alltaf tákn sveigjanlegrar festu. Hann vann heima alla daga, gerði ekkert annað en að skrifa og af mikilli einbeitingu. Hann var tólf ára þegar hann ákvað að verða rithöfundur, alinn upp í mikilli fá- tækt. Fimmtán ára fór hann úr Grafningnum til Reykjavíkur, einn síns liðs, með handrit í farteskinu. Hann prédikaði aldrei yfir mér. Margir karlar sóttu pabba heim og komu á ýmsum tímum. Ég man vel eftir heimsóknum Gunnlaugs Scheving listmálara, Herði Ágústssyni, Helga Hálfdanarsyni, Helga Sæ- mundssyni, Jóni Dan, Jóni Óskari og Kidda í Kiddabúð. Þeir sátu og reyktu, tefldu eða bara spjölluðu saman. Mér skilst að nú sé þetta allt breytt í Reykjavík. Það virðist vera komið miklu meira los í tilveruna, þess vegna er ég svolítið ánægður með þennan ættaráhuga sem virðist vera að vakna hjá fólki, eins og það leiti upphafsins.“ Þegar hann talar um það umhverfi sem hann ólst upp í - umhverfi Kiddabúðar og fleira, rétt eins og hann hafi sjálfur lifað í Reykjavík eftirstríðsáranna - reyni ég að ímynda mér hvernig föður hans sem var þekktur fyrir mannúðlega vinstri pólitík yrði við að sjá son sinn á toppnum hjá japönsku stór- fyrirtæki, uppi í skýjakljúf á Manhattan. Pólitískar kreddur voru ekki til í fari pabba. Hann aðhylltist mannúðarstefnu, var í Sósíalistaflokkn- um en hafði aldrei samúð með ofbeldisverkum í austantjaldslöndunum. Þegar sovéski herinn rudd- ist inn í Ungverjaland 1956 sagði pabbi sig úr Sósí- alistaflokknum. En þótt ástandið á alþjóðavett- vangi sé breytt finnur maður hvað er stutt í þessar kreddur. Ég var staddur á íslandi þegar dvergarnir sjö - af því þessi púkalegi er nú dauður - gerðu til- raun til valdaráns í Sovétríkjunum og maður fann hvernig kaldastríðsmórallinn blossaði upp. Öll flokkapólitík kallar á kreddur. En ég gat ekki stillt mig um að stríða henni móður minni þá og segja að framvinda mála í Sovétríkjunum næsta sólarhringinn ylti á afstöðu Kvennalistans." Móðir hans, Anna Jónsdóttir, hefur verið virk í starfsemi þeirra samtaka og var á listanum fyrir síðustu þingkosningar, en hún er nú 73 ára. „Við mamma erum miklir vinir. Auðvit- að gerði ég mér snemma grein fyrir því að ég hefði líkast til minni tíma með foreldrum mínum en jafnaldrar mínir. En heimilislífið var ekki mjög alvöruþrungið. Mamma talar að vísu mikið um jafnréttismál og ég er geysilega ánægður með hvernig hún hefur hellt sér út í þessa baráttu af miklum krafti. Hér áður fyrr rak hún prjónastofu og rann til rifja að konurn- ar sem unnu þar fengu mun lægri laun en karlar.“ Hann segist sjálfur hafa orðið var við þá fordóma sem ríkja í garð kvenna, sérstaklega kvenna á framabraut. „Ef menn Mér finnst eðlilegt að menn standi og falli með eigin ákvörðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.