Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 51

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 51
Eitt sjnn var svo látið um mælt að Hannibal Valdimarsson væri líkur glóhærðum og bláeygum dreng sem ætti það til að koma ofan úr skýjunum eins og þruma úr heiðskíru lofti, rugla stjórnmálamunstrið og sópa til sín at- kvæðum en sterki maðurinn að baki hans væri bróðir hans, Finnbogi Rút- ur. Þegar Hannibal var að kljúfa sig út úr Alþýðubandalaginu og stofna Samtök frjálslyndra og vinstri manna var stundum talað um Marbakka- valdið sem hefði ítök víða í þjóðfé- laginu og í flestum stjórnmálaflokk- um. Finnbogi Rútur bjó á Marbakka í Kópavogi. Þessir áhrifamiklu bræð- ur um áratugaskeið voru úr fátækri vestfirskri fjölskyldu, tveir af sex systkinum sem upp komust. Sem ungir menn drukku þeir í sig kenn- ingar jafnaðarmanna og höfðu ein- læga samúð með málstað verka- lýðsins. Þeir hófu feril sinn í Alþýðu- flokknum en urðu báðir viðskila við hann á miklum umbrotatímum þó að aftur kæmust þeir til föðurhúsanna að lokum. Sonur Hannibals, Jón Baldvin utanríkisráðherra, er nú for- maður Alþýðuflokksins. ÆTT SÉRA ARNÓRS í VATNS- FIRÐI verið afburðaknár og skarpur að enginn maður stóðst hann í glímu til síðasta æviárs. Var hann hinn mesti fjörmaður og hvatlegur. Lék hann ýmsar þær íþróttir á elliárum, sem nálega enginn fékk eftir leikið, bæði handa- hlaup og stökk. Hann var gáfumaður hinn mesti og snillingur að íþróttum, vel lærður og mælskumaður, enginn raddmaður, en þó lagsæll; Hafði all- oft mikinn flýti á embættisverkum sín- um og sagði hann að menn ættu að flýta sér að þeim sem öðrum verkum og hirðulaus var hann með færslu á embættisbókum sínum. Hann var glaðsinna og glaðvær og ræðinn mjög, afbragðs-gestrisinn, kappsfullur við hvaðeina . . . Hann var ágætlega að sér í norrænum fornfræðum og unni mjög hvers konar vísindum. Vel var hann að sér í lögum. Mörgum piltum kenndi hann undir skóla og útskrifaði nokkra þeirra sjálfur.“ Til dæmis um knáleik og gaman- semi séra Arnórs í Vatnsfirði var það að hann glímdi eitt sinn við Jón Espó- lín sem var mjög stór vexti og manna sterkastur en Arnór hins vegar með lægstu mönnum. Þeir reyndu með sér glímu og varpaði séra Arnór Jóni Es- pólín til jarðar, hló við og mælti: „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.“ Árið 1895 byrjuðu búskap Vald- emar Jónsson (1866-1922) og Elín Hannibalsdóttir (1866-1953), þá tæplega þrítug að aldri. Valdemar var ættaður norðan af Ströndum, fæddur á Eyri í Ingólfsfirði, sonur Jóns Jónssonar, bónda þar og hákarlaformanns frá Melum í Árneshreppi, og konu hans Helgu Guðmundsdóttur frá Kjörvogi. Elín var hins vegar frá Neðri-Bakka í Langadal í Isafjarðardjúpi, dóttir Hannibals Jóhannessonar og konu hans Sigríðar Arnórs- dóttur, prestsdóttur frá Vatnsfirði. Faðir Sigríðar var séra Arnór Jónsson og er ekki ólíklegt að skarpar gáfur, hamagangur og allt að því fjölkynngi, sem fylgt hefur ýmsum afkomendum hans, séu frá honum komin. Það er hálfgerð Sturlungaöld í mörgu af þessu fólki. í bók- inni Frá ystu nesjum eftir Gils Guðmundsson er svofelld lýsing á séra Arnóri: „Það sögðu nákunnugir menn að svo hefði séra Arnór BASL FÁTÆKRA HJÓNA Þau Valdemar af Ströndum og Elín, barnabarn séra Arn- órs, hófu búskap sinn að Eiríksstöðum í Laugardal í Ögursveit og giftu sig árið eftir. Þau voru á hálfgerðu flakki næstu árin og bjuggu á mörgum stöðum, voru t.d. 1896 að Strandseljum, en þar höfðu áður búið Baldvin og Halldóra, foreldrar Jóns Baldvinssonar, formanns Alþýðuflokksins, sem Jón Baldvin Hannibalsson er skírður eftir. Strandseljar koma þannig mjög við sögu Jóns Baldvins því að Sól- veig, móðir hans, er líka þaðan komin. Árið 1898 keyptu þau Valdemar og Elín hálfa jörðina að Fremri- Arnardal við mynni Skutulsfjarðar, skammt frá ísafjarð- arkaupstað. Þar bjuggu þau til 1912 og þar fæddust flest börn þeirra. Enn tóku þau sig upp og fluttu sig nú vestur í Arnarfjörð og bjuggu í Ketildölum næstu fimm árin, eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON HEIMSMYND 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.