Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 60

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 60
Bobby Kennedy var álitinn mesti hug- sjónamaðurinn. Hann var stoð og stytta fjölskyldunnar. © Bobby liggur í götunni eftir að byssukúla hæfðl hann í hnakkann. Daglnn áður hafði hann unnið sigur í forkosningum Demó- krataflokksins í Kaliforníufylki. © Hneykslið við Chappaquiddick olli miklu fjaðrafokl og gerðu framavonlr Teddys að engu. © Teddy Kennedy, elni eftirlifandi bróöirinn, ásamt móður sinni Rose Kennedy. Sagan segir að hann hafi hlaupið berrassaður um tún á Palm Beach. því sem Kennedyunum líðst? Munu menn aðeins líta á nýtt hneyksli sem enn eitt Kenn- edyklúðrið eða verður þetta dropinn sem fyllir mælinn? Menn hafa velt því fyrir sér hvort málum sé svo komið að fjölskyldumeðlimirnir kjósi nú sjálfir að vera lausir undan því oki sem Kennedygoðsögnin er. Ný kynslóð Kennedymanna er af fáum talin líkleg til stór- ræða. Enginn hefur þótt skara fram úr líkt og feðurnir gerðu. Fjórir synir Roberts Kennedy hafa átt við eitur- lyfjavandamál að stríða. Einn þeirra, David, fannst látinn af völdum of stórs skammts á hótelherbergi árið 1984. Morðið á Bobby 1968 er talið eiga mikinn þátt í því agaleysi sem hefur einkennt þessa syni hans líkt og svo marga aðra af þriðja ættlið Kennedyfjölskyldunnar. Ekki hjálpaði heldur að Ethel ekkja Roberts og móðir barna þeirra ell- efu gafst nánast upp fyrir þeim aðstæðum sem örlögin höfðu skapað henni eftir fráfall bónda hennar. Fjöl- miðlar gerðu sér mat úr unglingsafglöpum piltanna, eit- urlyfjaneyslu og samskiptum við lögreglu. John Kenn- edy yngri, sonur forsetans, hefur verið þekktur fyrir að stunda villt næturlíf og skemmst er að minnast þess þegar sögur og bollaleggingar um samband hans og söngkonunnar Madonnu fylltu slúðurdálka blaðanna. Hann hefur nú loks hlotið lögmannsréttindi í Bandaríkjunum en hann stóðst prófið í þriðju atrennu. Þegar ljóst var að hann hefði náð því var tíðindunum slegið upp á forsíðum banda- rískra dagblaða. Hins vegar hafði systir hans, Karólína Kenn- edy Schlossberg, tekið sama próf og hlotið réttindi til að flytja mál fyrir bandarískum dómstólum vikunni áður, í fyrstu at- rennu. Afrek systurinnar þótti hins vegar lítt fréttnæmt og var aðeins getið í nokkrum línum í hliðardálki. Þetta lýsir ef til vill betur en nokkuð annað stöðu kvenna innan þessarar frægu ættar. Konurnar eru fyrst og fremst álitnar eiginkonur, mæður og systur, einhvers konar haldreipi í tilverunni. „Það er mun minni þrýstingur á konur innan fjölskyldunnar um að halda uppi merkjum Kennedyanna,“ segir Kathleen Kennedy Townsend, dóttir Bobbys og Ethel. Án efa felst mikill sann- leikur í þessum orðum hennar en það er samt hugsanlegt að það verði eimitt þær sem á endanum koma til með að halda uppi heiðri fjölskyldunnar. „Allir, hver einasti okkar, vorum við aldir upp til að verða forsetar," sagði Christopher Lawford, sonur Patriciu og Peters Lawford. Kennedybræður sköruðu fram úr. Þeir höfðu allt, völd, auð, glæsileika og síð- ast en ekki síst hver annan. Að taka við slíkri arfleifð getur verið erfitt og það hefur sýnt sig að næsta kynslóð Kennedyk- arlleggsins rís engan veginn undir væntingum fjölskyldunnar. Kennedy er írskt nafn sem kom til Bandaríkjanna á síðustu öld með afa Josephs P. Kennedy eldri, Patrick Kennedy, þeg- ar hann ákvað að yfirgefa litla írska þorpið þar sem hann var uppalinn og reyna að höndla bandaríska drauminn. Upphaf sögu Kennedy ættarveldisins má hins vegar rekja til ársins 1914 þegar hinn framgjarni Joseph P. Kennedy gekk að eiga Rose Fitzgerald, hina ungu og fögru dóttur borgarstjórans í Boston. Föður brúðarinriar var ráðahagurinn þvert um geð því sonur kráareiganda, þótt stöndugur væri, gat tæplega talist nægilega gott mannsefni fyrir yfirstéttarstúlku. En Rose heill- aðist af greind og persónutöfrum Joes og hann var staðráðinn 4 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.