Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 62

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 62
í að hreppa þennan mikla kvenkost. Stuttu eftir að Joe út- skrifaðist frá Harvardháskólanum var hann gerður að banka- stjóra, þá aðeins tuttugu og fimm ára. Við þessa breytingu á högum Joes fór brúnin á föður Rose að lyftast og að endingu gaf hann samþykki sitt. Joe var geysilega metnaðarfullur og vann myrkranna á milli meðan Rose hugsaði um börn og bú. Smám saman tók Rose að fjarlægjast eiginmann sinn, sem hafði gaman af því að fara einn út að skemmta sér og fékk fljótt orð á sig fyrir að vera mikill kvennamaður. Þegar hún gekk með fjórða barn þeirra tók hún pjönkur sínar og flutti með börnin heim til for- eldra sinna. Faðir hennar brást hinn versti við og sendi hana aftur með þeim orðum að hennar staður væri við hlið þess manns sem hún hafði heitbundist. Upp frá því einbeitti Rose sér að uppeldisstarfinu og lagði metnað sinn í að verða ættmóðir. Stór samhent fjölskylda með sameiginleg gildi, grundvölluð á göml- um hefðum, var draumur Rose. Joe var mikið í burtu frá fjölskyldunni í viðskiptaer- indum þar sem hann notaði tímann óspart til að skemmta sér í kvennafans. Hann skrifaði þó börnum sínum alltaf reglulega, hvatti þau til dáða og brýndi fyrir þeim mikilvægi þess að temja sér góða siði. Joe átti í fjölmörgum ástar- ævintýrum, en samband hans við kvikmynda- stjörnuna Gloriu Swanson er að líkindum kunnast. Þegar þau kynntust átti Gloria í fjárhagsörðugleik- um en Joe aðstoðaði hana og fjármagnaði meðal ann- ars tvær myndir hennar. Hann hafði grætt á tá og fingri á verðbréfamarkaðin- um og honum voru allar leiðir færar. Líklegt þykir að Rose hafi vitað af sam- bandi eiginmanns síns við leikkonuna en látið kyrrt liggja. í endurminningum sínum lýsir leikkonan því hvernig hún og Joe elskuðust í einu her- bergi meðan Rose Kennedy sat í því næsta. „Hún hefur þá verið betri leikkona en ég hef nokkurn tíma verið,“ var haft eftir Swanson, þegar Rose neitaði því að hafa nokkurn tíma verið kunnugt um samband eiginmanns síns og hennar. Sagt hefur verið um Joe að hann hafi aðallega haft áhuga á þrennu, stjórnmálum, golfi og konum. Hann fór sínar eigin leiðir og virtist litlar áhyggjur hafa af því þótt hann særði aðra. Hann hikaði ekki við að gefa vinkonum sona sinna undir fót- inn og sagt var að engin kona væri óhult í návist hans. Árið 1932 eignuðust Rose og Joe níunda og síðasta barn sitt, Teddy. Eftir það sváfu þau sitt í hvoru herberginu. Þrátt fyrir langvarandi ástarsambönd Joes við aðrar konur var hjóna- band hans og Rose friðsælt og öruggt skjól þar sem börnin níu uxu upp og döfnuðu í velsæld. Joe Kennedy varð áberandi í bandarísku viðskiptalífi og fjölskylda hans þótti fyrirmynd, annarra. Hann var snemma staðráðinn í að byggja upp ættarveldi Kennedyanna. Hann ætlaði sonum sínum stór hlutverk. Elsti sonurinn, Joseph P., alnafni föður síns, átti að verða forseti Bandaríkjanna. Fyrir utan þá staðreynd að sonurinn var vel af guði gerður vissi fað- ir hans sem var að hann hafði bæði sambönd og fjármuni til að gera þann draum að veruleika eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Næst elsta syninum, John, ætlaði faðirinn starf blaða- manns og Robert, þeim næst yngsta, að verða lögfræðingur. Hins vegar virðist sem hinn * metnaðarfulli faðir hafi ekki ætlað yngsta syninum, Ed- ward, neitt sérstakt hlutverk í fyrirætlunum sínum. Fjöl- skyldan var kaþólsk og yfir- læti mótmælenda gagnvart kaþólikkum sem minnihluta- hópi fór mjög fyrir brjóstið á Joe gamla. Hann var stað- ráðinn í að kenna þeim að vanmeta ekki getu kaþól- ikka, sýna mátt þeirra og megin. Joe tókst svo sannar- lega ætlunarverk sitt þótt maður hafi komið í manns stað. Næst elsti sonur hans, John F. Kennedy, tók við embætti forseta Bandaríkj- anna, fyrstur kaþólikka, og gegndi því í þúsund daga, þar til hann var myrtur í Dallas í Texas, þar sem hann var í opinberri heim- sókn ásamt konu sinni, Jacqueline Kennedy. Píslar- vættisdauði Johns er mönn- ^ um enn í fersku minni. Morð á þjóðarleiðtoga er alltaf mikið áfall en þegar haft er í huga hversu dáður J.F. Kennedy var er ekki að furða þótt viðbrögðin yrðu jafn sterk og raun bar vitni. Þótt J.F.Kennedy hafi að- eins unnið nauman sigur á frambjóðanda Repúblikana- flokksins, Richard Nixon, heillaðist þjóðin fljótt af ungu glæsilegu hjónunum í Hvíta húsinu. John F. Kenn- edy var aðeins 44 ára þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna, yngstur manna til að gegna því embætti. For- setinn var umbótasinni í félags- og mannréttindamálum og bar með sér nýjan og ferskan anda inn í bandarísk stjórnmál. Hann var boðberi nýrra tíma, fékk bandarísku þjóðina til að láta sig dreyma um að vinna „ný og ókönnuð landsvæði" (New Frontier), sigrast á óravíddum himingeimsins og takast á við mannréttindamál líkt og kynþáttavandamál og bætt réttar- kerfi. Hann vann sér alþjóðlega virðingu með framgöngu sinni í Kúbudeilunni 1962, en honum var þakkað að tekist hefði að / afstýra kjarnorkustyrjöld á miklum hættutímum. Þar með tók að fyrnast yfir gamla synd, innrásina á Svínaflóann 1961, en framganga bandarískra stjórnvalda í því máli var talin mikill álitshnekkir fyrir forsetann. Jackie var í hugum Bandaríkjamanna drottningin sem þeir aldrei áttu. Þjóðin dáði forsetafrúna og var stolt af fegurð ('í'j Börn forsetans og Jackie, Karolína og John F. yngri. Jackie ku hafa bann- að syni sfnum að hafa nokkuð saman að sælda viö Willie frænda sinn. (jY) Palrick Kennedy, sonur Teddys, var með í för kvöldið umdeilda á Palm v-'y Beach. „Með gen sem þessi er öruggt að Kennedyveldið er búið að vera.“ \ Willie Smith, systursonur Teddys, hefur verið ákæröur fyrir nauðgun. Nýll hneyksli hefur ýft upp gömul sár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.