Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 94

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 94
mennsku í Boston, og Kristín Ólafsdóttir (f. 1971), háskólanemi. Seinni kona Ól- afs er Guðrún Pétursdóttir, doktor í líf- eðlisfræði, lektor við Háskóla íslands (sjá Thorsætt, HEIMSMYND 1. tbl. 1989 og Engeyjarætt, HEIMSMYND 2. tbl. 1989). Dóttir þeirra er Ásdís Ólafs- dóttir (f. 1989). 3. Elín Hannibalsdóttir (f. 1936) er þriðja barn Hannibals og Sólveigar. Hún er kennari að mennt og hefur lengstum starfað að Flúðum. Sambýlismaður hennar er Emil Gunnlaugsson garð- yrkjubóndi. Börn hennar eru Sólveig Kjartansdóttir (f. 1955), stjórnmálafræð- ingur í Gautaborg, Hannibal Kjartans- son (f. 1958), búfræðingur og vélvirki á Flúðum, Guðbjörg Sif Kjartansdóttir (f. 1961), kennaraháskólanemi, og Harri Kjartansson (f. 1964), húsasmiður á Flúðum. 4. Guðríður Hannibalsdóttir (f. 1937) í Reykjavík er fjórða í röðinni. Börn hennar eru Sigurður Magnússon (f. 1961), rekstrartæknifræðingur í Reykja- vík, og Hulda Þóra Sveinsdóttir (f. 1966), stjórnmálafræðingur. 5. Jón Baldvin Hannibalsson (f. 1939) utanríkisráðherra er yngstur hjónabands- barna Hannibals. Hann stundaði nám við Edinborgarháskóla og lauk þaðan MA-prófi í hagfræði 1963. Hann stund- aði síðan framhaldsnám í Stokkhólmi og enn síðar í Harvard í Bandaríkjunum. Hann var kennari við Hagaskóla 1964 til 1970 og tók þá virkan þátt í átökunum innan Alþýðubandalagsins, var meðal annars varaborgarfulltrúi þess í Reykja- vík og kom mjög til greina sem þing- mannsefni 1967. Hann skrifaði þá reglu- lega í Frjálsa þjóð og var öflugur her- stöðvaandstæðingur. Pegar Menntaskól- inn á Isafirði var stofnaður 1970 var Jón Baldvin ráðinn skólameistari og gegndi því starfi til 1979. Fór honum svo sem Hannibal áður við Gagnfræðaskólann að honum lét skólastjórn vel og var farsæll í starfi. Hann tók virkan þátt í pólitík á Isafirði og var bæjarfulltrúi þar fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna nær öll árin og forseti bæjarstjórnar um skeið. Hann var og í framboði til þings á vegum Samtakanna 1974 og varaþing- maður Karvels Pálmasonar. Hann gekk síðar yfir í Alþýðuflokkinn og var í öðru sæti á eftir Sighvati Björgvinssyni 1978 og varaþingmaður hans. Arið 1979 flutt- ist hann til Reykjavíkur og gerðist rit- stjóri Alþýðublaðsins. Hann varð vara- þingmaður Reykvíkinga á árunum 1979- 1983 en var þá kjörinn á þing í fyrsta sinn sem aðalmaður. Eftir það varð ferill hans beinn og breiður. Hann gekk á hólm við Kjartan Jóhannsson um for- mannssæti í flokknum árið 1985 og hafði sigur. Hann varð fjármálaráðherra 1987 og hefur frá 1988 verið utanríkisráð- herra. Þar hefur hann getið sér orð sem stjórnmálamaður á alþjóðavísu, einkum í viðræðum um evrópskt efnahagssvæði og sjálfstæði Eystrasaltsríkja. Kona hans er Bryndís Schram (sjá Schramættina, HEIMSMYND 6. tbl. 1990). Börn þeirra eru Aldís Baldvinsdóttir (f. 1959) lögfræðingur, við leiklistarnám í Lond- on, Glúmur Baldvinsson (f. 1966) hag- fræðinemi, Snæfríður Baldvinsdóttir (f. 1968), ljósmyndafyrirsæta í London, og Kolfinna Baldvinsdóttir (f. 1970) há- skólanemi. 6. Ingjaldur Hannibalsson (f. 1951) er utanhjónabandsbarn Hannibals. Hann er doktor í iðnaðarverkfræði og framkv.stj. Útflutningsráðs Útflutningsráðs, áber- andi maður í íslensku þjóðlífi. GALDRA-LOFTUR HINN NÝI Yngri bróðir Hannibals og sá sem ekki síður varð áhrifamikill í íslensku þjóðlífi var Finnbogi Rútur Valdimarsson (1906- 1989). Hann gekk í Unglingaskólann á Isafirði, las síðan heima með fullri vinnu og þótti skarpgreindur. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Akureyri en síðan lá leið- in í Menntaskólann í Reykjavík. Þar komst hann í kynni við ýmsa menn sem áttu eftir að verða valdamiklir og þekkt- ir, en Finnbogi varð foringinn í hópnum. Jón Engilberts listmálari var í hópnum og lýsti Finnboga Rút þannig: „Rútur var þrællesinn í heimspeki, hafði um sig hirð . . . og stundaði marg- víslegt kukl á kvöldin, var eiginlega nokkurs konar Galdra-Loftur hinn nýi . . . ég var tekinn í klíku Rúts í hús- inu á baklóð Fálkans . . . Barnungur var Rútur orðinn heimsborgari. Hér heima, í því fásinni sem einkenndi þessa tíma, þefaði hann uppi með furðulegu næmi þau menningarverðmæti sem á boðstól- um voru erlendis, og það sem flytjanlegt var milli landa, svo sem bækur og hljóm- plötur, það nældi Rútur sér í. Eg sé fyrir mér rauða herbergið hans Rúts; þar er- um við allir önnum kafnir við dulspeki- grúsk og kukl í skímu kertaljóssins og dregið fyrir gluggana, Bjarni Guðmunds- son, Björn Franzson, Eggert Guðmunds- son, ég, Rútur og Sveinn Benediktsson, en yngri bróðir Sveins, Bjarni [síðar for- sætisráðherra], þá smápatti, í myrkrinu fyrir utan, ólmur í kuklið þótt ungur væri og sótti fast inngönguna. Margar nætur gengum við Rútur sam- an þar til morgnaði og bjarma sló á Esjuna, tróðum snjó í tunglsljósi á vetr- um og döggvað gras á vornóttum, og mikil lifandis ósköp lærði ég af þessum eina manni sem var aðeins tveim árum eldri en ég. Að ganga með Rúti, svona gallhörðum en heitum, var eins og troða nýja jörð, veröldin varð önnur, marg- slungnari, hættulegri og svipmeiri. Jafn- vel snjórinn sem menn tróðu í félagsskap Rúts fékk á sig annan og skærari blæ. Sumir menn liggja á vitsmunum sínum eins og ormar á gulli. Rúti var öðru vísi farið, hann var reiðubúinn að miðla af gnægð yfirburða sinna, ef hann á annað borð tók mönnum - og það sem óvenju- legt er: hann ofmetnaðist aldrei. Hann var alltaf samur þeim sem hann tók, en djöfullegur í garð hinna. Orð gátu orðið voðavopn á vörum hans.“ Þessi Galdra-Loftur hinn nýi, eins og Jón Engilberts lýsti honum, lagði af stað út í heiminn eftir stúdentspróf og lét sér ekki nægja minna en að teyga mennta- lindir í helstu borgum Evrópu. Hann nam alþjóðarétt í París, Genf, Berlín og Róm á árunum 1928 til 1932. Þegar hann kom heim gerðist hann ritstjóri Al- þýðublaðsins og gerði það á nokkrum ár- um að stórveldi í íslenskum blaðaheimi, þannig að það mun hafa orðið undir hans stjórn álíka útbreitt og Morgun- blaðið. Hann umbylti íslenskri blaða- mennsku með því að taka upp stórar fyr- irsagnir og nota ljósmyndina í auknum mæli sem fréttamiðil. Einnig gekkst Finnbogi Rútur fyrir stofnun Alþýðu- skólans og Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu (MFA) sem gaf út á þriðja tug bóka undir hans stjórn. MARBAKKAVALDIÐ Um 1940 var Finnbogi Rútur að mestu orðinn viðskila við Alþýðuflokkinn, en hafði verið einn helsti hugmyndafræð- ingur hans á dögum „stjórnar hinna vinnandi stétta" á árunum 1934 til 1938. Hann gerðist þá frumbyggi í Kópavogi, settist að á Marbakka og var oddviti hins nýja Kópavogshrepps á árunum 1948 til 1955 og síðan fyrsti bæjarstjóri Kópavogs til 1957. Þá var hann bankastjóri Út- vegsbankans 1955 til 1972, en Hulda, kona hans, tók við bæjarstjórastöðunni. Finnbogi Rútur var talinn í órólegu deildinni í Alþýðuflokknum á stríðs- árunum og fyrst eftir stríð. Hann var þá meðal annars talinn standa í samninga- makki með Hermanni Jónassyni, vini sínum, um stofnun stórs miðflokks. Þeg- ar leið að kosningum 1949 skoruðu ýmsir sósíalistar og þeir sem kölluðust þá frjálslyndir vinstrimenn á Finnboga Rút að vera í framboði í Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Framboð hans var á vegum Sósí- alistaflokksins en þó gekk Finnbogi Rút- ur aldrei í þann flokk. Hann var kosinn á þing og mun eftir það hafa beitt áhrifum sínum í ýmsar áttir og meðal annars átt drjúgan þátt í því að Hannibal, bróðir hans, náði kjöri sem forseti ASÍ 1954. Sagt var að ráðin væru brugguð í eldhús- inu á Marbakka. annig var til dæmis talið að Finnbogi Rútur væri heilinn á bak við myndun vinstri stjórnarinnar 1956 til 1958 og hefði átt kost á ráðherraembætti í henni, en ekki kært sig um neitt nema utanríkis- ráðuneytið sem ekki fékkst. Á viðreisn- arárunum lék Finnbogi Rútur sem fyrr stórt hlutverk á bak við tjöldin og var til dæmis talið að hann hefði haft úrslita- áhrif í hinu fræga samkomulagi milli 94 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.