Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 98
Ég spyr hann hvort menn þurfi ekki
að hafa lent í hlutum til að skrifa um þá?
„Tökum Laxness,“ segir hann, „nei, tök-
um pabba. Hann fór fimmtán ára úr
sveit til að setja fingurinn á púlsinn og til
Danmerkur sautján ára gamall. Par bjó
hann hjá Jóni Helgasyni. Mömmu
kvæntist hann 1943. Skömmu síðar fékk
hann skipsferð í skipalest sem var að
fara til Bandaríkjanna. Eitt skipið var
skotið niður. Hann kom þremur vikum
síðar út til New York og þá fékk
mamma, sem var ófrísk, skeyti og í því
stóð aðeins: All well. Ekki þótti þorandi
að setja meira á blað vegna þess hættuá-
stands sem ríkti. Þetta hefur verið mjög
erfiður tími fyrir mömmu.“
r
Inýju bókinni fer Pétur Pétursson til
New York á stríðsárunum. Hann ferð-
ast í skipalest og eitt skipið er skotið nið-
ur. Ólafur lagði á sig heilmikla vinnu til
að afla gagna um þetta tímabil sem er
upphaf sögunnar um Pétur. Meðal ann-
ars gróf hann upp ýmislegt um verslunar-
hætti íslendinga í New York á stríðsár-
unum. „Pétur var helvíti mikill heilds-
ali,“ segir hann og hlær. „Ég talaði við
marga um þá Islendinga sem komu hing-
að og keyptu inn fyrir heildsölur í
Það er slæmt
að eignast
börn og vera
aldrei heima
hjá sér.
Reykjavík. Þeir nutu svo góðra kjara
hér.“
Hann er búinn að vera með þessa bók
í vinnslu í nokkur ár. Var tilbúinn með
handritið fyrir síðustu jól og saltaði það í
nokkra mánuði. Hann las allt sem hann
komst yfir um síðari heimsstyrjöldina á
meðan hann vann að verkinu, fór meðal
annars nokkrum sinnum til Kaupmanna-
hafnar, þar sem hluti sögunnar gerist en
Biblíuna sem hann vitnar oft í þekkti
hann vel fyrir. „Sú bók er grundvöllur
vestrænnar menningar. Gamla testa-
mentið er mér hugleiknast, Prédikarinn,
Sálmarnir og Orðskviðirnir."
Upphaflegt sögusvið bókarinnar er
Reykjavík millistríðsáranna. Pétur er
fæddur um líkt leyti og foreldrar Ólafs
og alinn upp á sömu slóðum og hann
sjálfur. Hann er sonur slétts og fellds
kaupsýslumanns, eins og Ólafur lýsir
því, utan þess að faðirinn gerir sér dælt
við danska vinnukonu á heimilinu í
augsýn sonarins. í Menntaskólanum
verður Pétur ástfanginn af Guðrúnu og
eltir hana til Kaupmannahafnar að loknu
stúdentsprófi. Þar gerist margt og Pétur
snýr heim annar maður. Hann fremur
glæp sem eins og sagan sýnir bitnar mest
Verkefni vetrarins eru:
Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness
Þétting eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
Ljón í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson
Rugl í ríminu eftir Johann Nestroy
Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck
A ég hvergi heima? eftir Alexander Galín
Sigrún Astrós eftir Willy Russell
Leikhúskortin - skemmtileg nýjung!
Aðeins 1000 kr.
Þú færð afslátt:
- af miðaverði hjá Leikfélagi Reykjavíkur
- af mat í Perlunni
- af mat og drykk á Omrnu Lú
og margt fleira.
þér í leikhús!
<9j<B
leikfélag hM Borgarleikhús
REYKJAVIKUR Sími 680680
98 HEIMSMYND