Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 100
Annars er það rangt að ég sé dómíner-
andi heima hjá mér. Þar ræð ég engu
enda er ég annað hvort á ferðalagi, í
vinnunni eða heima að skrifa. Hann seg-
ir barneignir ekki efst á dagskrá. „Það er
slæmt að eignast börn og vera aldrei
heima hjá sér.“
Síðar heimsæki ég Önnu í íbúð þeirra
ofarlega á austurhluta Manhattan, í götu
út frá Madison Avenue. Ólafur sagði
mér áður að Anna væri leið yfir því að
stigagangurinn væri í algeru rusli vegna
viðgerðar. „Það skiptir ekki máli,“ sagði
ég. „Hún hefur samt áhyggjur af því.“
íbúðin þeirra er örugglega sú hreinleg-
asta á allri Manhattan. Þar gæti ekki bú-
ið önnur en íslensk húsmóðir. Hvergi
rykarða, ljóst fallegt parket á gólfum,
hvítir sófar í stofunni, gulmálaður gang-
ur og lítið sjónvarpsherbergi. Á borð-
stofuborðinu er skrautlegum kaffibollum
stillt upp á litlum hvítum dúkum og ilm-
kerti, sem líta út eins og ávextir eru í
skál á borðinu. Anna handfjatlar eitt.
„Fyrst eftir að ég keypti þau ilmaði öll
íbúðin og ég tími ekki að kveikja á
þeim.“
Anna er í hvítum stuttbuxum og bol,
nýkomin frá því að kenna. „Ég kenni
tröppuleikfimi við New York Health and
Rackett Club á Lexington Avenue. Þessi
tegund leikfimi er alveg sniðin fyrir mig.
Mér finnst hún miklu skemmtilegri en
venjuleg eróbik.“ Anna sem er úr Foss-
voginum, ein þriggja systra, segist hafa
kynnst Ólafi sumarið 1983. „Ég var þá
að vinna í Landsbankanum og fór alltaf í
Vesturbæjarlaugina eftir vinnu. Þar sá ég
hann fyrst og tók eftir því hvað hann var
mjór. Ég talaði stundum við hann. Einn
daginn spurði kunningi minn hvort ég
vissi að þetta væri dúxinn í MR sem ég
væri alltaf að tala við. Ég svaraði að
þetta væri bara hann Óli og hann væri
rosalega skemmtilegur."
Sjálfur segir Ólafur mér síðar að dúxa-
stimpillinn hafi alltaf farið í taugarnar á
sér. „Fólk gerir ósjálfrátt ráð fyrir að
dúxar séu ófélagslyndar og hálf mislukk-
aðar manngcrðir."
Anna var við nám í Verslunarskólan-
um en lauk stúdentsprófi frá Ármúla-
skólanum í árslok 1983. Um páskana fór
hún út til Boston og fluttist inn til hans
þar sem hann bjó hjá Lovísu Fjeldsted
og Magnúsi Böðvarssyni lækni. „Ég
hjálpaði Lovísu með krakkana meðan
Óli lauk náminu. Lovísu er margt til lista
lagt og hún er einhver besti kokkur sem
ég þekki.“ Anna dregur upp mynd frá
þessum tíma í Boston. „Sjáðu mig, ég
varð spikfeit en Óli náði eðlilegri þyngd.
Við komum heim sumarið 1984 og Óli
var lögga það sumar. Við fórum aftur út
haustið 1984 og vorum hjá Lovísu og
Magnúsi í Winchester. Þegar Óli lauk
námi fórum við heim og dvöldum í ár á
Islandi þar sem hann lauk við smásagna-
safnið Níu lyklar, sem út kom í árslok
1986. Það haust fórum við til Kaliforníu
og giftum okkur hjá fógeta í San Jose í
september svo ég fengi að dvelja í land-
inu.“
Vinur þeirra hafði sagt mér að þau
væru mjög ólík. „Ég hugsa að þau
tali ekki saman um bókmenntir eða
stjórnun en hún er hinn trausti bakhjarl
sem maður í þessari stöðu þarfnast."
Anna sýnir mér hýbýlin og þakið ofan
á húsinu þar sem þau grilla úti á kvöldin.
Hún hefur komið fyrir nokkrum blóma-
pottum og segir enga aðra íbúa hússins
Hún
drepur hann
örugglega
þegar hann
loks mcetir.
nota þetta þak. „Við erum hér flestum
stundum þegar við erum heima, ef Ól-
afur er ekki niðri að skrifa. Hún bendir á
lítið antikskrifborð í stofunni þar sem
hann situr við skriftir. „Ég má ekki
koma nálægt því þegar hann er að
vinna.“ Hún segist ekki hafa lesið hand-
ritið að bókinni ennþá. „Ég vil lesa bók-
ina í endanlegri útgáfu,“ segir hún. Fyrri
bókina hans, Markaðstorg guðanna, setti
hún inn á tölvu fyrir hann en þá bók
skrifaði hann á gamaldags ritvél. Nú hef-
ur hann hins vegar tekið tæknina í sínar
hendur og hreinskrifar inn á tölvu, eftir
að hann hefur marg handskrifað bók-
arkaflana.
„Við erum mjög jarðbundin,“ segir
Anna. „Við kippum okkur lítið upp við
þá breytingu sem orðið hefur á högum
okkar. Að vísu er ég ánægð yfir því hvað
við höfum getað farið oft til íslands eða
fjórum sinnum í ár og fimmtán sinnum
til Kaliforníu." Ólafur hefur eytt miklum
tíma í Kaliforníu og um helgar hefur
Anna gjarnan flogið yfir til Vestur-
strandarinnar og þau tekið sér frí í Napa
Valley með gömlum vinum sínum. „Þá
förum við í hjólreiðartúra og syndum. Á
veturna förum við líka á skíði saman.“
Hún segist ekkert vera inni í þessu
Sonydæmi, eins og hún kallar það.
„Ég man ekki nöfnin á öllu því fólki sem
ég hef verið kynnt fyrir. Að vísu fer ég
heilmikið með Óla á veitingastaði vegna
vinnu hans og stundum líður heil vika án
þess að við borðum heima hjá okkur. En
við erum heimakær og höfum gaman af
því að elda mat. Á hverjum morgni
borðum við líka íslenskt brauð sem við
höfum með okkur að heiman og geym-
um í frysti og tökum lýsið okkar.“
Hún segist engan áhuga hafa á þessum
leikurum sem eiginmaður hennar um-
gengst í Hollywood. „Fólk er að spyrja
mig hvort ég sé ekki hrædd um Óla inn-
an um allar þessar leikkonur. Ég segi
eins og Óli, ég sef ágætlega, hvort sem
hann er í Hollywood eða San Jose. Ég
treysti honum hundrað prósent.“
Ánna segir að Ólafur kunni ekki að
sitja aðgerðarlaus. Annaðhvort er hann
að tala í símann, að skrifa eða lesa.
Hann fer aldrei upp á þak án símans og
bókar. Og farsíminn er fastur við hann.
„Ég held að það væri erfitt fyrir Óla að
standa í þessu ef hann hefði ekki ein-
hvern til að hugsa um sig. Hann er oft
voðalega utan við sig. Þegar ég keyri
hann í vinnuna á morgnana uppgötva ég
oft að hann hefur ekkert verið að hlusta
á það sem ég hef verið að segja honum
alla leiðina. En hann er mjög umhyggju-
samur eiginmaður og hvetur mig áfram í
því sem ég er að fást við.“
Hún segist enga heimþrá hafa en njóti
þess að geta talað við sína nánustu í
síma. „Við hringjum rosalega mikið
heim. Og þegar við förum til Islands er
ég á þeytingi að hitta vini mína og systur
en Óli notar tímann til að hvíla sig og er
þá hjá mömmu sinni.“
Anna segir að hvað sem framtíðin beri
í skauti sér muni þau halda ró sinni.
„Ég verð aldrei eins og þessar amerísku
konur.“ Hún segist heldur ekki hafa
áhuga á lífsstíl auðkýfinganna. „Sumt af
þessu fólki er í engum tengslum við
veruleikann. Allir aðrir sjá um að gera
hlutina fyrir það. Það sér ekki einu sinni
lífið í kringum sig þar sem því er ekið
milli staða í limósínum með reyklituðum
glerjum.“
Áður en ég kveð Önnu sýnir hún mér
málverkin sem þau hafa keypt á íslandi
en eingöngu verk íslenskra listamanna
eru á veggjunum hjá þeim. Stórt
abstraktverk eftir Hörð Ágústsson er
fyrir ofan sófann og ótal minni myndir
eftir Jón Reykdal, vin Ólafs, og Valgarð
Gunnarsson prýða veggi íbúðarinnar.
„Það getur vel farið svo að ég komi
heim,“ segir Ólafur næst þegar ég hitti
hann. Það er í hádeginu á veitingastað
sem heitir Le Relais við Madison Aven-
100 HEIMSMYND