Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 33

Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 33
Eg sagði honum að þá gæti ég alveg eins farið út á götuhorn. lenskan varning. Því miður misnotuðu íslensku fyrirtækin mig svolítið þar sem vinnudagurinn teygðist oft æði mikið á lang- inn. Julia Morley sem veitir Miss World forstöðu passaði alltaf upp á að maður ynni aldrei lengur en átta tíma á dag.“ Hún er afar hrifin af Juliu Morley og segir hana umgangast fegurðardrottningarnar eins og dætur sínar. „Hófí heimsækir hana þegar hún er í London og það sama geri ég. Hún er ynd- isleg manneskja. Mikill viðskiptagarpur í vinnunni með hart yfirbragð en húmoristi í návígi. Hún og maðurinn hennar hafa gert upp gamalt fjögurra hæða hús í London með einkasund- laug og miklum íburði. Julia er rúmlega fimmtug en heldur sér vel og er alveg eins og stelpa í framkomu þegar maður heim- sækir hana. Þegar ég vann fyrir hana var ég stöðugt undir hennar verndarvæng eða sonar hennar.“ Linda fékk laun allt árið sem hún var Miss World en segist hafa þurft að fata sig alveg sjálf og stór hluti þeirri launa hafi farið í allt tilstandið. „Ekki gat ég skartað sömu fötunum stöðugt. Ég þurfti að fjárfesta í sex síðkjólum og það kostaði um hálfa milljón. Þá þurfti ég að eiga nokkrar dragtir til skiptanna, kjóla og fleira. Snyrtivörur kosta einnig sitt en þessi út- gjöld varð ég að bera sjálf. Þegar ég var búin að skila titlinum af mér reyndi ég að losa mig við sumt af þessum fötum með því að selja þau en fékk auðvitað miklu minna fyrir þau þar sem þau voru notuð.“ Þegar hún var að vinna fyrir íslenskt fyrirtæki í Boston við kynningu á fiski lenti hún í því að bandarískur þingmaður frá Massachusetts veitti henni engan frið. „Á hót- elunum, sem ég dvaldi á meðan á ferðalögum stóð, var harð- bannað að gefa upplýsingar um mig. En þessi senator virðist hafa beitt öllum brögðum og elti mig á röndum. Hann bank- aði upp á á hótelherberginu og hringdi nótt og dag. Á endan- um fékk ég Dúdda hárgreiðslumann til að flytja inn í herberg- ið mitt því ég þorði ekki að vera ein. í einni kvöldveislu spurði sænskur sendiherra mig afhverju ég vildi ekki þennan þingmann, hann væri forríkur." Linda brosir og ypptir öxlum. „Fyrir mér var þetta bara einhver kall.“ Hún segir að þótt margir furðufuglar séu á kreiki í kringum fegurðardísir séu þeir ekki allir jafn ágengir. Einn af ríkari mönnum á Taiwan hefur áhuga á fegurðardrottningum. Þegar ég kom þangað nokkru eftir að ég var hætt sem Miss World beið eftir mér limósína á flugvellinum þar og voru hjólkopp- arnir á bílnum úr fjórtán karata gulli. Maðurinn bauð mér og fleirum heim til sín í kvöldverð og þar var sami íburðurinn. Fætur á stólum voru úr fílabeini, klósettsetan úr skíragulli, borðbúnaður og annað. Hann var með hnullungsdemanta á hverjum fingri en ég hef aldrei séð eins yfirdrifinn íburð, upp- stoppuð ljón og tígrisdýr út um allt. Þessi kall hlóð á mig gjöf- um án þess að krefjast nokkurs í staðinn. En auðvitað var ég alltaf að fá bréf frá alls konar mönnum sem sendu myndir af sér ásamt upplýsingum og báðu mig endilega að koma út að borða með sér ef ég væri stödd í þessari eða hinni borginni." Hún hefur átt sama kærastann undanfarin þrjú ár en það er ekki sá sami og Flugleiðir buðu út til að hitta hana þegar hún var orðin Miss World. Linda hlær. „Það var strákur sem ég var með þegar ég var í Ungfrú íslands-keppninni. Við vorum hætt saman nokkru áður en ég fór út í Miss World-keppnina. Svo veit ég ekki fyrr en hann dúkkar upp úti í London í boði Flugleiða og ég gat ekkert annað gert en sent hann heim aft- Hún segir undirbúning fyrir alþjóðlega keppni af því tagi sem hér um ræðir í mörgu ábótavant. „Ég var bara skólastelpa og átti frekar lítið af fötum. Eftir að ég var kjörin Ungfrú Is- land fékk ég gjafir frá íslenskum fyrirtækjum, demantshring og síðkjól frá tískuhúsinu Marcus, sem mér fannst mjög kerl- ingarlegur fyrst, en eftir að heil nefnd hafði verið sett á lagg- irnar sem skoðaði mig í kjólnum var ákveðið að ég skyldi vera í honum í sjálfri keppninni. Og þegar á hólminn var komið var hann allt öðruvísi en kjólar hinna fegurðardísanna og í þessum kjól var ég krýnd Ungfrú Heimur. En það var ýmislegt annað sem maður þurfti að hafa með sér út í svona keppni, dragtir og sumarföt, þar sem við byrjuðum á því að fara til Spánar nokkrum vikum fyrir keppnina og þar voru myndböndin tekin upp. Sigrún Hauksdóttir sem rekur tískuhúsið Sér lánaði mér til dæmis eigin skartgripi, demantshringi og eyrnalokka sem hún tryggði sjálf og afhenti mér. Þá kom hún með nokkrar dragtir og sagði gjörðu svo vel, taktu þessar með þér. Brynja Nordquist lánaði mér einnig föt úr eigin fataskáp og það er ör- ugglega ekki í eina skiptið sem hún hefur lánað fegurðar- drottningum úr skápnum sínum. Eftir kjörið voru hins vegar mun fleiri sem vildu liðsinna mér.“ Eftir að hún skilaði af sér titlinum í árslok 1989 komst hún á samning við Flugleiðir um föst mánaðarlaun allt árið með því að sinna fararstjórastarfi á Spáni í þrjá mánuði yfir sumartímann. Það ár fór hún einn- ig til London og vann sem fyrirsæta í tónlistarmynd- böndum. „Það gekk mjög vel þar til ég lenti hálf- partinn í klónum á umboðsmanninum mínum. Hann hafði ráðið mig sem fyrrverandi Miss World og er virtur á sínu sviði. Þetta er maður um fimm- tugt og með margar stórstjörnur á sínum snærum, til dæmis Cliff Richards. Ég fór með honum til Parísar en þar var hann í viðskiptaerindum en ég hugðist slappa af og kaupa föt. Þegar við komum á hótelið spurði hann mig hvort við ættum ekki að vera á sama herbergi. Ég starði agndofa á hann í móttökunni og sagði nei. Um kvöldið bauð hann mér út að borða og þegar við vorum sest að snæð- ingi virtist hann skynja hvað mér var brugðið. Ég hafði lagt traust mitt á þennan mann en þarna sagði hann mér blákalt að ég ætti ekki sjens í þessum bransa ef ég svæfi ekki hjá. Ég sagði honum að þá gæti ég alveg eins farið út á götuhorn og unnið fyrir mér eins og vændiskonurnar þar. Hann reyndi enn að rökstyðja sitt mál og tilgreindi hinar og þessar þekktar leik- konur og fyrirsætur sem allar hefðu komist á toppinn með því að sofa hjá hinum og þessum á leiðinni upp. Þegar við komum aftur til London fór ég og pakkaði öllu mínu dóti saman og tók næstu vél heim til Islands.“ Hún segist ekki geta hugsað sér frama sem fyrirsæta nema ná honum óstudd eða með hjálp góðs umboðsmanns eða ljós- myndara. „Berta María Waagfjörð hafði reynt fyrir sér áður en hún fór út í seinna skiptið og sló í gegn. Það sem gerði gæfumuninn í hennar tilviki var að hún lenti á frábærum ljós- myndara, sem svo að segja uppgötvaði hana. Berta er mikill töffari og engin smásmíði. Ég held að hún sé yfir 180 sentí- metrar á hæð en hún hefur vakið mikla athygli hér heima upp á síðkastið þar sem væntanlegar eru myndir af henni í Playboy. Ég rakst fyrir nokkru á nektarmyndir í Playboy af stelpu sem tók þátt í Miss World-keppninni um leið og ég. Hún var frá Rúmeníu og hneykslaði alla upp úr skónum fyrir framhald á bls. 90 HEIMSMYND 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.