Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 48
KARLMENN OG KYNÞOKKI - Það er lítið gaman fyrir konu að vera návistum við karl-
mann sem tekur sjálfan sig svo hátíðlega að hann á bágt með að daðra lítið eitt við hana yfir
rómantískum kvöldverði.
um Ömmu Lú yrði vart þverfótað fyrir kornungum stúlkum í
leit að ríkum mönnum. Það er talsvert til í þeirri gömlu sögn
að konur heillist af peningum og völdum. Ríkur karlmaður er
óneitanlega prýðilegur kostur fyrir unga konu, en að sama
skapi myndu fáar konur selja skrattanum sál sína fyrir pen-
inga. Peningar einir sér geta ekki komið í stað persónutöfra,
útlits og gáfna en þeir geta virkað sem aðdráttarafl fyrir kon-
ur. Astæðunnar er ekki
langt að leita, konur hafa
alla jafna lægri tekjur, líkt
og niðurstöður könnunar
Jafnréttisráðs sýna, þannig
að oft er það að giftast rík-
um karlmönnum sú leið sem
þær sjá sér færa til að
tryggja sér betri lífsafkomu.
Pá má benda á að lengi lifir í
gömlum glæðum. Hlutverk
karlmanna hefur í gegnum
aldirnar verið að draga
björg í bú og karlmennskan
gjarnan mæld í því hversu
vel manni vegnaði í hlut-
verki framfærandans. Að
vissu leyti má segja að karl-
mennska sé enn mæld í getu
manns til að afla tekna og
því hrífist konur af ríkum
karlmönnum.
Margar konur
falla eins og
flugur fyrir
yfirmönnum
sínum. Völd
virðast alltaf hafa jafn mikil
áhrif á konur, þrátt fyrir
einlægan vilja þeirra til að
koma fram breytingum á
stöðu og viðhorfum til
kvenna í samfélaginu. Ef til
vill hefst leikurinn þegar fyr-
ir fermingu meðan stúlkur
hella sér í ástarsögurnar þar
sem hjúkrunarkonunni og
yfirmanni hennar lækninum
er teflt saman. Reyndar
heldur sama mótunin áfram,
hver man ekki eftir Holly-
wood-kvikmyndunum
Working Girl og Pretty
Woman, þar sem söguhetj-
urnar, annars vegar gleði-
kona og hins vegar ómenntuð skrifstofublók, hrepptu þann
stóra þegar valdamiklir fjarmálamenn létu svo lítið að líta við
þeim. Menn í áhrifa- og valdastöðum njóta oft ótrúlegrar
kvenhylli sé tekið mið af líkamlegu atgerfi þeirra. Þetta geta
verið stjórnendur ríkisstofnana, stórfyrirtækja eða stjórnmála-
menn sem fáar konur myndu hugsa tvisvar um ef ekki kæmu
til völd þeirra og virðing. Líklega er hér komið afbrigði af
hinni viðteknu ímynd karlmannsins sem verndara konunnar,
sterka aðilans sem getur séð fyrir henni og verndað. Það má
til dæmis stórlega draga í efa að John F. Kennedy fyrrum for-
seti Bandaríkjanna hefði notið jafn mikillar kvenhylli og raun
bar vitni hefði hann ekki orðið forseti. En þegar glæsilegt útlit
og atgerfi fóru saman við
gífurleg völd og ríkidæmi
varð hann ómótstæðilegur
öllum konum. Agætt ís-
lenskt dæmi er Jón Óttar
Ragnarsson. Margir karl-
menn furðuðu sig á kven-
hylli hans á uppgangsárum
hans sem sjónvarpsstjóra
Stöðvar 2. Einhver gekk svo
langt að líkja honum í
klæðaburði við araba í
London, þar sem hann
dansaði milli kvennanna
sem biðu með opinn arm-
inn, í þykkbotna leðurstíg-
vélum, renndum á hliðinni, í
þröngum ljósum jakkafötum
með útvíðum skálmum.
Svarið er einfalt. Hann náði
að skapa umhverfis sig áru,
hann sýndi því fólki sem á
vegi hans varð áhuga, lagði
sig fram við að læra nöfn
þess og naut þess að baða
sig í sviðsljósinu. Hann dáð-
ist að sjálfum sér og konurn-
ar dáðust að honum.
Allar konur dreymir um
prinsinn á hvíta hestinum,
en flestar láta sér nægja ein-
hvers konar ígildi hans.
Hins vegar ættu karlmenn
að vera meðvitaðir um að
konur hafa vakandi auga og
taka eftir kynþokkafullum
karlmanni verði hann á vegi
þeirra. Pað er löngu afsönn-
uð kenning að konur hafi
minni áhuga en karlmenn á
kynlífi og öllu sem því teng-
ist. Þær kunna að meta sam-
vistir við kynþokkafulla
menn og leita eftir þeim,
þær fara í kvikmyndahús til
að horfa á kyntröllin þeysast
um skjáinn og sanna karlmennsku sína með því að bjarga því
sem bjargað verður. Konur eiga kröfu á því að karlmenn
hugsi sinn gang og reyni að koma til móts við þær að þessu
leyti. Þeir þurfa að halda sig til fyrir þær líkt og konur hafa
gert fyrir þá frá ómuna tíð.D
HVAÐ FINNST ÞER KYNÞOKKAFULLT I FARI KARLMANNA?
Helga Guðrún Jónas-
dóttir.
„Fyrst tek ég eftir höndun-
um, þá nefinu og síðan
kjálkasvipnum og andlitsfall-
inu. Ef ég á að falla fyrir ein-
hverjum verður hann að vera
kurteis og í alla staði háttvís.
Klæðaburðurinn hefur líka
sitt að segja. Karlmaður
verður að vera öruggur í
framkomu og fasi. Hann þarf
að vera týpan sem segir „ég
veit hvað ég vil“. Þótt maður
vildi geta sagt að útlitið skipti
litlu er það nú svo að í þessu
sambandi skiptir það gífur-
lega miklu máli.“
Ragnhildur Hjaltadóttir.
„Það er afskaplega margt
sem gerir það að verkum að
sumir karlmenn eru barma-
fullir af kynþokka og aðrir
alls ekki. Það hefur ekkert
að gera með það hvort karl-
maður er laglegur eða ekki,
ungur eða gamall. Fyrir mér
er kynþokki fyrst og fremst
hughrif, útgeislun karlmanns
sem hrífur hugann og örvar.
Ef ég á að nefna eitt tiltekið
atriði þá eru augun tvímæla-
laust mögnuðust. Ég get ekki
heldur séð fyrir mér kyn-
þokkafullan mann sem skort-
ir alla kímnigáfu.“
48 HEIMSMYND