Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 43

Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 43
kvenna til að slá hraðar með því einu að horfa í augu þeirra? v villtir vonlausir? v V þœttir í fari karlmanna sem hrífa konur en eru kynþokki og í hverju felst hann? karlar þykja ekki síður augnayndi að mati erlendra kvenna. Þeim hefur verið lýst sem villtum og óhefluðum með hreint víkingablóð í æðum og upp til hópa mjög laglegum. íslenskir karlmenn eins og þeir yaldemar Örn Flygenring, Baltasar Kormákur Sampe, Egill Ólafsson, Stefán Jón Hafstein, Ragn- ar Axelsson ljósmyndari og Gottskálk Dagur Sigurðsson, sá sem leikur hvíta víkinginn í nýjustu kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, hafa útlitið með sér. Þeir eru laglegir, geta státað af stæltum líkama og hafa auk þess útgeislun sem gerir það að verkum að það er erfitt að gleyma þeim. Það er alltaf gaman að sjá myndir af Agli Ólafssyni þótt þær geti tæpast talist til nýnæmis lengur. Það breytir engu þótt hárunum hafi fækkað, sjarminn, dulúðin og aðdráttaraflið er alltaf til staðar. Það sama á við um Valdemar Örn Flygenring. Hann er fjall- myndarlegur, hefur ímynd einfarans, kvennamannsins og hins hreinræktaða víkings. Konur blikna í návist hans, ekki vegna þess sem hann segir eða gerir, heldur þess hvernig hann stend- ur, horfir og hreyfir sig. Áhorfandinn fær aldrei nóg af því að horfa á hann. Bandaríski tískuhönnuðurinn Calvin Klein, sem vakið hefur mikla eftirtekt fyrir djarfar auglýsingar þrungnar kynþokka, kom auga á þennan hæfileika Valdemars og réð hann til að auglýsa vöru sína í bandarísku sjónvarpi. Það er kynþokkinn, sem umboðsmenn í Hollywood eru á höttunum eftir þegar þeir leita eftir nýju hæfileikafólki í von um að það slái í gegn. Rétta blandan er milljarða bandaríkjadala virði. Nýjasta kyntröllið er án efa Patrick Swayze sem vakti fyrst heimsathygli þegar hann lék í myndinni Dirty Dancing. 1 sjálfu sér er hann ekkert andlitsfríðari en margir þeirra leikara sem ganga um götur Los Angeles í von um að verða uppgötv- aðir. Það sem gerir hann hins vegar svo ómótstæðilegan er að saman fer fullkominn líkami, kæruleysislegt göngulag, hæfi- lega gróft yfirborð og til að kóróna allt saman, kynþokki. Aðrir frægir leikarar sem konur um allan heim þyrpast í kvik- myndahús til að eiga kvöldstund með eru Mel Gibson, Daniel Day Lewis, Kevin Kostner, Bruce Willis og Dennis Ouaid. Allir eru þeir margfaldrar þyngdar sinnar virði í gulli fyrir kvikmyndaframleiðendur vegna þess að þeir ná til áhorfenda og eru fyrirmyndir fólksins. Konur vilja að eiginmenn þeirra líkist kvikmyndastjörnunum sem mest og þeir gæla í laumi við þá hugsun hvort lífið yrði ekki leikur einn ef þeir vöknuðu einn morguninn í líkama Patricks Swayze eða Kevins Kostner. Einstaka karlmaður heldur kynþokka sínum þótt árin færist yfir. Sean Connery er einn þeirra. Hann vann fyrst hug og hjörtu kvenna í hlutverki James Bond og síðan í hverri stór- myndinni á fætur annarri. Nýlega var sýnd myndin Rússlands- deildin í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar. Þar lék hann á móti Michelle Pheiffer sem er um það bil fjörutíu árum yngri en hann. Ekki virtust kvikmyndaframleiðendur hafa nokkrar áhyggjur af því að tekið væri að slá í Connery. Þeir vissu sem var að Sean Connery stendur alltaf fyrir sínu. Hann er fjall- myndarlegur þótt hann sé farinn að missa hárið og kann betur en flestir að töfra áhorfendur með þokka sínum. Breiðar axlir, mjótt mitti og miklir vöðvar eru tákn karlmennsku. Þótt ýmsir hafi reynt að kveða í kút- inn viðtekin kyntákn eins og þrýstinn barm kvenna og vöðvamiklar axlir karla mun það seint bera ár- angur. Aftur og aftur skjóta þessi gildi upp kollin- um, sama hversu mjög er reynt að bæla þau niður. Staðreynd- in er að þessir þættir tengjast kynhvöt mannsins órofaböndum og til lítils að ætla að reyna að standa gegn þeim. Allt eins mætti eyða tíma og orku í að fá vatn til að renna upp í móti. Þessir þættir kveikja áhuga hins kynsins og öfund annarra kynbræðra og systra, þannig vildu allir líta út gætu þeir fengið HEIMSMYND 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.