Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 37
OÁklæði lætur oft fljótt
á sjá án þess að
sófasettið hafi gengið sér til
húðar. Mikið úrval er í
íslenskum
álnavöruverslunum af
fallegum og meðfærilegum
efnum sem auðveldlega má
sauma úr nýtt utan um
gamla sófann þannig að
hann fái nýtt yfirbragð. Ekki
sakar að hafa áklæðið rúmt
þannig að hægt sé að
smeygja því af, þvo það og
þurrka, því þá gerir minnst
til þótt skítugir barnafingur
setji mark sitt á ljóst áklæði.
Snið af slíkum áklæðum er
hægt að fá hjá bólstrurum og
þau má oft finna í blöðum
sem sérhæfa sig í
innanhússhönnun.
OFalleg og vönduð efni
eru mjög dýr. Lítill
bútur sem dugar utan um
einn eða tvo púða getur
gefið stofunni eða
svefnherberginu nýjan svip
án þess að setja stórt strik í
heimilisbókhaldið. Smám
saman er hægt að safna
líflegu safni púða úr
glæsilegum eðalefnum.
OPegar líður að hausti
má taka inn greinar
og blóm úr garðinum sem
henta til þurrkunar og o
spreyja þau með gylltu eða g
koparlit. Þurrkuð afskorin ^
blóm eins og nellikkur geta œ
sett skemmtilegan svip á é
slíkar heimatilbúnar g;
skreytingar. Gyllt gefur £E
heimilinu hlýlegan blæ og
fer vel með
viðarhúsgögnum.
OSnyrtilegt yfirbragð
skiptir miklu. Vel
lakkaðir glugga- og
dyrakarmar setja fallegan
svip á heimilið. Til að fá
sem besta áferð er gott að
nota svamprúllu til að rúlla
lakkinu á. Þeim sem ekki
treysta sér til að mála glugga
og hurðir að svo stöddu má
benda á að með því einu að
taka sér pensil í hönd og
bletta í þar sem lakkið hefur
flagnað af má gera
kraftaverk. Vel málaðar
vistarverur bera öll húsgögn
betur. Teppi sem tekin eru
að vindast upp á köntunum
eru til mikillar óprýði og
setja leiðinlegan svip á
stofuna. Til að bjarga
málunum er hægt að kaupa
sérstaka strigaborða sem
límdir eru á kanta teppisins
þannig að þeir verði sléttir.
Ef teppið er illa undið má
bera límið undir teppið allt.
Teppi og dreglar vilja oft
renna til á viðargólfum en
með því að leggja stoppnet,
sem eru sérstök net úr
gúmíi, undir þau má koma í
veg fyrir þetta.
Baðherbergi láta oft
fljótt á sjá. Til að
o
Ef baðherbergið er
1 kuldalegt er margt
sem hægt er að gera án
mikils tilkostnaðar til að
breyta því. Nokkur þykk og
falleg hvít baðhandklæði í
stafla á baðherberginu vekja
alltaf notalega tilfinningu.
Þykk gólfmotta hjálpar
einnig til við að skapa ímynd
munaðar en þannig dreymir
flesta um að baðherbergið
sé. Til að setja punktinn yfir
i-ið getur verið skemmtilegt
að fylla gróft leirker með
þurrkuðum blómum og setja
á spegilborðið. Vellyktandi
þurrkaðar jurtir í fallegri
frá gluggunum með fallegum
böndum sem hægt er að fá
bæði með og án dúska.
®Sjálfsagt er að láta
fallega og vel lakkaða
glugga njóta sín. Færðu
húsgögnin frá gluggunum og
legðu sem mest upp úr
umgjörð þeirra. Það gefur
sérlega rómantískan blæ
þegar gardínurnar eru vel
síðar eða látnar liggja í eins
konar hrauk á gólfinu.
Dragsíðir, einlitir stórisar
eru aftur að komast í tísku.
Stórisar eru ódýrir og
gefa því andlitslyftingu án
mikils tilkostnaðar bendir
Ómar Sigurbergsson
innanhússarkitekt á að
skrapa megi upp fúguna sem
er á milli flísa á veggjum og
sparsla í að nýju. Þetta er
ódýr og árangursrík aðferð
við að lífga upp á gömul og
lúin baðherbergi, hins vegar
er vissara að ætla sér nægan
tíma því verkið er heldur
seinlegt í framkvæmd. Ef
flísarnar sjálfar eru mjög
ljótar en fjárhagurinn leyfir
ekki að skipt sé um að svo
stöddu má benda fólki á að
hægt er að lakka flísarnar
með því að rúlla yfir þær
með svamprúllu. Þannig er
hægt að skipta algjörlega um
lit á baðherberginu.
OFallegar og
efnismiklar gardínur
gefa stofunni rómantískan
og hlýlegan blæ. Það er
einfaldara og ódýrara en
margan grunar að setja upp
slíkar gardínur. Hægt er að
fá á mjög vægu verði
sérstakar gardínustangir,
ýmist einfaldar, tvöfaldar
eða þrefaldar, með sveigju
sem ætlaðar eru til þessa.
Efnið er þrætt upp á
stangirnar og fellingar og
sveigjur mótaðar að vild. Þá
má taka gardínurnar laust
skál eða handmáluð
sápuskál í anda
Viktoríutímabilsins eru
einnig góðar hugmyndir.
Það er mikil pryði að fallegum og
litríkum borðbúnaði og kjörið að
nota hann sem borðskraut milli
máltíða líkt og hér er gert.
HEiMSMYND 37