Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 92
Glæsilegt úrval af úrum,
klukkum og loftvogum,
ennfremur gull og
silfurvörum. Önnumst
viðgerðir á allskonar
klukkum og úrum.
Sérsmíðum gler á allar
tegundir úra.
VEUUSUNDI3 b, v/Hallærisplao
8:13014
AFKOMENDUR SVEINS
a. Ásdís Sveinsdóttir (1922-1991). Hún
lauk námi í Verslunarskólanum og síðan
Húsmæðrakennaraskólanum. Ásdís var
skólastjóri Húsmæðraskólans á Blöndu-
ósi og á Hallormsstað 1954 til 1964. Hún
var síðan framkvæmdastjóri félagsheim-
ilisins Valaskjálfar á Egilsstöðum en tók
síðan við rekstri gistihússins af móður
sinni. Dóttir hennar er Ingunn Ásdísar-
dóttir (f. 1952), leikstjóri og þýðandi í
Reykjavík.
b. Jón Egill Sveinsson (f. 1923), bóndi
á Egilsstöðum. Að loknu gagnfræðanámi
á Akureyri stundaði hann flug- og flug-
virkjanám í Kanada en hvarf þá heim til
að taka við búrekstrinum. Kona hans er
Magna Gunnarsdóttir og eru börn
þeirra: Sveinn Jónsson (f. 1948), verk-
fræðingur Egilsstaðakauptúns, um skeið
varaþingmaður Alþýðubandalagsins,
Gunnar Jónsson (f. 1952), landbúnaðar-
kandidat og bóndi á Egilsstöðum, Egill
Jónsson (f. 1957), vélaverkfræðingur,
Þröstur Jónsson (f. 1962), verkfræðingur,
Róbert Jónsson (f. 1966), landbúnaðar-
verkamaður á Egilsstaðabúi, og Björn
Jónsson (f. 1966), nemi.
c. Ingimar Sveinsson (f. 1928), BS í
búvísindum frá Bandaríkjunum 1951, síð-
an bóndi á Egilsstöðum til 1985 en kenn-
ari á Hvanneyri frá 1986. Kona hans er
Guðrún Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru
Sigríður Fanney Ingimarsdóttir (f. 1957),
líffræðingur, Gunnar Snælundur Ingi-
marsson (f. 1960), búfræðikandidat, rek-
ur ferðaskrifstofuna Hekla rejser í Kaup-
mannahöfn, Kristín María Ingimarsdóttir
(f. 1962), listmálari, nú í Bandaríkjun-
um, Ásdís Ingimarsdóttir (f. 1967), há-
skólanemi í Reykjavík, og Sveinn Óðinn
Ingimarsson (f. 1972), bifvélavirki.
EGILL LÆKNIR OG ÓLÖF BÚÐ-
ARDAMA
Egill Jónsson (1894-1983), héraðslækn-
ir á Seyðisfirði, var fjórða systkinið frá
Egilsstöðum. Hann var sá eini þeirra
sem fór í langskólanám, lauk læknisprófi
og var síðan við framhaldsnám í Dan-
mörku, Noregi og Þýskalandi. Egill var
héraðslæknir á Seyðisfirði frá 1925 til
1960 eða í 35 ár. Hann bjó sér þar ákaf-
lega virðulegt heimili og hélt ráðskonu.
Egill var heimsmaður og trúlofaður
sænskri greifynju um skeið, en giftist
aldrei og var barnlaus.
Ólöf Jónsdóttir (1896-1985) var fimmta
systkinið. Hún var gagnfræðingur frá
Akureyri og var síðan ýmist heima hjá
foreldrum sínum og bræðrum eða við
verslunarstörf á Búðareyri og Egilsstöð-
um. Ógift og barnlaus.
KETILSSTAÐAFÓLKIÐ
Bergur Jónsson (1899-1970) var sjötta
barn Jóns Bergssonar og Margrétar Pét-
ursdóttur. Hann stundaði nám í Eiða-
skóla, en var síðan bóndi á Ketilsstöðum
á Völlum, einu af hinum fornu stór-
býlum á Héraði. Þar rak hann meðal
annars gistihús, rétt eins og gert var á
Egilsstöðum. Kona hans var Sigríður
Hallgrímsdóttir. Börn þeirra voru þessi:
a. Þórdís Bergsdóttir (f. 1929) á Seyð-
isfirði, gift Tómasi Emilssyni. Hún hefur
verið mjög framarlega í félagsmálum
eystra. Börn þeirra eru: Bergur Tómas-
son (f. 1947), vélvirki á Seyðisfirði, Sig-
urður Tómasson (f. 1947), bflstjóri á
Seyðisfirði, Hildur Þuríður Tómasdóttir
(f. 1955), svæfingalæknir í Svíþjóð, Þór-
dís Tómasdóttir (f. 1957), kennari í
Reykjavík, Emil Tómasson (f. 1959), bfl-
stjóri á Seyðisfirði, og Tómas Tómasson
(f. 1963), hljómlistarmaður í Reykjavík.
b. Jón Bergsson (f. 1933), bóndi á Ket-
ilsstöðum, kvæntur Elsu Guðbjörgu Þor-
steinsdóttur. Börn þeirra eru: Halldóra
Sigríður Jónsdóttir (f. 1959), starfsmaður
Neytendasamtaka Suðurlands á Selfossi,
Bergur Jónsson (f. 1960), tamningamað-
ur og bóndi á Ketilsstöðum, Ragnheiður
Jónsdóttir (f. 1963), skrifstofustjóri í
Reykjavík, og Steinunn Jónsdóttir (f.
1968), starfsmaður Meðferðarheimilis
Suðurlands á Selfossi.
c. Hallgrímur Bergsson (f. 1940), bfl-
stjóri á Egilsstöðum, kvæntur Ljósbrá
Björnsdóttur. Börn þeirra eru: Björn
Hallgrímsson (f. 1963), húsasmiður í
Reykjavík, Bergur Már Hallgrímsson (f.
1966), rafvirki í Reykjavík, og Sveinn
Þór Hallgrímsson (f. 1967), húsasmíða-
nemi í Revkjavík.
PÉTUR Á EGILSSTÖÐUM
OG AFKOMENDUR HANS
Pétur Jónsson (1904-1991), bóndi á Eg-
ilsstöðum, var næstyngstur. Hann lauk
prófi frá Samvinnuskólanum 1923 og
stundaði síðan nám á lýðskóla í Noregi.
Hann var bóndi á Egilsstöðum frá 1929,
sat bæði í hreppsnefnd og sýslunefnd og
var í stjórn Stéttarsambands bænda og
Kaupfélags Héraðsbúa. Hann var geysi-
mikill hestamaður eins og margir af Eg-
ilsstaðafólkinu. Hann var kvæntur Elínu
Stephensen. Þau áttu fjögur börn:
a. Jón Pétursson (f. 1930), héraðsdýra-
læknir á Egilsstöðum frá 1957. Kona
hans er Hulda Pálína Matthíasdóttir.
Börn þeirra eru Ólafur Jónsson (f. 1957),
dýralæknir, Guðrún Jónsdóttir (f. 1958),
uppeldisfræðingur, og Elín Hrund Jóns-
dóttir (f. 1964), fóstra.
b. Ólafur Stephensen Pétursson (1932-
1955), lést ungur af slysförum.
c. Margrét Pétursdóttir (f. 1937),
starfsmaður á Pósti og síma á Egilsstöð-
um, gift Jónasi Gunnlaugssyni, rafvirkja-
meistara. Börn þeirra eru Elín Jónas-
dóttir (f. 1956), kennari í Reykjavík,
Ragnhildur Jónasdóttir (f. 1957), hjúkr-
unarfræðingur á Bfldudal, Sigríður
Jónasdóttir (f. 1961), háskólanemi í
Reykjavík, og Gunnlaugur Jónasson (f.
1968) á Egilsstöðum.
d. Áslaug Pétursdóttir (f. 1944),
bankamaður í Reykjavík, gift Viðari Sig-
92 HEIMSMYND