Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 69
Eitt sinn var ég veðurtepptur á Egilsstöðum á leið til
Færeyja. Með mér var færeyskur menntamaður sem
aldrei hafði komið á Austurland áður. Hann leit
forviða í kringum sig á Héraði. Það var glaðasól-
skin. Skógurinn og grasið bærðist fyrir hægri sunn-
angolu og víðsýnt var til allra átta. Nautgripir Egils-
staðabóndans voru á beit, tugum ef ekki hundruð-
um saman, og hvarvetna var snyrtilegt og angan úr
grasi. Þá varð hinum færeyska vini mínum að orði:
„Hér er búsældarlegt. ísland er stórt.“ Hann gat
ekki annað en hrifist. Og það hafa fleiri gert. Sjald-
an hefur mér fundist ég nær því að vera kominn á
sannkallað óðalssetur eða herragarð hér á landi en á Egils-
staðabúinu. Allt stuðlar að því:
húsakynnin, búskapurinn, gróður-
sældin, víðáttan og ekki síst stór-
mannlegt og menningarlegt viðmót
húsráðenda. Þarna hefur sama ættin
ríkt í meira en hundrað ár og gert
garðinn frægan. Út frá Egilsstaða-
búinu hefur sprottið eitt grósku-
mesta kauptún landsins. Ættfaðirinn
og formóðirin á Egilsstöðum voru
Jón Bergsson og Margrét Pétursdótt-
ir, en meðal barna þeirra voru höfð-
ingjar á borð við Svein á Egilsstöð-
um og Þorstein kaupfélagsstjóra á
Reyðarfirði. Meðal þekktra núlif-
andi afkomenda Jóns og Margrétar
má nefna Jón Þorsteinsson yfirlækni,
Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, Jón
Egil Sveinsson, bónda á Egilsstöðum, Jón Pétursson, dýra-
lækni á Egilsstöðum, Eirík Jónsson, blaðamann og dagskrár-
gerðarmann, Ólínu Þorvarðardóttur borgarfulltrúa, Ingunni
Ásdísardóttur leikstjóra og Herdísi Þorgeirsdóttur ritstjóra.
PÖNTUNARFÉLAGSSTJÓRI KAUPIR EGILSSTAÐI
Jón Bergsson (1855-1924) var prófastssonur frá Vallanesi,
sonur sr. Bergs Jónssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Hann
braust til verslunarnáms í Kaupmannahöfn er hann var um
þrítugt, en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Upp úr 1880, á
miklum harðindaárum í íslandssögunni, greip um sig hreyfing
meðal bænda víða um land að taka verslunina í eigin hendur
með svokölluðum pöntunar- eða kaupfélögum. Þingeyingar
voru fyrstir árið 1882, en bændur á Héraði voru meðal þeirra
sem fylgdu fast í kjölfarið. Þeir stofnuðu Pöntunarfélag Fljóts-
dalshéraðs formlega árið 1886, eftir að hafa gengist fyrir
„pöntunum“ í nokkur ár, og þá var nær sjálfgefið að leita til
unga mannsins sem hafði numið verslunarfræði í Danmörku.
Kannski hafði hann líka farið gagngert utan til að afla sér
menntunar til að geta veitt félaginu forstöðu. Jón Bergsson
stjórnaði pöntunarfélaginu fyrstu árin og hafði það aðsetur á
Seyðisfirði, þar var reist hús og smíðuð bryggja.
Á Seyðisfirði kynntist Jón konuefni sínu, Margréti Péturs-
dóttur frá Vestdal í Seyðisfirði. Gengu þau að eigast 1887.
Henni var svo lýst að hún væri há og beinvaxin, björt yfirlit-
um, með mikið dökkt hár og móbrún augu, hlý og hýr í við-
móti, hreinlynd, einörð og trygg. Tveimur árum eftir að þau
Jón og Margrét giftust gafst þeim kostur á að kaupa jörð uppi
á Héraði sem þau töldu vænlega til framtíðarbúsetu, enda
þótt hún væri í fullkominni niðurníðslu að því er varðaði húsa-
kost og ræktun og ekki talin nema í meðallagi. Þetta voru Eg-
ilsstaðir á Völlum. Margir töldu þetta óðs manns æði en mælt
var að Jón hafi séð fyrir sér framtíð staðarins og mælt: „Hér
verða vegamót." Jón lét því af forstöðu Pöntunarfélagsins og
þau hófu búskap á Egilsstöðum árið 1889.
STÓRHUGA UPPBYGGING
Jón Bergsson var stórhuga maður og brátt hóf hann mikla
uppbyggingu á Egilsstöðum. Hann reisti fjárhús fyrir 700 fjár,
sem þótti undur og stórmerki í þann tíð, og ekki leið á löngu
'mír* Vá'
t \f y
ji
1. Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir.
2. Jón Bergsson (1855-1924) var prófastssonur frá Vallanesi. Hann braust til verslunarnáms í Kaupmannahöfn og
stjórnaði Pöntunarfélagi Fljótsdalshéraðs áður en hann hót búskap á Egilsstöðum 1889.
3. Margrét Pétursdóttir (sitjandi) og Þórunn Thorsteinsson.
4. Hjónin Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir ásamt Ingólfi Gíslasyni lækni.
5. Egilsstaðir. Jón Bergsson réðst í það stórvirki að reisa tvílyft steinsteypuhús árið 1903 með kjallara undir og
var það fyrsta steypta húsið á Austurlandi og eitt af þeim fyrstu á landinu.
6. Fjölskyldan við gullbrúðkaup Sigríðar og Þorsteins Jónssonar.
eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
HEIMSMYND 69