Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 69

Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 69
Eitt sinn var ég veðurtepptur á Egilsstöðum á leið til Færeyja. Með mér var færeyskur menntamaður sem aldrei hafði komið á Austurland áður. Hann leit forviða í kringum sig á Héraði. Það var glaðasól- skin. Skógurinn og grasið bærðist fyrir hægri sunn- angolu og víðsýnt var til allra átta. Nautgripir Egils- staðabóndans voru á beit, tugum ef ekki hundruð- um saman, og hvarvetna var snyrtilegt og angan úr grasi. Þá varð hinum færeyska vini mínum að orði: „Hér er búsældarlegt. ísland er stórt.“ Hann gat ekki annað en hrifist. Og það hafa fleiri gert. Sjald- an hefur mér fundist ég nær því að vera kominn á sannkallað óðalssetur eða herragarð hér á landi en á Egils- staðabúinu. Allt stuðlar að því: húsakynnin, búskapurinn, gróður- sældin, víðáttan og ekki síst stór- mannlegt og menningarlegt viðmót húsráðenda. Þarna hefur sama ættin ríkt í meira en hundrað ár og gert garðinn frægan. Út frá Egilsstaða- búinu hefur sprottið eitt grósku- mesta kauptún landsins. Ættfaðirinn og formóðirin á Egilsstöðum voru Jón Bergsson og Margrét Pétursdótt- ir, en meðal barna þeirra voru höfð- ingjar á borð við Svein á Egilsstöð- um og Þorstein kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði. Meðal þekktra núlif- andi afkomenda Jóns og Margrétar má nefna Jón Þorsteinsson yfirlækni, Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, Jón Egil Sveinsson, bónda á Egilsstöðum, Jón Pétursson, dýra- lækni á Egilsstöðum, Eirík Jónsson, blaðamann og dagskrár- gerðarmann, Ólínu Þorvarðardóttur borgarfulltrúa, Ingunni Ásdísardóttur leikstjóra og Herdísi Þorgeirsdóttur ritstjóra. PÖNTUNARFÉLAGSSTJÓRI KAUPIR EGILSSTAÐI Jón Bergsson (1855-1924) var prófastssonur frá Vallanesi, sonur sr. Bergs Jónssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Hann braust til verslunarnáms í Kaupmannahöfn er hann var um þrítugt, en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Upp úr 1880, á miklum harðindaárum í íslandssögunni, greip um sig hreyfing meðal bænda víða um land að taka verslunina í eigin hendur með svokölluðum pöntunar- eða kaupfélögum. Þingeyingar voru fyrstir árið 1882, en bændur á Héraði voru meðal þeirra sem fylgdu fast í kjölfarið. Þeir stofnuðu Pöntunarfélag Fljóts- dalshéraðs formlega árið 1886, eftir að hafa gengist fyrir „pöntunum“ í nokkur ár, og þá var nær sjálfgefið að leita til unga mannsins sem hafði numið verslunarfræði í Danmörku. Kannski hafði hann líka farið gagngert utan til að afla sér menntunar til að geta veitt félaginu forstöðu. Jón Bergsson stjórnaði pöntunarfélaginu fyrstu árin og hafði það aðsetur á Seyðisfirði, þar var reist hús og smíðuð bryggja. Á Seyðisfirði kynntist Jón konuefni sínu, Margréti Péturs- dóttur frá Vestdal í Seyðisfirði. Gengu þau að eigast 1887. Henni var svo lýst að hún væri há og beinvaxin, björt yfirlit- um, með mikið dökkt hár og móbrún augu, hlý og hýr í við- móti, hreinlynd, einörð og trygg. Tveimur árum eftir að þau Jón og Margrét giftust gafst þeim kostur á að kaupa jörð uppi á Héraði sem þau töldu vænlega til framtíðarbúsetu, enda þótt hún væri í fullkominni niðurníðslu að því er varðaði húsa- kost og ræktun og ekki talin nema í meðallagi. Þetta voru Eg- ilsstaðir á Völlum. Margir töldu þetta óðs manns æði en mælt var að Jón hafi séð fyrir sér framtíð staðarins og mælt: „Hér verða vegamót." Jón lét því af forstöðu Pöntunarfélagsins og þau hófu búskap á Egilsstöðum árið 1889. STÓRHUGA UPPBYGGING Jón Bergsson var stórhuga maður og brátt hóf hann mikla uppbyggingu á Egilsstöðum. Hann reisti fjárhús fyrir 700 fjár, sem þótti undur og stórmerki í þann tíð, og ekki leið á löngu 'mír* Vá' t \f y ji 1. Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir. 2. Jón Bergsson (1855-1924) var prófastssonur frá Vallanesi. Hann braust til verslunarnáms í Kaupmannahöfn og stjórnaði Pöntunarfélagi Fljótsdalshéraðs áður en hann hót búskap á Egilsstöðum 1889. 3. Margrét Pétursdóttir (sitjandi) og Þórunn Thorsteinsson. 4. Hjónin Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir ásamt Ingólfi Gíslasyni lækni. 5. Egilsstaðir. Jón Bergsson réðst í það stórvirki að reisa tvílyft steinsteypuhús árið 1903 með kjallara undir og var það fyrsta steypta húsið á Austurlandi og eitt af þeim fyrstu á landinu. 6. Fjölskyldan við gullbrúðkaup Sigríðar og Þorsteins Jónssonar. eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON HEIMSMYND 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.