Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 46
KARLMENN OG KYNÞOKKI - Fátt er jafn fráhrindandi og maður sem ekki auðsýnir kon-
um tilhlýðilega virðingu og viðurkennir þær ekki sem andlega jafnoka sína.
ingar eru óhult í skjóli hans. Hann veit hvað hann vill, fyrir
hverju hann er að berjast og spyr engan um leyfi. Enn í dag
eimir talsvert eftir af jíessari goðsögn eins og glöggt má sjá í
kvikmyndum eins og Die Hard, Terminator eitt og tvö. Að
sama skapi er spilað á þessar nótur í sjónvarps- og tímarita-
auglýsingum. Karlmaðurinn er í það minnsta höfðinu hærri en
konan sem leitar skjóls í örmum hans þar sem hann stendur
ber að ofan með hnyklaða brjóstvöðva og rakspíraflösku í
annarri hendinni.
Fátt er jafn heillandi í fari manns og greind. Greindur
maður á auðvelt með að heilla konur með einlægni
og hnyttnum athugasemdum um lífið og tilveruna.
Hann er vel heima í öllum málefnum, blessunarlega
laus við fordóma og getur rætt allt milli himins og
jarðar án þess að það særi karlmennskuímynd hans. Greindur
maður getur ekki aðeins talað um fagurbókmenntir jafnt og
baráttu fyrir betri heimi,
hann getur líka sett sig í
spor annarra. Hann á auð-
velt með að gera sér grein
fyrir því hvað konur vilja og
hvað þeim finnst aðdáunar-
vert í fari karla. Slíkur mað-
ur hefur öll vopn í hendi sér
og greind til að færa sér það
í nyt. Afburðargreinda karl-
menn er ekki að finna á
hverju strái en þeir bera af
eins og gull af eiri þar sem
til þeirra sést. Olafur Jó-
hann Olafsson, forstjóri So-
ny Electronic Publishing,
fellur í þennan hóp. Hann
er ekki aðeins fluggreindur
og glæsilega vaxinn, með
fágaða framkomu og heims-
borgaralegt yfirbragð heldur
er hann jafnframt laus við
tilgerð og tekur sjálfan sig
og lífið ekki of hátíðlega.
Að sama skapi og greind
er aðlaðandi er fátt jafn frá-
hrindandi og maður sem
ekki auðsýnir konum
tilhlýðilega virðingu og við-
urkennir þær sem andlega
jafnoka sína. Menn sem
reyna að hefja sig á stall
með því að setja konuna
skör lægra geta aldrei orðið
kynþokkafullir í þeirra aug-
um. Dæmi um slíkt sem allar konur þekkja úr hversdagslífinu
er þegar jafnvel bláókunnugur maður tekur að ávarpa viðmæl-
enda sinn vina mín, elskan eða góða mín. Slíkt háttalag karl-
manna miðar að því meðvitað eða ómeðvitað að sýna konu yf-
irburði karlmannsins sem hún er á tali við í það skiptið. Ef
einhver karlmaðurinn telur sig með þessu háttalagi vekja
kenndir í brjóstum kvenna sem eiga eitthvað skylt við ímynd
harðjaxlsins og einfarans í vestramyndum má benda þeim
sama á að honum væri hollast að skipta um öngul, konur bíta
ekki á hann þennan.
Kímni er mikilvægur hluti kynþokkans. Maður sem ekki sér
ljósu punktana í tilverunni og tekur sjálfan sig og aðra of há-
tíðlega verður alltaf hálf þunglamalegur og leiðinlegur. Það er
lítið gaman fyrir konu að vera návistum við mann sem tekur
sjálfan sig svo hátíðlega að hann á meira að segja bágt með að
daðra lítið eitt vegna þess að hann er ekki viss um að það sé
viðeigandi. Pað að vera áhugasamur um það sem er að gerast
og vera tilbúinn að taka þátt ýtir undir og magnar spennu í
kringum hann. Áhuginn kveikir blik í augum og órætt bros
leikur um varir. Karlmenn sem eru slíkum kostum búnir eiga
auðvelt með að hrífa konur með sér. Það er alltaf gaman og
spennandi að vera návistum við slíka menn og konur upplifa
samverustundirnar sem ævintýri, óskrifaða sögu þar sem allt
getur gerst. Konur vilja vissulega gjarnan hafa fastan punkt í
tilverunni en enginn getur þrifist og dafnað lengi án spennu,
eftirvæntingar og ævintýra.
Menn sem kunna að koma
konum á óvart, senda blóm,
fara með þær út að borða,
elda nýjan mat, fara með
þær á nýja og spennandi
staði, standa með pálmann í
höndunum. Þeir eru ómót-
stæðilegir í augum kvenna,
draumaprinsarnir sem vekja
jafnan öfund í sauma-
klúbbnum. Sú kímni sem
hér er átt við er fyrst og
fremst afstaða mannsins til
sjálfs sín og umhverfisins.
Hún kemur því innan frá en
ekki með því að leggja tíu
brandara á minnið sem síð-
an eru látnir flakka yfir
kvöldverðinum eða við þær
konur sem villast að bar-
borðinu. Hins vegar getur
einnig hér keyrt um þver-
bak. Þegar karlmaður er
orðinn svo upptekinn af því
að skapa notalegt umhverfi
finnst mörgum konum að sér
vegið. Maður sem eyðir
mörgum klukkutímum í að
hafa upp á servíéttum og
kertum sem fara vel við dúk-
inn og matarstellið er ekki
kynþokkafullur í augum
þeirra. Konur vilja ekki
menn sem eru eins og mæður
þeirra. Kynþokki felst í hæfilegum skömmtum af réttu hlutun-
um. Vissulega þykir konum mikið til um þá menn sem eiga til
að elda spennandi og framandi mat, en þær vilja ekki slík hús-
legheit á kostnað annars. Ekkert má skyggja á þá staðreynd að
þeir eru karlar og það er sá þáttur í fari þeirra sem konur laðast
að.
Konur laðast að ríkum mönnum. Á dögunum lét einn við-
mælandi HEIMSMYNDAR þau orða falla að á veitingastaðn-
HVAÐ FINNST ÞÉR KYNÞOKKAFULLT í FARI KARLMANNA?
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir.
„Kynþokki karlmanna felst
að mínu mati í ákveðinni út-
geislun, þar sem útlit og inn-
ræti spila saman. Fallega
eygðir karlmenn finnast mér
alltaf mjög kynþokkafullir.“
Ástrós Gunnarsdóttir.
„Hvernig þeir bera sinn „kar-
akter“. Mér finnst menn kyn-
þokkafullir ef þeir standa
undir því sem þeir sýna.“
46 HEIMSMYND