Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 90
eru einnig fáar þó þær sé að finna. Hreyfing á fólki innan vestur-evrópskra utanríkisráðuneyta, utan íslands, er heldur ekki einkamál þeirra sem fara með utanríkismál. Venjulega starfa nefndir innan utanríkisráðuneytanna sem fylgjast með frama starfsmannanna og láta svo í té álit sitt á hverjir séu hæfir og hverjir ekki til að gegna mikilvægum störfum. Pað er því augljóst að víða er pottur brotinn í starfsemi íslensku utanríkis- þjónustunnar. I tímaritsgrein orðaði Þórður Ægir Oskarsson starfsmaður utanríkisþjónust- unnar þetta vandamál svo: „Hiklaust má fullyrða, og vonandi síð- ar staðfesta með rannsóknum, að ef dvergríki ætlar sér að geta tekist á við margbreytileika alþjóðlegrar starfsemi þá hlýtur stærð og gæði utanríkisþjónust- unnar að vera afar mikilvægt atriði. Stærð og gæði sendinefnda ræður úrslit- um um eftirtektarspön gagnvart erlend- um atburðum og það er ekki lítið mál fyrir einhæft, galopið og háð hagkerfi eins og dvergríkið ísland býr við. Stofnanalega hefur framkvæmd utanrík- ismála verið ákaflega íhaldssöm og lítt verið aðlöguð alþjóðlegum breytingum. Til þess hefur skort pólitískan vilja. Á undanförnum tveimur áratugum hefur nær engin breyting orðið á strúktúr þjón- ustunnar, nema áherslubreyting á einum stað og einhver fjölgun mannafla." Og enginn sem blaðamaður HEIMS- MYNDAR talaði við var bjartsýnn á miklar faglegar breytingar innan utanrík- isþjónustunnar á næstu árum eða jafnvel áratugum. Einn maður orðaði það svo að ráðning starfsmanna í íslensku utan- ríkisþjónustunni líktist einna helst því sem gerðist hjá hinum spilltu þjóðum Suður-Ameríku - þar sem ráðamenn komast upp með nánast hvað sem er. Linda. . . framhald af bls. 33 klæðaburð sinn og framkomu þegar hún tók þátt í keppninni. Síðan sá ég þessar myndir af henni í ameríska Playboy- tímaritinu og varð hálf hvumsa þegar ég las textann. Þar stóð að þessi nakta Ung- frú Rúmenía hefði tekið þátt í Miss World-keppninni 1988 en Ungfrú ísland hafi unnið og pólitík hljóti að hafa verið í spilinu.“ Linda brosir. Á gangi með henni í miðbænum tek ég eftir því að fólk starir á hana. Það myndi án efa einnig stara á hana þótt hún hefði aldrei verið kjörin Ungfrú Heimur. Hún staðnæmist við kjallaraverslun sem selur notaðan fatnað. „Svona voru öll módelin til fara í Japan,“ segir hún og virðir bros- andi fyrir sér pönklegan leðurjakka. „Ég hef aldrei séð eins mikið samsafn af sæt- um strákum og þar.“ Engar freistingar, spyr ég. „Neii,“ segir hún og dregur seiminn. Ég skynja að hún stendur á tímamótum. „Mig langar ekki að setjast að hér,“ segir hún. „Ég er búin að horfa upp á alltof mikið basl hjá vinkonum mínum, sem eru orðnar mæður og eiga mjög erf- itt. Mig langar ekki að festa ráð mitt strax.“ Hún segir að kærastinn vilji að hún sé hér áfram.“ Ingólfur er tíu árum eldri en ég og getur ekki beðið eftir mér endalaust en ég get ekki hugsað mér annað en að nota þau tækifæri sem ég hef nú. Mig langar til að prófa mig áfram í Bandaríkjunum, helst á Miami, en þar get ég hugsanlega komist að hjá þýskri umboðsskrifstofu sem starfar í tengslum við Élite. Mér skilst að það sé gott að vinna fyrir Pjóðverjana. Þeir gera ákveðnar kröfur en eru hreinir og beinir í viðskiptum. Mér blöskraði alveg hvern- ig japanska umboðsskrifstofan notfærði sér samkeppnina á milli fyrirsætanna. Þeir hirtu helminginn af tekjunum í um- boðslaun enda hættu flestar þessar fyrir- sætur eftir skamman tíma og sneru aftur heim til Evrópu eða Bandaríkjanna. Þá fannst mér Japanirnir ruddalegir í sam- skiptum, þeir biðjast ekki afsökunar þótt þeir rekist á mann á götu. Þeir hafa eng- an persónulegan stíl, stæla allt vestrænt og eru óðir í dýran tískufatnað. Unga kynslóðin í Japan virðist ólík eldri kyn- slóðinni. Miðaldra japanskar konur hafa svolítið harðneskjulegt yfirbragð en ungu stúlkurnar virðast framagjarnari. Mér skilst að þær hafni ríkjandi gildum og neiti margar hverjar að festa ráð sitt fyrr en þær hafa náð frama í starfi.“ Sjálf vill Linda verða fjárhagslega sjálfstæð. „Ég vil vera búin að koma mér fyrir áður en ég eignast barn.“ Hún hef- ur þegar keypt sér íbúð sem hún leigir núna og býr hjá foreldrum sínum þann tíma sem hún dvelur á íslandi. Þau eru flutt til Reykjavíkur frá Vopnafirði en móðir Lindu hefur átt við veikindi að stríða. Vinur hennar segir að árið sem Linda ferðaðist um heiminn sem Miss World hafi hún allan tímann haft þungar áhyggjur af mömmu sinni. „Það fór mjög í taugarnar á mér þegar ég heyrði alls konar gróusögur um Lindu. Hún átti að vera dauðadrukkin að dansa berbrjósta upp á borðum hér og þar um heiminn,“ segir hann. „Kannski er það öfundin sem fær fólk til að spinna upp svona sögur. í öllu falli hafa margir mjög ranga mynd af Lindu. Hún er svo ljúf og góð. Engri lík,“ bætir hann við. Þegar við sitjum á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur horfir Linda brosandi út um gluggann þar sem drukkinn maður er að kasta af sér þvagi á götuhorni. „Almennt finnst mér íslenskir karlmenn ekki kunna mikla mannasiði. Og konurnar gefa margar ekki mikið af sér. Ég er jafnréttissinni en vil samt að karlmenn sýni ákveðna tillitssemi í umgengni við konur, dragi út stólinn og hjálpi manni í kápuna. Ég hrífst af karlmönnum sem eru hörkutól, helst stórir og stæðilegir, en ég vil einnig að þeir séu herramenn." Hún segir að tækifærin í fyrirsætust- örfum séu ekki mörg hér á landi. „Ég er að vinna í nokkrum auglýsingum núna en vil komast út við fyrstu hentugleika. Ég stefni ekki að því að vera fyrirsæta um ókomna framtíð. Ég vil vinna mér inn peninga og fara síðan í skóla og þá helst í fjölmiðlafræði. í framtíðinni hef ég mestan áhuga á að vinna í sjónvarpi." Hún segist ekki stefna á toppinn. „Sérstaklega ekki ef það tekur þann toll af manni sem mér er farið að skiljast. Ég vil bara vinna og standa fyrir mínu.“D Egilsstaðafólkið. . . framhald af bls. 74 lands og hóf að planta lerki í Egilsstaða- skógi upp á eigin spýtur en garðurinn heima við húsin er einn sá fegursti í sveit. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri sagði um skógræktaráhuga Sveins: „Það er með skemmtilegustu minningum mín- um er Sveinn kom í gróðrarstöðina á Hallormsstað að sækja plöntur sínar og oftast var Fanney með honum. Hann sótti dagskammtinn af plöntum 60 km leið og plantaði því fleiri plöntum sem lengra leið. Ég hygg að hann hafi komist í allt að 3000 haustið er hann var 85 eða 86 ára gamall og skógarreiturinn var síð- asti bletturinn á jörð hans sem hann kvaddi að morgni dánardægurs síns.“ Annað áhugamál Sveins var fiskirækt og eyddi hann ómældum tíma í lax- og silungsrækt í Lagarfljóti. Hann gekkst fyrir stofnun Fiskiræktarfélags Fljóts- dalshéraðs 1932 og síðar Veiðifélags Fljótsdalshéraðs. Hann hafði ótakmark- aða trú á möguleikum landsins og var stoltur af því að vera bóndi. Sveinn Jónsson var í hreppsnefnd Vallahrepps 1921 til 1947, lengst af odd- viti, og síðan oddviti Egilsstaðahrepps frá því að hann var stofnaður 1947 og næstu tuttugu árin. Hann var í stjórn fjölmargra félaga og stofnaði sum sjálf- ur. Má segja að hann sé faðir Egilsstaða- þorps, enda var hann kosinn heiðurs- borgari þar árið 1976. Þá var Sveinn upp- hafsmaður að flugi til Egilsstaða, en flugvöllurinn þar er eitt af því sem gert hefur Egilsstaði enn frekar að miðstöð samgangna á Austurlandi. Sveinn gekkst fyrir stofnun Sambands austfirskra sveit- arfélaga 1966 og var fyrsti formaður þess. ÞINGFRAMBOÐ Sveinn tók mjög virkan þátt í félags- málastörfum bændahreyfingarinnar, átti sæti á búnaðarþingi, sat í búnaðarráði, á fundum Stéttarsambands bænda og svo 90 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.