Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 19
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hefði ekki fæðst í Reykjavík 19. nóvember 1935, hvar og hvenær hefði hún viljað fæðast? Að fæðast á kreppuárunum á íslandi er ef til vill ekki það lang æskilegasta en ég var svo ■■ ■ heppin að vera velkominn og kærkominn gestur í þennan heim, þrátt fyrir kreppu og ótrygga afkomu. Þegar unglingsárin tóku við fékk ég síðan að fljóta ásamt íslensku þjóðinni inn í betri lífskjör. Ég er sátt við að hafa fæðst á þessum tíma því að það var tími möguleikanna. Ekkert gat hindrað fólk af minni kynslóð í að fá alla þá menntun sem það óskaði eftir. Þegar síðan kom að því að við vildum stofna fjölskyldu og eignast þak yfir höfuðið var lánakerfið og allt sem því fylgdi svo miklu mun viðráðanlegra og manneskjulegra en það er í dag. Hvers vegna? Að hafa fæðst og fengið að lifa í Reykjavík hafa mér alltaf fundist forréttindi. Ég elska þessa borg, bara það að rölta niður Bankastræti er fyrir mig ein allsherjar skemmtun. Engin borg í heiminum á sér annað eins Bankastræti. Einmitt hér vildi ég hafa fæðst. Hvaða tímabil í sögunni heillar þig mest? Tímabilið þegar Jesús Kristur gekk um á meðal mannanna og gaf heiminum nýja von. Hvaða persóna í sögunni hefðir þú helst kosið að vera? María Magdalena. Líf hennar fól í sér þær miklu andstæður að vera hafin upp úr djúpri óhamingju og nið- urlægingu til gleðinnar ungu við það að Kristur læknaði hana og sýndi henni að sá kærleikur er til sem er æðri öllum skilningi. Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti? Guðnýju Helgadóttur, ekkju Brynjólfs Jóhannessonar. Ég hef enga konu séð eldast jafn fallega. En innræti? Ég veit það ekki. Hvaða kvenmaður í sögunni heillar þig mest? Guðný frá Klömbrum. Hún var svo gott skáld og örlög hennar eru mér hugstæð. Hvernig húsgögn viltu helst hafa í kringum þig? Falleg, létt og notadrjúg en ekki of mikið af þeim. Mikið gólfpláss gerir stofu fallega. Hvernig slappar þú af? Ég fer upp í bílinn minn og keyri á einhvern fallegan stað, til dæmis upp í Heiðmörk. Þar fæ ég mér síðan langan og góðan göngutúr. Hver eru eftirminnilegustu spakmæli sem þú hefur lesið eða við þig hafa verið sögð? Það sem skal gerast betur en vel, fer oft verr en illa. Hvert er besta leikrit sem þú hefur séð? Leikritið No Laughing Matter hreif mig stórkostlega. Maður hló fram í fjórða þátt, þá skammaðist maður sín fyrir að hafa hlegið. Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? Þýskaland, náföla móðir. Hvaða matur finnst þér bestur? Vel matreiddur ofnbakaður fiskréttur. Hverju sérðu mest eftir? Sumarfríi sem eytt var í leiðinlegum félagsskap. Hvaða hlut vildir þú helst eignast? Glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð sem hægt er að hafa í glugga og njóta þess að horfa á í margvís- legri birtu daganna. Hverjir eru helstu kostir þínir? Hvað ég bý til góðan mat. En veikleikar? Hvað mér finnst alltaf nauðsynlegt að öllum líki vel við mig. Hver er ánægjulegasta stundin í lífi þínu? Að liggja uppi á Fæðingarheimili með nýfæddan fjölskyldumeðlim í glæru plastrúmi við hlið mér. Hvað er það sem helst veldur þér áhyggjum? Að hafa ekki tíma til að gera allt sem mig langar til að gera. Við hvað ertu hrædd? Að vera hafnað af einhverjum sem er mér kær. Hvað heldurðu að þú hafir verið í fyrra lífi? Hvort ég hafi lifað á einhverju öðru tilverustigi á undan því lífi sem ég hóf þann 19. nóvember 1935, hef ég ekki mikið verið að velta fyrir mér. Hins vegar finnst mér það líf sem ég hóf þá skiptast niður í fjögur gjörólík tilverustig og í raun nógu mikill höfuðverkur að reyna að fá botn í þau. Hvað- an ég kom eða hvert ég fer eftir jarðvist mína hér veit ég að mér er ekki ætlað að fá neina vitneskju um. Ég hef hins vegar verið svo heppin að fá að kynnast hver hann er sá Guð sem skóp mig og ég til- heyri. Eftir þau kynni veit ég hve fullkomlega mér er óhætt að leggja hönd mína í hans og láta hann stjórna ferðinni. Þannig verða litirnir sterkari, tilfinningarnar dýpri, líkt og að vakna upp af gráum tíð- indalausum draumi. Þessa hönd vil ég láta leiða mig inn í næsta tilverustig því ég þekki hana og veit að hún fer ekki umsvifalaust að troða mér inn í einhverja nýja fæðingu til að lifa áfram í heimi sem er full- ur af óréttlæti og þjáningu. Til þess að ég nái þroska, segja þeir sem trúa á endurfæðingu. Hann gaf mér þetta líf til að velja og hafna. Eins óþroskuð og skilningsvana og ég er þá er ég búin að uppgötva að hann elskar mig samt og er búinn að finna leið til að mér séu fyrirgefnar allar vitleysurnar. Ég fæ að ganga inn í nýjan og réttlátan heim eftir dauðann og það sem meira er, ég veit að það verður eins og að ganga inn í ævintýr. Hverjar eru rómantískustu aðstæður sem þú getur hugsað þér? Kertaljós, rauðvín og grænmetisbaka (ég borða ekki nautasteik). Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Að ég fengi aðalhlutverkið í besta leikriti heimsbókmenntanna.D NÓVEMBER 19 9 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.