Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 76
ember síðastliðinn. Kvöld-
verðurinn var af gamla tag-
inu: soðinn fiskur, nýjar kart-
öflur, brauð með sméri og
heitt te á eftir.
Svo settist ég í húsbónda-
stólinn að loknum kvöldverð-
inum (eins og gert var í gamla
daga) - og fór að horfa á há-
tíðardagskrá Sjónvarpsins.
Það besta af allri dag-
skránni kom eiginlega strax:
Magnús Bjarnfreðsson og
Markús Örn Antonsson lásu
fréttirnar. - Núverandi
fréttamenn Sjónvarpsins eru
alveg einstaklega litlausir,
einn er hás, annar feitur og
þvoglumæltur, sá þriðji er
með skúffukjaft og ess-mælt-
ur. Konurnar þeirra í fréttun-
um eru (flestar) svipbrigða-
lausar og óhamingjusamar í
framan. Þó kemur það stund-
um fyrir að það tekur sig upp
gamalt bros og vottur af lífs-
gleði leiftrar úr andlitum
fréttamannanna.
Allt þetta var ég að hugsa
á meðan Magnús og Krúsi
(gælunafn á Markúsi frá sjón-
varpsárunum) lásu fréttirnar
af öryggi og festu. Eins og í
gamla daga.
Fyrir 25 árum var fyrsta
sjónvarpskvöldið upphaf um-
byltingar í fjölmiðlun á ís-
landi. Þegar litið er yfir
arnar blendnar. Þroskinn var
tekinn út á ógnarhraða en
fullorðinsárin hafa ekki verið
ár markvissrar uppbyggingar
og staðfestu. Ennþá eru sjón-
varpsmenn að glíma við byij-
unarerfiðleika: Gallar eru í út-
sendingu frétta, dagskráin á
eftir áætlun, upptökur í sjón-
varpssal eru viðvaningslegar
og innlent efni er klaufalega
tilgerðarlegt.
Ríkissjónvarpið varð 25
ára 30. september. - Það var
tímanna tákn að þrír nefnd-
armenn sjálfstæðismanna
sögðu sig úr útvarpsráði -
svona til að minnast afmælis-
ins. Stjórnmálamenn vita
ekki hvernig þeir eiga að
haga sér þegar þeir ætla að
taka skynsamlega ákvörðun
og styðja og styrkja Ríkisút-
varpið. Þá hlæja þeir alltaf á
vitlausum stöðum.
Síðustu atburðir virðast til
dæmis ekki ætla að verða
sjálfstæðismönnum smíða-
timbur mikilla hugleiðinga
um tilveru stofnunarinnar.
En hvernig héldu starfs-
menn Sjónvarpsins upp á
afmælið?
Það var dæmigert fyrir yf-
irstjórn Sjónvarpsins að boða
til afmælis-bjórveislu í upp-
töku-stúdíói Sjónvarpsins.
Það sem var eftir bókinni var
hverjum þeir buðu í bjórinn
og hverjum ekki. Fjölmörg-
um var boðið úr ríkiskerfinu
- einhverjum af eldri starfs-
mönnum var boðið - en mjög
mörgum var EKKI boðið.
All margir af þeim sem lögðu
drjúgan skerf í sköpun Sjón-
varpsins sátu heima og fréttu
af boðinu þegar það birtist á
skerminum í fréttum Sjón-
varpsins.
Sumir af núverandi starfs-
mönnum Sjónvarpsins fengu
til dæmis boðskort þar sem
þeim var boðið án maka,
öðrum var boðið með mök-
um sínum. Því fór stjórn
Starfsmannafélags Sjónvarps-
ins á fund framkvæmda-
stjórans og kom fyrir hann
selskaps-vitinu. Þá var farið
að bjóða fleirum.
Hver einasta meiriháttar
ráðning innan Sjónvarpsins
hefur verið framkvæmd með
allskonar baktjaldamakki og
hrossakaupum, strax í upp-
hafi þegar ráðinn var fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins.
Þó fjölmargir aðrir gæfu kost
76 HEIMSMYND
eftir BJARNA DAG JÓNSSON
á sér til starfsins sem betur
þekktu til fjölmiðlunar, gaf
ráðningin ekki tilefni til ann-
ars en aðhláturs fyrst í stað.
Hagfræðingur hjá Evrópu-
ráðinu í Strasborg, alvörugef-
inn, hæglátur erindreki með
gleraugu, var ráðinn fram-
kvæmdastjóri þess að koma
Sjónvarpinu af stað.
Framkvæmdastjórinn Pét-
ur Guðfinnsson starfaði er-
lendis og hafði mikil sam-
skipti við íslenska stjórn-
málamenn sem sátu fundi í
Strasborg, - hann var því vel
kunnur þeim flestum og naut
þess þegar hann sótti um
starfið.
Sjónvarpsmanninum Magn-
úsi Magnússyni í Skotlandi
leist vel á starfið og sótti um
það - en fékk það ekki -
sennilega af því kratarnir
þekktu hann ekki - og hann
ekki þá.
Magnús Magnússon sagði
síðar að það hefði sennilega
verið gæfa sín í lífinu að hann
fékk ekki starfið. En hann
reyndist síðar íslenska sjón-
varpinu vel og gaf góð ráð og
ókeypis leiðbeiningar.
Fréttamaður, sem starfaði
um tíma hjá Sjónvarpinu,
sagði frá því hvernig hann
heimsótti hvern einasta út-
varpsráðsmann og bað um
stuðning í ráðinu - vegna
umsóknar hans um frétta-
mannsstöðu hjá Sjónvarpinu.
Og þar sem maðurinn var
þekktur fyrir söng og spilerí
á framsóknar- og sjálfstæðis-
skemmtunum flaug hann inn
með atkvæðum frá hægri og
vinstri.
Birna Þórðardóttir, rót-
tæklingur og baráttukona, á
Islandsmet í starfsumsóknum
hjá fréttastofu Sjónvarpsins.
Birna hefur sótt 12 sinnum
um auglýstar stöður og alltaf
verið hafnað (. . . enda ekki
dóttir útvarpsstjóra og/eða
flokksbundin í fínu flokkun-
um. Því fór hún ekki og
heimsótti alla útvarpsráðs-
mennina? Hefði hún átt að
sparka í punginn á þeim?).
Sagan endurtekur sig.
Réttum 25 árum eftir ráðn-
ingu hagfræðingsins frá Stras-
borg er sr. Heimir Steinsson
ráðinn útvarpsstjóri. Fjölhæf-
ur fræðimaður úr sveit er
orðinn kóngur íslenska fjöl-
miðlaríkisins - eins og Hans
klaufi sem eignaðist prinsess-
una og hálft konungsríkið af
HEIMSM918-25-34