Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 72
Margrét hafa gert þar. En það var samt enn skemmtilegra að hitta hjónin sjálf og tala við þau. Fáar konur þóttu glæsilegri en húsfreyjan. Og húsbóndinn, þessi hægláti, yfirlætislausi maður, sem varð blindur og dæmdur til athafnaleysis um miðjan starfstímann, hann varð ógleymanlegur hverjum þeim sem kynntist honum til muna. Myrkrið steypti ekki hjálmi einangrunar yfir Jón á Egils- stöðum. Börn hans og kona lásu fyrir hann og sjálfur stóð hann í lifandi sambandi við mannstrauminn í krossgötum. Með viðtali og af blöðum og bókum, fylgdist hann með öllu sem gerðist, bæði á Islandi og úti í hinum stóra heimi. Blindi maðurinn sá út yfir land sitt og lengra til. Hann fylgdi ná- kvæmlega hreyfingunum á taflborðinu; hann skildi og dæmdi með ró og glögglega um viðburði dagsins og viðhorfið til allra hliða.“ Þau Jón og Margrét eignuðust átta börn sem upp komust. Verða þau nú talin upp og börn þeirra og barnabörn. SAGA ÞORSTEINS JÓNSSONAR ER SAGA KAUPFÉLAGSINS Þorsteinn Jónsson (1889-1976) var elstur. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1905 til 1907 og versl- unarnám í Kaupmannahöfn, eins og faðir hans, 1909-1910. Næstu árin var hann hægri hönd föður síns um rekstur Kaup- félags Héraðsbúa og tók síðan við félaginu sem framkvæmda- stjóri þess í ársbyrjun 1917. Um svipað leyti hætti félagið að starfa sem lítið pöntunarfélag eingöngu og tók upp marg- breytta starfsemi með fastri sölubúð á Reyðarfirði. Bjó Þor- steinn þar £ norsksættuðu húsi sem kallaðist Hermes. Hann var síðan oft kenndur við húsið og kallaður Þorsteinn í Herm- es. Leið ekki á löngu þar til meginhluti viðskipta á félags- svæðinu hafði hnigið til Kaupfélags Héraðsbúa. Fagradals- brautin var lífæð þessarar verslunar með Reyðarfjörð og Eg- ilsstaði sem lykilstaði, hvorn á sínum enda, en þar ríkti reyndar sama ættin á báðum stöðum. A Reyðarfirði var höfn- in en á Egilsstöðum brúin og krossgötur til allra átta. Félagsmenn Kaupfélags Héraðsbúa áttu langa leið í kaup- stað og Þorsteinn Jónsson sá að það væri haganlegt að kaupfé- lagið annaðist sjálft flutninga. Hann kom sér því upp miklum bílaflota, sjaldnast færri en tólf, og héldu þessir bílar uppi áætlunarferðum frá Reyðarfirði um allt Hérað, svo langt sem akvegir náðu. Árið 1936 kom hann sér upp snjóbíl til að ganga á vetrum. Á þriðja áratugnum beitti Þorsteinn sér fyrir margvíslegum framkvæmdum á Reyðarfirði. Þar var komið á fót kjötfrysti- húsi og hann kom upp rafvirkjun í nálægu vatnsfalli, ekki að- eins fyrir kaupfélagið, sláturhúsið og frystihúsið, heldur nægði hún öllu þorpinu, enda var hann þá líka oddviti hreppsins. Ennfremur kom kaupfélagið upp mjólkurbúi, rjómabúi og kembivélum til að vinna ull bænda. Þorsteinn var um margt óvenjulegur í framkvæmdum sínum. Kaupfélagið eignaðist til dæmis á kreppuárunum átta hundruð kindur og voru þær leigðar bændum fyrir lágt gjald til þess að þeir gætu stækkað bústofn sinn. Þetta mun vera einsdæmi. Þá var refabú á veg- um kaupfélagsins og einnig saumastofa og gistihús. Þorsteinn gerði Kaupfélag Héraðsbúa að stórveldi. Benedikt frá Hof- teigi gaf út sögu Kaupfélagsins árið 1959 og skín þar aðdáun á Þorsteini út úr næstum því hverri línu og voru þeir þó ekki samherjar í stjórnmálum. Þar segir einfaldlega: „Saga kaupfé- lagsins er saga Þorsteins Jónssonar og saga Þorsteins Jónsson- ar er saga kaupfélagsins." Benedikt færir Þorsteini meðal ann- ars þar til tekna að hann hafi aldrei byggt velgengni kaupfé- lagsins á rústum fallinna borga, enda sé öllum vel við hann: „Kapp hans hefur ætíð verið með fullri forsjá og er hann þó í eðli sínu mesti kappsmaður." Á sjötta áratugnum hófst flutn- ingur Kaupfélags Héraðsbúa til Egilsstaða, enda voru þá bíla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.