Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 30
Það var áberandi klíkuskapur í gangi
þarna.
En um leið og íslendingar voru búnir að eignast tvær
alheimsfegurðardrottningar með þetta stuttu milli-
bili fóru þeir að bítast um það hvor stæði betur und-
ir titlinum. Hófí hafði unnið hug og hjarta þjóðar-
innar með sínu blíða brosi og dálæti á börnum, unga
fóstran úr Garðabæ sem fljótlega eftir að hún
hreppti titilinn gekk í það heilaga, eignaðist barn og
er nú orðin tveggja barna móðir. Linda á hinn bóg-
inn fékk á sig/emme/«to/-stimpilinn. „She made the
whole contest look like a joke“ sagði víðförull
Bandaríkjamaður og átti við það að þrátt fyrir al-
vöru fegurðarsamkeppninnar hafi eitthvað í fasi
þessarar nítján ára gömlu stúlku bent til þess að hún sæi í
gegnum glysið og þá yfirborðslegu staðla sem settir eru í slík-
um keppnum.
Linda var átján ára og nemandi í fjölbrautaskóla þegar hún
tók þátt í forkeppninni fyrir Ungfrú Island og hreppti titilinn
Ungfrú Austurland. Rúmum mánuði síðar var hún kjörin
Ungfrú ísland og hafði í millitíðinni hrist af sér átta kíló á
meðan alþjóð - eða áhugafólk um slíkar keppnir - fylgdist
með og þeir eru æði margir. Jafnvel þegar hún var orðin Ung-
frú Heimur fékk hún á sig gagnrýni fyrir að vera ekki alveg
eins og Hófi. Hár hennar þótti of áberandi litað þar sem skein
í dökka rótina og stúlkan þótti sýna of miklar sveiflur í vigt.
En á sinn hátt hefur Linda Pétursdóttir skipað sér ákveðinn
sess í hópi fegurðardrottninga. Samkvæmt óformlegri könnun
HEIMSMYNDAR þykir hún ein kynþokkafyllsta kona lands-
ins. Ahugamaður um fegurð sagði hana hafa aðdráttarafl á
við Marilyn Monroe þar eð hún höfðaði jafnt til beggja kynja.
Þegar hringt var í Lindu og hún beðin að koma í viðtal við
blaðið spurði hún blíðlega og feimnislega hvenær okkur hent-
aði. Undanfarna mánuði hefur Linda starfað við fyrirsætustörf
í Tókíó og hyggst innan skamms hasla sér völl á þeim vett-
vangi í Bandaríkjunum. Japönunum þótti hún of sexí, of mik-
ið í ætt við kvikmyndastjörnu fremur en þá barnslegu ímynd
sem þeir sækjast eftir þessa dagana. I Bandaríkjunum njóta ít-
urvaxnar fyrirsætur sín betur.
Þegar Linda mætir í eigin persónu er hún feimnisleg og
langt frá einhverri kynbomburullu. Hún er lægri vexti, grennri
og barnslegri en myndirnar af henni sýna. Röddin er lág, fág-
uð og framkoman einkennist af sakleysi, örlitlu öryggisleysi.
Hún virkar opin fyrir umhverfinu og laus við að vera upptekin
af sjálfri sér. Ósjálfrátt hvarflar það að manni að veran í Japan
hafi verið erfiðari reynsla en hún gerði ráð fyrir sjálf.
„Það morar allt af fyrirsætum þarna,“ segir hún. „Og þeir
vilja núna að þær séu austrænni í útliti en áður. Grannvaxnar,
fíngerðar og dökkhærðar stúlkur eiga frekar upp á pallborðið
í tískuiðnaðinum þar. Ekki sakar ef augu þeirra eru örlítið
skásett.“
Augun í Lindu minna örlítið á augu í ketti. Stór, blá með
örlítilli slikju. Pað er miður dagur og hún er vel til höfð með
ljósan andlitsfarða, vel púðruð með koparlitan augnskugga og
vandlega málaðar varir í ljósum lit. Hún er afar breytt ímynda
ég mér frá stúlkunni sem ákvað átján ára gömul að læra á útlit
sitt með því að fara á námskeið hjá Hönnu Frímannsdóttur í
Karon. „Við vorum þarna nokkrar í hóp þegar Heiðar Jóns-
son snyrtir kom eitt kvöldið og sagði að því loknu að í okkar
hópi væri ein sem ætti eftir að ná mjög langt í alþjóðlegri
keppni. Hann sagðist ekki vilja segja okkur hver það væri.“
Hún var þá þybbin með sítt og mikið hár, nemi á málabraut
í Ármúlaskólanum. í páskafríinu veturinn 1988 fór hún heim
til Vopnafjarðar þar sem foreldrar hennar bjuggu þá og var
beðin að taka þátt í keppninni Ungfrú Austurland. Hún hafði
neitað því áður en móðir hennar Ása Dagný Hólmgeirsdóttir
fékk hana til þess að taka skrefið. „Konan sem stóð fyrir
keppninni á Austurlandi hafði hringt áður og ég neitað. Mér
fannst ég ekki þessi týpíska fegurðardrottning og hafði ekki
nóg sjálfstraust.“
Linda, sem hafði fitnað árið áður, en þá var hún skiptinemi
í Bandaríkjunum, tók sig til og fór í hörku megrun. „Eg synti
og æfði mig og þegar kom að Ungfrú Islands-keppninni þurfti
ég ásamt nokkrum öðrum að fara á fljótandi fæði til að ná tak-
markinu áður en við birtumst á sundbolum. Eg fór niður í 54
kíló.“
Núna segist hún vera 57 kíló en hún er 172 sentímetrar á
hæð og vill losa sig við fjögur kíló. Miðað við þá staðla sem
settir eru fyrir ljósmyndafyrirsætur, samkvæmt grein í vikurit-
inu Time nýlega, þurfa þær að vera lágmark 175 sentímetrar,
helst grindhoraðar en barmmiklar. Næstum ósættanleg við-
mið. Linda dæsir. „Maður les um það að þessar stelpur séu að
láta stækka og minnka brjóstin á sér hjá lýtalæknum eftir því
hvernig vindar blása.“
Hún situr með fangið fullt af tískublöðum og flettir. „Mér
finnst Linda Evangelista æðisleg. Hún er svo mikill töffari.
Hún er orðin 26 ára,“ bætir hún við. „I Japan virtust þeir helst
sækjast eftir kornungum stúlkum. Ég var hjá umboðsskrif-
stofu sem heitir Gap og það var alveg undir bókurunum þar
komið hvernig og hvort maður fékk einhver verkefni. Ég var
svo heppin að fá íbúð til afnota sem forríkur Japani bauð mér.
Þessi íbúð var stórglæsileg, staðsett í háhýsi á besta stað í
Tókíó með útsýni yfir alla borgina. Hún var fullbúin fallegum
húsgögnum og veggirnir þaktir listaverkum. Þessi maður hef-
ur átt í viðskiptum við Islendinga og ég held að hann hafi litið
á þetta sem nokkurs konar greiða við Island því ég varð ekki
fyrir neinum óþægindum af hans hálfu þótt ég hefði afnot af
íbúðinni. Kunningjar mínir í módelbransanum í Tókíó áttu
ekki orð þegar þeir komu í heimsókn til mín. Þeir þurftu flest-
ir að sætta sig við að búa í smáskonsum. En ég held að stelp-
urnar sem unnu á umboðsskrifstofunni hafi öfundað mig eitt-
hvað af þessari aðstöðu og að ég var fyrrverandi Miss World.
Það var svo áberandi klíkuskapur í gangi þarna. Sú stelpa sem
fékk bestu verkefnin var hollensk og við hinar skildum ekkert
í því hvað hún hafði mikið að gera þar eð hún leit alls ekki vel
út. Hún var á kafi í eiturlyfjum með mikla bauga undir augum
og bólugrafið andlit. En hún nennti að smjaðra fyrir stelpun-
um á umboðsskrifstofunni og það dugði til, hún fékk öll bestu
verkefnin.“
ótt Linda eigi síður en svo langan feril að baki sem
fegurðardís og fyrirsæta hefur hún fengið smjörþef-
inn af yfirgangi karlmanna sem reyna að hafa not
af slíkum stúlkum.
„Árið sem ég skartaði Miss World-titlinum var
ég svo vernduð að mér stafaði engin hætta af karl-
mönnum, sem vildu komast í kynni við mig. Þetta
ár var ég á stöðugum ferðalögum, ferðaðist mikið
um Mið-Ameríku, þar sem ég kynntist hræðilegum
bágindum og fátækt. Þótt það væri erfitt að horfa
upp á eymdina þar fannst mér það samt skárra en
selja fiskinn fyrir íslendinga í Boston. Miss World-
fyrirtækið seldi íslenskum fyrirtækjum hundrað daga af starfs-
árinu mínu og skyldi ég þá ferðast í þeirra þágu og kynna ís-
30 HEIMSMYND