SSFblaðið - des. 2014, Síða 6

SSFblaðið - des. 2014, Síða 6
6 áRið 2013 gaf seðlabanki Íslands út nýjan seðil, 10.000 kR. seðilinn. Markmiðið með útgáfu hans var að gera greiðslumiðlun hagkvæmari og það tókst því skv. 2. riti Fjármálainnviða 2014 sem Seðlabanki Íslands gaf út í nóvember hefur innleiðing seðilsins gefist vel og reynsla hans góð. Útgáfa nýja seðilsins hefur gert greiðslumiðlun Seðlabankans hagkvæmari þar sem seðlum í umferð hefur fækkað eftir útgáfuna og samsetning seðla hefur því breyst. Samkvæmt Fjármálainnviðum Seðlabankans eru nú um 11 ma.kr. af 10.000 kr. seðlum í umferð og hlutur hans er orðinn 24% af heildarverðmæti seðla í umferð en hlutur 5.000 kr. seðilsins hefur minnkað úr 86% í 64%. 2.000 kR. seðillinn á útleið Með tilkomu 10.000 kr. seðilsins hefur einnig dregið úr vægi fleiri seðla eins og t.d. 2.000 kr. seðilisins en ákveðið var árið 2011 að láta hann fjara út án þess að innkalla hann en fleiri slíkir seðlar verða ekki prentaðir. Samkvæmt Fjármálainnviðum eru um 260 m.kr. af 2.000 kr. seðlum í umferð. 500 kR. mynt Í stað seðils? Í fjármálainnviðum er jafnframt greint frá því að hlutur 500 kr. seðilsins hafi farið minnkandi undanfarin ár en um 3% af verðmæti seðla í umferð eru 500 kr. seðlarnir. Ein ástæða minnkandi notkunar seðilsins er að hann hefur verið tekinn úr mörgum hraðbönkum síðustu misseri. „Í náinni framtíð mun hann væntanlega víkja fyrir 500 kr. mynt“ segir í riti Seðlabankans. búið eR að opna fyRiR mÍnaR sÍðuR á heimasÍðu ssf. Félagsmenn skrá sig hér eftir inn á mínar síður til að sækja um í sjóði félagsins. Mínar síður halda utan um umsóknir og sögu félagsmanns. Með tilkomu síðunnar verða umsóknir aðgengilegri fyrir félagsmenn og úthlutunin auðveldari. Starfsfólk SSF bindur vonir við að þetta auðveldi félagsmönnum að nálgast upplýsingar og fylgjast með hvar mál eru stödd hverju sinni. Hægt er að nálgast Mínar síður ásamt leiðbeiningum inn á vef SSF, www.ssf.is launaReiknivél fyRiR félagsmenn Á heimasíðu SSF er nú hægt að skoða laun í fjármálafyrirtækjum, skv. launakönnunum SSF, miðað við tilteknar forsendur. Launareiknivélin er aðgengileg og auðveld í notkun og gagnast félagsmönnum SSF í að bera saman laun sín við meðaltal launagreiðslna fjármálafyrirtækja skv. fyrrgreindri könnun. MUNU 500 KR. OG 2.000 KR. SEÐLAR FJARA ÚT? héR má sjá veRðmæti og hlutfall þeiRRa seðla sem eRu Í umfeRð. Seðlar (kr.) Ma.kr. % 10.000 10,6 23,8 5.000 28,4 63,8 2.000 0,3 0,6 1.000 4,1 9,1 500 1,2 2,7 Samtals 44,5 100,0 Heimild: Seðlabanki Íslands MÍNAR SÍÐUR

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.