SSFblaðið - dec. 2014, Side 9

SSFblaðið - dec. 2014, Side 9
9 stytting vinnuvikunnaR og baRáttan gegn mismunun á gRundvelli fastlaunasamninga Mikil umræða varð um styttingu vinnuvikunnar og hvaða áherslur ætti að leggja á í þeim efnum við kjarasamningsgerð. Sjónarmið félagsmanna var að semja ætti um að vinnuvikan verði stytt niður í 36 klukkustunda vinnuviku. Mikil umræða var um þessa kröfu og áhrif þeirra á opnunartíma útibúa viðskiptabanka og fastlaunasamninga starfsmanna en almennt voru félagsmenn sammála um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna. Á meðal þess sem einnig var rætt var að framlag í Styrktarsjóð verði hækkað og að SSF taki þá við að greiða íþróttastyrki til félagsmanna. Krafa er að fæðingarorlof skuli reiknast af heildarlaunum en ekki af viðmiði fæðingarorlofssjóðs eins og nú er, það myndi auka nýtingu fæðingarorlofs hjá öllum félagsmönnum, jafnt konum sem körlum. Fastlaunasamningar voru mikið til umræðu á fundinum enda margir sem hafa farið halloka frá slíkum samningi. Formenn og trúnaðarmenn SSF voru sammála um að mjög mikilvægt væri að setja utan um fastlaunasamningana ákveðinn ramma s.s. með því að setja ákveðið hámark á tíma unna í yfirvinnu á grundvelli fastlaunasamninga. Til greiðslu fyrir yfirvinnu kæmi til eftir að slíku hámarki væri náð. Einnig er að mati félagsmanna nauðsynlegt að fastlaunasamningar þurfi að taka mið af aukinni vinnuvernd t.d. um almennan vinnutíma. veRkfallsboðun Afstaða félagsmanna til verkfallsboðunar var könnuð á fundinum og var ekki að sjá annað en að mikill vilji væri til þess nú að reyna til þrautar með kröfur félagsmanna þ.m.t. með boðun verkfalls. Af umræðum að dæma voru almennir starfsmenn tilbúnir til þess að segja að þeim væri nóg boðið. Fram kom að tíðrædd launaskrið og bónusgreiðslur innan bankanna hafa ekki náð nema til lítils hóps innan stjórnendahópsins. Í sífellu þarf SSF að hlusta á og berjast gegn röksemdum um launaskrið og bónusgreiðslur fárra útvaldra þegar reynt er að semja um laun fjöldans og er það afar móðgandi að festast í sífellu í umræðum um launaskrið annarra en félagsmanna SSF vegna réttmætra og tímabærra kjarabóta fjöldans. Eftir á að greina niðurstöður hópavinnu fundarins frekar en hugur félagsmanna á fundinum var skýr og „við göngum út af fundinum vitandi að erfiðar kjarasamningsviðræður eru framundan og því gríðarlega mikilvægt að fá skýra afstöðu okkar félagsmanna um áherslur og forgangsröðun fyrir þær viðræður“ sagði Friðbert að loknum fundi. Fulltrúar SSF á formanna- og trúnaðarmannafundi SSF þann 14. nóv. á Selfossi.

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.