SSFblaðið - des. 2014, Síða 12
12
Fjölmargir fróðlegir fyrirlestrar voru haldnir á þessari fagráðstefnu
RB en fyrst og fremst ber að nefna fyrirlestur David Rowan, ritstjóra
Wired Magazine, sem margir komu gagngert til að sjá. Auk hans
fluttu þeir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, og Þorsteinn Björns,
framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB, erindi um
stöðu RB gagnvart upplýsingatækni og að hverju væri stefnt í
þeim málum innan RB. Þá fór Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, yfir framtíðarsýn Íslandsbanka í þjónustu með tilliti til
upplýsingatækni. Jean Yves Bruna, framkvæmdastjóri stefnumála og
þróunar hjá Sopra Banking Software, fjallaði um komandi áskoranir
viðskiptabanka innan upplýsingatækni. Ragnheiður Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, fór yfir stöðu jafnréttismála innan
upplýsingatæknigeirans og hvers vegna skortur væri á konum í þeim
iðnaði og hvað sé til ráða. Að lokum var það Theódór Gíslason,
sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis, sem fór yfir það
hversu auðvelt og algengt það er að verið sé að brjótast inn í tölvur
og gagnaveitur og hvaða þjónustu Syndis byði upp á til að koma í
veg fyrir slíkar tölvuárásir.
10 tæknistRaumaR sem munu hafa áhRif á fjáRmálageiRann
David Rowan fjallaði um þá 10 tæknistrauma sem að hans mati munu
hafa hvað mest áhrif á fjármálageirann í fyrirsjáanlegri framtíð. David
er ritstjóri virts og útbreidds tímarits, Wired Magazine, sem fjallar
um tækninýjungar og hvernig þær hafa áhrif á daglegt líf fólks og
rekstur fyrirtækja. David náði ótruflaðri athygli ráðstefnugesta með
því að hefja fyrirlesturinn á því að sýna mjög áhugavert myndband
frá árinu 1967 um það hvernig stórt fyrirtæki í Bandaríkjunum sá
verslun fyrir sér árið 1999. Í myndbandinu eru allar vörur keyptar
í gegnum tölvuna, og má segja að margt annað í myndbandinu hafi
staðist nokkurn veginn og sagði David myndbandið sýna vel að það
er hægt að spá fyrir um tækniframfarir framtíðarinnar.
10 tæknistRaumaR sem munu hafa áhRif á fjáRmálageiRann:
#1 sÍmaRniR
Fyrsta atriðið sem David nefndi eru símarnir. Hann sagði að síminn
yrði mun stærra markaðstæki en við gerðum okkur flest grein
fyrir. Hann sagði að smartsímanotendum fjölgaði um 1 milljón á
hverjum degi, sem er þrisvar sinnum fleiri en áætlaður fjöldi nýbura
í heiminum á degi hverjum. Með tilkomu smartsíma og ört fjölgandi
notenda er orðinn til nýr markaður í gegnum snjallsímaforrit. Hann
tók dæmi um stofnanda “WhatsApp” snjallsímaforritsins og sagði
þar sögu innflytjenda í Bandaríkjunum sem þróa forrit sem varð selt
á 19.000.000.000 $ einungis örfáum árum eftir að forritið kom á
FRAMTÍÐIN Í
UPPLÝSINGATÆKNI
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA 2.0
Reiknistofa bankanna (Rb) hélt í lok októbeR áhugaveRða Ráðstefnu um fRamtíð upplýsingatækni
innan fjáRmálageiRans. Ráðstefnan baR yfiRskRiftina fRamtíðin í upplýsingatækni fjáRmálafyRiRtækja
2.0. fæRRi komust á Ráðstefnuna en vildu því uppselt vaR nokkRum dögum fyRiR og því fullt
út að dyRum í Ráðstefnusal icelandaiR hótel Reykjavík natuRa. það vaR hReinn jakobsson,
stjóRnaRfoRmaðuR Rb, sem setti Ráðstefnuna.