SSFblaðið - Dec 2014, Page 14

SSFblaðið - Dec 2014, Page 14
14 f R é t t a a n n á l l s s f Í fréttaannál SSF er farið yfir það helsta sem gerðist á árinu hjá SSF. Þá er stiklað á stóru á sviði bankamála og viðskipta – og efnahagsmála. Jafnframt er leitast við að birta helstu tíðindi á sviði menningarmála og einnig annað markvert sem gerðist á sviði þjóðmálanna. Annállinn inniheldur ekki tæmandi lista yfir fréttnæmustu viðburði ársins en gefur ágætis nasasjón af því helsta sem gerðist innanlands á árinu sem er að líða. Við vinnslu og heimildaöflun annálsins var notast við vef Fjölmiðlavaktar Creditinfo, fréttavef RÚV, Morgunblaðsins og Viðskiptablaðsins. janúaR sigmunduR davÍð gunnlaugsson, foRsætisRáðheRRa, hafði lokið við sitt fyRsta áRamótaávaRp sem foRstæðisRáðheRRa. Í ávarpinu rifjaði hann upp ýmis afrek sem hefðu áunnist á því ári og voru þar bæði íþróttaafrek og sigur Íslands í Icesave deilunni fyrirferðamikil. Hann sagði að Íslendingar ættu þakkir skildar fyrir ósérhlífni á erfiðum tímum og boðaði sóknaráætlun fyrir listir, menningu og annað nýsköpunarstarf. ólafuR RagnaR gRÍmsson, foRseti Íslands, hélt nýáRsáRvaRp og fóR þaR yfiR náttúRuvá og bReytt loftslag, mikilvægi samhjálpaR og samstöðu á hættu- og/eða kRepputÍmum. Þá gagnrýndi hann það öngstreiti sem umræðan um nýja stjórnarskrá væri komin í og sagði það miður að í stað samstöðu um nýja stjórnarskrá „geisa djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hafa áréttað að margt sé óskýrt og flókið í tillögunum“. fyRsta baRn áRsins, stúlka, fæddist Í gaRðabænum klukkan hálf sex að moRgni. ellefu ÍslendingaR voRu sæmdiR Íslensku fálkaoRðunni við athöfn á bessastöðum. Eftirfarandi einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni; Alfreð Gíslason, handknattleiksþjálfari, fyrir framlag til íþrótta, Ingileif Jónsdóttir, prófessor, fyrir kennslu og rannsóknir á sviði ónæmisfræða, Ingvar E. Sigurðsson, leikari, fyrir framlag til íslenskrar leiklistar, Kolbrún Björgólfsdóttir, myndlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar myndlistar, Magnús Eiríksson, tónlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri, fyrir framlag til menningar og þjóðlífs, Smári Geirsson, framhaldsskólakennari og rithöfundur, fyrir framlag til sögu og framfara á Austurlandi, Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri, fyrir framlag til félagsmála og menningar í heimabyggð, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, fyrir frumkvæði og forystu á sviði löggæslu, Svanf- ríður Jónasdóttir, bæjarstjóri, fyrir störf að sveitarstjórnarmálum, og Unnur Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls, fyrir framlag til mannúðarmála. bandalag staRfsmanna RÍkis og bæja gáfu út að bandalagið kRefðist RÍflegRa launahækkana Í komandi kjaRaviðRæðum en flestiR kjaRasamningaR bhm og bsRb Runnu út um mánaðaRmótin janúaR – febRúaR. BSRB benti á að laun á almen- num markaði hafi hækkað mun meira en laun hjá hinu opinbera. icelandaiR tilkynnti að faRþegum hefði fjölgað um 12% milli áRa og hefðu veRið Rúmlega 2.257.000 áRið 2013 og höfðu þeiR aldRei veRið fleiRi fRam til þessa. s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.