SSFblaðið - Dec 2014, Page 20

SSFblaðið - Dec 2014, Page 20
20 páll matthÍasson vaR skipaðuR Í embætti foRstjóRa landspÍtala til fimm áRa. Skip- unin tók gildi 1. apríl. Páll hafði verið settur forstjóri sjúkrahússins í október 2013, eftir að Björn Zoëga sagði starfi sínu lausu. allt stefndi Í veRkfall fRamhaldsskólakennaRa. Nemendur mættu í skólann vitandi það að fyrirhugað verkfall hæfist daginn eftir. Lítið þokaðist í samningaátt er að virtist hjá Ríkissáttasemjara. Íslensku tónlistaRveRðlaunin fóRu fRam og fengu hljómsveitiRnaR hjaltalÍn og mammút þRenn veRðlaun á hátÍðinni. Lagið Salt með hljómsveitinni Mammút var valið lag ársins í flokki popp eða rokktónlistar og var hljómsveitin einnig verðlaunuð fyrir rokk- og poppplötu ársins, Komdu til mín svarta systir, sem og fyrir besta plötuumslagið. Platan Days of Grey með Hjaltalín var valin hljómplata ársins í opnum flokki. Plata ársins í flokki djass- og blústónlistar var valin Meatball Evening með KTríó. Plata ársins í samtímatónlist var valin Over Light Earth eftir Daníel Bjarnason. Grísalappalísa vann verðlaun í nýjum flokki sem kallast Coca-cola plata ársins, fyrir plötuna Ali. Grísalappalísa hlaut einnig verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins. Þá var Sig- ríður Thorlacius valin söngkona ársins og John Grant söngvari ársins og þungarokkssveitin Skálmöld flytjandi ársins í popp og rokk-flokki. Að lokum var það hljómsveitin Mezzoforte sem fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar. félag viðskiptafRæðinga og hagfRæðinga veRðlaunaði ölgeRðina sem þekkingaRfyRiRtæki áRsins. Össur, Já og LS Retail voru einnig tilnefnd til verðlaunanna. menntaskólinn Í hamRahlÍð sigRaði Í spuRningakeppni fRamhaldskólanna, gettu betuR. Lið MH sigraði Borgar- holtsskóla í úrslitaviðureign. Þetta var í fyrsta sinn sem lið MH sigrar spurningakeppnina. kjaRasamninguR ssf og sa vaR samþykktuR Í atkvæðagReiðslu. Af 4270 skráðum félagsmönnum var fjöldi svarenda 2840, sem er svarhlutfall upp á 66,51%. Já, sögðu 1866 eða 65,70% svarenda. Nei, sögðu 875 eða 30,81% svarenda. 99 skiluðu auðu. Kjar- asamningurinn byggir á sáttatillögu Ríkissáttasemjara sem lögð var fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði. Meginniðurstöður kjarasamningsins voru eftirtaldar: • Kauptaxtar hækkuðu um 2,8% frá 1. feb. 2014 (þó að lágmarki 8.000 kr. fyrir dagvinnu í fullu starfi). • Aðrir kjaratengdir liðir hækkuðu um 2,8% frá 1. feb. 2014. • Sérstök hækkun kauptaxta hjá þeim sem eru með 230.000 kr. á mánuði eða lægri en kauptaxtar þeirra hækkuðu um 1.750. kr. • Desember- og orlofsuppbætur hækkuðu samtals um 32.300 kr. frá síðast gildandi samningi. Desemberuppbót miðuð við fullt starf á árinu 2014 var 73.600 kr. Orlofsuppbót fyrir orlofsárið, miðuð við fullt starf, á árinu 2014 var 39.500 kr. • Í stað launabreytinga frá 1. janúar 2014 kom sérstök ein- greiðsla, kr. 14.600 kr. miðað við fullt starf. • Framlag atvinnurekenda í Menntunarsjóð SSF hækkaði um 0,1%. seðlabankinn boðaði til blaðamannafundaR og tilkynnti stýRivaxtaákvöRðun sÍna. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sagði að stýrivextir Seðlabanka Íslands yrðu óbreyttir. Í yfirlýsingunni kom fram að verðbólga hefði hjaðnað umfram spá. aðalfunduR landsbankans fóR fRam. Á fundinum kom fram að Landsbankinn hefði hagnast um tæpa 29 milljarða króna árið 2013 og sjötíu prósent þess, eða tuttugu milljarðar yrðu greiddir í arð til eigenda bankans; helmingi meira en í fyrra. aðalfunduR aRionbanka fóR fRam. Tilkynnt var að bankinn hefði hagnast um 12,7 milljarða árið 2013. Ákveðið var að greiða 7,8 milljarða í arð. fyRsta tölublað ssf blaðsins áRið 2014 kom út. gunnaR bRagi sveinsson, utanRÍkisRáðheRRa, hélt til úkRaÍnu og hitti þaRlenda Ráðamenn og kynnti séR stöðu mála Í landinu en mikil átök áttu séR stað á kRÍmskaga og sveitiR hliðhollaR Rússum höfðu tekið yfiR stjóRn á stóRu landsvæði. bjaRni benediktsson, foRmaðuR sjálfstæðisflokksins, fundaði með david cameRon, foRsætisRáðheRRa bRetlands og foRmanni bReska Íhaldsflokksins, um efnahagsmál og samvinnu landanna Í bRussel en bjaRni vaR þaR stadduR á Ráðstefnu leiðtoga Íhaldsflokka. m e n n i n g s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t b a n k a m á l

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.