SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 24
24
narandstaðan var þessu ósammála
og Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, sagði að ríkisstjórnin
hefði fallið á réttlætisprófinu sökum
þess að stjórnin hefði lækkað m.a.
opinber gjöld á útgerðina, álögur á
tóbak og áfengi hefði einnig lækkað
á meðan komugjöld á heilsugæslur
hefðu hækkað. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,
tók í sama streng og kallaði ríkisstjórnina, ríkisstjórn hinna ríku,
og sagði þá ríkustu fá gjafir frá ríkisstjórninni, kvölds, morgna og
um miðjan dag.
fyRsta boðaða vinnustöðvun gRunnskólakennaRa hófst, en
félag gRunnskólakennaRa hafði boðað þRjáR veRkfallslotuR
sem allaR voRu sólaRhRinguR að lengd. Því var engin kennsla í
grunnskólum landsins þennan dag. Fundað var hjá ríkissáttasem-
jara og voru samningamenn nokkuð bjartsýnir þrátt fyrir að fyrsta
lota verkfallsaðgerða væri hafin. Grunnskólakennarar fjölmenntu
á Ingólfstorg og héldu þar útifund og kröfðust kjarabóta.
Þá hófst önnur lota í verkfallsaðgerðum SFR og Sjúkraliðafélags
Íslands. Þar höfðu starfsmenn í velferðarþjónustu lagt niður störf,
sem náði til um fimmhundruð starfsmanna í um tuttugu stofnu-
num, og stóð vinnustöðvunin í nokkrar klukkustundir.
flugvallaRstaRfsmenn samþykktu kjaRasamning Í
atkvæðagReiðslu.
landsbankinn kynnti afkomutöluR sÍnaR fyRiR fyRsta
áRsfjóRðung áRsins 2014. Í tilkynningu bankans kom fram að
afkoman hafi verið jákvæð um 4,3 milljarða króna eftir skatta á
fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður á sama tíma árið 2013 nam tæpum
8 milljörðum króna.
fRumvaRp RÍkisstjóRnaRinnaR um leiðRéttingu veRðtRyggðRa
fasteignaveðlána vaR samþykkt sem lög fRá alþingi.
almenninguR gat sótt um leiðRéttingu á veRðtRyggðum
húsnæðislánum að uppfylltum ákveðnum skilyRðum. Vefsíðan
leidretting.is var opnuð þar sem almenningi gafst kostur á að sækja
um með nokkuð auðveldum hætti. Á innan við sólarhring höfðu
um 18 þúsund manns sótt um höfuðstólsleiðréttingu.
dR. eyjólfuR guðmundsson vaR Ráðinn RektoR háskólans á
akuReyRi. Hann tók við rektorsstöðunni af Stefáni B. Sigurðssyni.
áRsfunduR samáls, samtaka álfRamleiðenda, fóR fRam. Á árs-
fundinum var rannsóknarsetur fyrir ál og efnisvísindi sett á laggir-
nar. Setrinu er ætlað að styrkja menntun, rannsóknir og nýsköpun í
áliðnaði. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, undirritaði
viljayfirlýsingu um stofnun setursins á ársfundinum.
félag gRunnskólakennaRa skRifaði undiR nýjan kjaRasamning.
Þar með var fyrirhuguðum frekari verkfallsaðgerðum aflýst a.m.k.
á meðan félagsmenn kynntu sér efni samningsins og kysu um
hann. Samningurinn var talin marka tímamót, en hann þykir
flókinn og mjög umfangsmikill. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður
samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði samn-
inginn veita mörg tækifæri til kennara eftir miklar breytingar á
vinnutímákvæði kjarasamningsins.
peningastefnunefnd seðlabankans ákvað óbReytta stýRivexti.
þeiR höfðu sÍðast bReyst Í nóvembeR áRið 2012.
flugmenn icelandaiR skRifuðu undiR nýjan kjaRasamning en
þeiR höfðu háð langa og eRfiða kjaRabaRáttu sem endaði
með þvÍ að lög voRu sett á alþingi til að fyRiRbyggja fRekaRi
aðgeRðiR en þegaR höfðu átt séR stað. Kjarasamningur þeirra
var skammtímasamningur fram á haustið og átti að nota tímann
fram að því til að undirbúa nýjan langtíma samning.
miklaR anniR voRu hjá RÍkissáttasemjaRa þessa daga. Verkfall
félagsmanna í SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands á stofnunum innan
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hófst. Fundað var stíft í
húsakynnum Ríkissáttasemjara. Ekki reyndi þó mikið á verkfall-
saðgerðir því samið var eftir að verkfall hafði staðið yfir í þrjá tíma.
hagstofan biRti launavÍsitöluþRóun. Samkvæmt tölum hagsto-
funnar höfðu laun hækkað um 4,8 % á einu ári.Þá hafði kaupmáttur
einnig aukist um 2,5 % á sama tíma.
johan Rönning, miRacle og vinnuföt voRu veRðlaunuð sem
fyRiRtæki áRsins 2014 af vR. Verðlaunin byggja á niðurstöðum
árlegrar könnunar á vegum VR. Johan Rönning var fyrirtæki ársins
í sínum stærðarflokki, fyrirtæki með að lágmarki 50 starfsmenn,
Miracle, vann í hópi fyrirtækja með starfsmannafjölda á bilinu
20- 49 og Vinnuföt í hópi fyrirtækja með færri en 20 starfsmenn,
samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar VR.
moRgunblaðið gReindi fRá þvÍ að heildaRúttekt
séReignaRspaRnaðaR launafólks fRá þvÍ Í maRs 2009 hefðu
numið 98,4 milljöRðum kRóna. Frá áramótum hafði launafólk
tekið út um rúman 7,5 milljarð sem olli áhyggjum enda merki
um kröftugan vöxt í einkaneyslu drifinn að hluta með því að
ganga á sparifé.
b a n k a m á l
b a n k a m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t