SSFblaðið - dec 2014, Qupperneq 25
25
sveinbjöRg biRna sveinbjöRnsdóttiR, sem hafði nýtekið við
oddvitasæti fRamsóknaR og flugvallaRvina eftiR að óskaR
beRgsson sagði sig fRá boðaðRi enduRkomu sinni Í stjóRnmálin,
olli talsverðum usla í stjórnmálunum með því að lýsa yfir þeirri
skoðun sinni að draga ætti til baka úthlutun lóðar til félags múslima
í Reykjavík. Rétt um vika var til kosninga.
foRsætisRáðheRRaR noRðuRlandanna komu saman til áRlegs
voRfundaR Í mývatnssveit. Úkraínudeilan var fyrirferðamikið
umræðuefni á fundinum sem og málefni norðurslóða, Evrópuþing-
skosningarnar og aukið samstarf þjóðanna.
lögReglan á höfuðboRgaRsvæðinu tilkynnti að Rannsókn á
lekamálinu svokallaða væRi á lokastigi. Þegar hafði verið greint
frá því að rannsókn hefði leitt í ljós að minnisblaðið hafi orðið til
í ráðuneytinu og farið þaðan til Morgunblaðsins.
miklaR uppsagniR áttu séR stað Í flestum viðskiptabönkum
landsins. Bæði MP banki og Íslandsbanki sögðu upp starfsfólki
í mánuðinum i hagræðingarskyni í kjölfar þess að MP banki seldi
eignaleigusvið sitt og Íslandsbanki sameinaði tvö útibú í eitt.
félagsmenn Í félagi gRunnskólakennaRa samþykktu kjaRasamning
Í atkvæðagReiðslu með afgeRandi hætti.
hagfRæðideild landsbankans spáði 5,5 pRósenta hagvexti
áRið 2015. Hagfræðideildin spáði aukinni einkaneyslu á næstu
árum um 3,7%.
gengið vaR til kosninga Í sveitaRstjóRnum landsins. Kjörsókn
var áberandi slæm, um 66% og hafði ekki verið minni í um 60 ár.
júnÍ
úRslit sveitaRstjóRnaRkosninganna lágu fyRiR og ófoRmlegaR
meiRihlutaviðRæðuR voRu þegaR hafnaR Í sumum sveitaRfélögum.
Kosningavefur Ríkisútvarpsins hélt vel utan um kosningarnar um
land allt og tók saman tölfræðiupplýsingar á sérstökum kosningavef
útvarpsins. Samkvæmt samantekt RÚV urður þónokkrar breytingar
hjá stærstu flokkum landsins á landsvísu. Framsóknarflokkurinn
bætti mestu við sig eða alls fjórum á landsvísu, flokkurinn fór úr
því að vera með 45 menn í 49. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig
þremur fulltrúum á landsvísu og fór úr 117 í 120. Samfylkingin
tapaði sjö sveitarstjórnarfulltrúum frá því í kosningunum 2010, fór
úr 42 niður í 35 á landsvísu og Vinstri hreyfingin grænt framboð
missti fimm kjörna fulltrúa á milli kosninga, fór úr fjórtán niður
í níu. Þá bauð Besti flokkurinn sig ekki fram í kosningunum en
frambjóðendur flokksins fóru fram í Reykjavík undir merkjum
Bjartrar framtíðar. Þau náðu tveimur mönnum inn í borginni og
Píratar náðu þar einum manni inn. Á landsvísu fékk Björt framtíð
ellefu menn kjörna.
bÍlgReinasambandið gReindi fRá þvÍ að sala á nýjum bÍlum hafi
veRið Rúmlega 51% meiRi Í maÍ 2014 en Í sama mánuði áRið 2013.
Mikil aukning hefur verið í sölu nýrra bíla á árinu.
tekin vaR fyRsta skóflustungan að noRðuRljósaRannsóknastöð
á káRhóli Í Reykjadal. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og deil-
darstjóri evrópumálefna hjá kínverska utanríkisráðuneytinu tóku
skóflustunguna. Samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins er
stöðin liður í samkomulagi milli RANNÍS og Heimskautastofnu-
nar Kína um stofnun sameiginlegrar miðstöðvar til norðurljósa-
rannsókna.
landsbankinn tilkynnti um sölu á um 10% hlut Í fRamtakssjóðnum
og öllum eignaRhluta sÍnum Í fjáRfestingaRsjóðnum icelandic
enteRpRise invest (iei) en bankinn átti 27,6% hlut Í sjóðnum.
Kaupverðið var 7 milljarðar króna og kaupendur voru hluthafar
Framtakssjóðsins og IEI.
Rætt vaR við håkan fuRe, Ráðgjafa hjá dnb (eitt stæRsta
fjáRmálafyRiRtæki noRegs), Í speglinum eftiR að hann flutti
eRindi á fundi noRsk-Íslenska viðskiptaRáðsins. Í viðtali Spegilsins
sagði hann að íslensku bankarnir stæðu sig vel í alþjóðlegum
samanburði hvað varðar fjármögnun, framleiðni og styrk lánasafna.
Bankarnir veki nú athygli erlendra fjárfesta. Í viðtali Spegilsins
sagði Håkan Fure að staða íslensku bankanna væri mun betri en
gert hafi verið ráð fyrir og efnahagsástand landsins hjálpi þar til og
nefndi sem dæmi að atvinnuleysi hefði minnkað, landsframleiðsla
aukist og fjárhagsstaða bankanna batnað. Gjaldeyrishöftin væru
þó þröskuldur sem stæði frekari framþróun fyrir þrifum.
flugviRkjaR icelandaiR stóðu Í kjaRabaRáttu þaR sem haRt vaR
deilt Í fjölmiðlum. Fulltrúar flugvirkja sökuðu Samtök atvin-
nulífsins um að stunda
leðjuslag með því að fara
með ósannindi um lau-
nakröfur sínar í fjölmiðla.
Samningaviðræður gengu
hægt og svo virtist sem lítill
trúnaður væri á milli aðila.
b a n k a m á l
b a n k a m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l