SSFblaðið - dec 2014, Qupperneq 26

SSFblaðið - dec 2014, Qupperneq 26
26 ólafuR RagnaR gRÍmsson, foRseti Íslands, vakti athygli á alþjóðlegRi Ráðstefnu um sjálfbæRni á vegum sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan var haldin í New York og voru fjölmargir þjóðarleiðtogar og virtir vísindamenn viðstaddir. Ræða Ólafs vakti mikla athygli en hann hvatti heimsbyggðina til að umbreyta hugsunarhætti sínum um orkumál. Nú þegar sé til tækni á sviði jarðhita, sólarorku og vindorku sem væri hægt að nýta á smærri mælikvarða en nú er gert, til að mynda fyrir hvert heimili fyrir sig, minni þorp, héruð eða bæi. mp banki tilkynnti að bankinn hefði ákveðið að leggja meiRi áheRslu á að þjónusta fyRiRtæki og einstaklinga með mikil fjaRhagslega umsvif. Af því tilefni bauð bankinn eignaminni viðskiptavi- num sínum aðstoð við að færa viðskipti sín yfir í annan banka því í kjölfarið yrðu allir viðskiptavinir bankans með innan við tvær milljónir í formi innlána, séreignarsparnaðar eða útlána rukkaðir um sérstakt viðskiptagjald, 60.000 kr. á ári. jónas kRistjánsson, fyRRveRandi foRstöðumaðuR stofnunaR áRna magnússonaR, lést nÍRæðuR að aldRi. Jónas gegndi lykil- hlutverki við að endurheimta íslensk fornrit frá Danmörku. Jónas var áberandi í íslensku samfélagi og skrifaði fjölda greina, fyrirlestra og rita um íslensk fornrit, bókmenntasögu og sagnfræði, og hel- gaði sig útgáfu íslensku fornritanna og rannsóknum á byggðum norrænna manna í Ameríku eftir að hann settist í helgan stein. RottuR voRu ábeRandi Í fRéttum þennan dag og hófst upp úR hádegi en þá höfðu alliR sundlaugaRgestiR Í vestuRbæjaRlaug Í ReykjavÍk veRið RekniR upp úR eftiR að Rotta sást spóka sig á sundlaugaRbökkunum. Lauginni var lokað á meðan meindýraeyðir handsamaði dýrið. Það var svo nokkrum tímum síðar sem rotta beit litla stúlku í Hlíðunum í Reykjavík. fRamtakssjóðuR Íslands seldi allt hlutafé sitt Í eldsneytisfélaginu n1. Ekki kom fram í tilkynningu sjóðsins hver kaupandinn væri. Sjóðurinn átti um 21% hlut í félaginu. nýR meiRihluti vaR kynntuR til leiks á akuReyRi. Þar höfðu fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista bæjarlista Akureyrar, ákveðið að mynda meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar. Á síðasta kjörtímabili hafði L- listinn hreinan meirihluta en tapaði meira en helmingi þess fylgis í kosningunum til síðustu sveitarstjórnarkosninga. Ákveðið var að framlengja ráðningu Eiríks Björns Björgvinssonar sem bæjarstjóra. seðlabankinn tilkynnti að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að stýRivextiR skyldu haldast óbReyttiR. nýR meiRihluti vaR myndaðuR Í ReykjavÍk. Að meirihlutanum standa Samfylkingin, Björt Framtíð, Vinstri græn og Píratar. Tilkynnt var á blaðamannafundi að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, yrði borgarstjóri. maRguR skotáhugamaðuRinn sem og mataRaðdáenduR Íslensku RjúpunnaR uRðu himinlifandi þegaR náttúRufRæðistofnun Íslands tilkynnti að skv. talningum hefði fjölgað Í Rjúpnastofninum um 41%. Rjúpnastofninn var þó undir meðal- stærð enda hafði fækkað í stofninum frá því árið 2010 að mat Náttúrufræðistofnunnar. máR guðmundsson, seðlabankastjóRi, tilkynnti að hann hyggðist sækja um stöðu seðlabankastjóRa. Umsóknarfrestur um stöðu Seðlabankastjóra var til næstu mánaðarmóta. sólaRhRings vinnustöðvun hófst hjá flugviRkjum icelandaiR. Aflýsa þurfti 65 áætlunarflugum sem höfðu áhrif á um 12.000 farþega. daguR b. eggeRtsson, tók foRmlega við staRfi boRgaRstjóRa Í ReykjavÍk. umfangsmikil leit hafði staðið yfiR Í Rúma viku Í fljótshlÍð að ástu stefánsdóttuR. Leitin hófst eftir að vinkona og ferðalangur Ástu, Pino De Los Angeles Becerra Bolanos, hafði fundist látin í Bleiksárgljúfri. Hún lést eftir hátt fall. Yfir 100 björgunarsveitar- menn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. b a n k a m á l b a n k a m á l s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t a l m e n n t

x

SSFblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.