SSFblaðið - dec 2014, Qupperneq 30
30
samRuna fyRiRtækjanna. Ritað var undir viljayfirlýsingu fyrirtæk-
janna og tilkynnt að samkomulag hefði náðst. Samruninn var
með þeim fyrirvara að Samkeppniseftirlitið myndi samþykkja
samrunann.
jafnRéttisstofa tók saman kynjadReifingu Í sveitaRstjóRnum
eftiR nýafstaðnaR kosningaR. Samkvæmt tölum Jafnréttisstofu
voru konur 44% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa um landið og hafa
aldrei verið fleiri. Það er um 4% meira en í kosningunum árið 2010.
laun höfðu hækkað um 5,4% á undanföRnu áRi samkvæmt
launavÍsitölu hagstofunnaR. Kaupmáttur launa hafði aukist
um 3,1% á sama tíma. Launavísitala hækkaði um 0,5% milli
maí og júní.
gylfi þóR siguRðsson, landsliðsmaðuR Í knattspyRnu, gekk á
ný til liðs við úRvalsdeildaRlið sWansea. Kaupverðið fráTot-
tenham var sagt um tíu milljónir punda.
vinnumaRkaðsRannsókn hagstofu Íslands leiddi Í ljós að
atvinnuleysi á landinu öllu hafði veRið 4,6% Í júnÍ sem vaR
1,8% minna en Í júnÍ áRið 2013.
álagningaRseðlaR voRu geRðiR aðgengilegiR á vef
RÍkisskattsstjóRa. Samkvæmt frétt á vef Ríkisskattsstjóra voru
268.452 framteljendur á skattgrunnskrá, 4.260 fleiri en árið áður.
12.478 skiluðu ekki skattframtali og sættu því áætlun opinberra
gjalda. Það eru 4,65% heildarfjöldans og nokkuð færri en undan-
farin ár.
bRæðsluhátÍðin á boRgaRfiRði eystRa vaR sett. Áætlað var að
um 3000 manns hafi mætt á tónlistarhátíðina sem haldin var í
tíunda sinn. Veðrið lék við tónlistargesti fyrstu daga hátíðarinnar.
tekjublað fRjálsRaR veRslunaR kom út. Í blaðinu kom fram að
laun millistjórnenda í einkafyrirtækjum hafi hækkað um allt að
40% milli ára. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akranes, sagði málið „viðbjóðslegt óréttlæti“. Elín Björg Jónsdót-
tir, formaður BSRB, sagði að launahækkanirnar hefðu komið sér
verulega á óvart og að þær muni ekki liðka fyrir lágstemmdum
kröfum félagsmanna BSRB í kjarasamningsviðræðum árið 2015.
fullyRt vaR Í blaði dv að RáðheRRa hefði Reynt að hafa áhRif
á Rannsókn hins svokallaða „lekamáls“. Fullyrt var í blaðinu
að hún hafi beitt Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra í
Reykjavík, þrýstingi sem hafi leitt til þess að hann ætli að hætta.
Ráðherra segir fullyrðingarnar rangar og Stefán sagðist sjálfur í
kjölfarið hafa hætt vegna þess að hann hafi fengið nýtt starf hjá
Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Í fRétt hagstofunnaR kom fRam að halli á vöRuskiptum við
útlönd hafi veRið 2,4 milljaRðaR á fyRRi helmingi áRsins 2014.
Hann var því 27,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma í fyrra.
Vöruskiptahallinn í júní var 7,7 milljarðar, en var hagstæður um
1,1 milljarð í júní í fyrra.
tRyggvi gunnaRsson, umboðsmaðuR alþingis, ákvað
að afla upplýsinga hjá hönnu biRnu kRistjánsdóttuR,
innanRÍkisRáðheRRa, vaRðandi „lekamálið“ eftir að ásakanir
á hendur henni hefðu birts í DV um að hún hefði reynt að hafa
áhrif á rannsókn málsins. Ákvörðun umboðsmanns Alþingis kom í
kjölfar þess að hann ræddi við Stefán Eirkíksson, þáverandi lögre-
glustjóra í Reykjavík, og Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara.
Í tilkynningu fRá icelandaiR gRoup kom fRam að tekjutap og
beinn kostnaðuR félagsins vegna kjaRadeilna hafði veRið um
400 milljóniR kRóna. Flugvirkjar, flugmenn og flugfreyjur höfðu
öll átt í kjaradeilum við félagið á árinu, sem hafði töluverða röskun
á flugi í för með sér.
utanRÍkisRáðuneytið tilkynnti að RáðheRRa hefði skipað
geiR h. haaRde, fyRRveRandi
foRsætisRáðheRRa, Í embætti
sendiheRRa. Þá var Árni Þór
Sigurðsson, alþingismaður og
fyrrverandi formaður utan-
ríkismálanefndar einnig skipaður
sendiherra. Skipunin tekur gildi frá
og með fyrsta janúar á næsta ári. Ekki var greint frá því í upphafi
hvar þeir ættu að gegna sendiherrastöðu.
hanna biRna kRistjánsdóttiR, innanRÍkisRáðheRRa, skipaði
þóRólf áRnason, foRstjóRa samgöngustofu. Starfið var auglýst í
byrjun júní og bárust 24 umsóknir um starfið. Þórólfur hafði fyrir
starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi en var áður m.a. borgarstjóri
í Reykjavík, forstjóri Skýrr, Icelandic Group og Tals.
m e n n i n g
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t